Fjöldi mála þokast áfram á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2020 19:30 Alþingi lauk annarri umræðu um fimm frumvörp og þriðju umræðu um eitt frumvarp í dag auk síðari umræðu um þrjár þingsályktunartillögur. Atkvæðagreiðslur fóru fram síðdegis með skipulagðri göngu þingmanna í gegnum þingsalinn til að gæta sóttvarna eins og gert hefur verið í atkvæðagreiðslum undanfarnar vikur. Meðal frumvarpa sem greidd voru atkvæði um að lokinni annarri umræðu var frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými. Guðjón S. Brjánsson þingmaður segir mikilvægt að líta ekki á neytendur ólöglegra vímuefna sem glæpamenn.Vísir/ Vilhelm Þingmenn nokkurra flokka lýstu stuðningi sínum við frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu í dag. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði frumvarpið marka tímamót. „Hér er eitt lítið skref stigið í átt til afglæpavæðingar. Að horft sé til þess að um heilbrigðismál sé að ræða en ekki afbrotamál þótt hugsanlega sé um ólögleg vímuefni að ræða,“ sagði Guðjón. Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins tók í svipaðan streng. „Við erum að taka hér utanum mjög viðkvæman hóp og veikan hóp. Og ég segi já fyrir hönd þess hóps og líka fyrir hönd aðstandenda,“ sagði Halla Signý. Halldóra Mogensen vill að gert verði refsilaust að hafa á sér neysluskammta af öllum vímuefnum.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen þingmaður Pírata hefur verið hvað ötulust þingmanna að þrýsta á hugafarsbreytingu meðal þingmanna í málefnum neytenda ólöglegra vímuefna. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem gengur lengra en frumvarp heilbrigðisráðherra sem hún styður þó eins og flestir þingmenn. „Mér sýnist að þetta ætli fram að ganga alla vega eftir aðra umræðu. Sem er mjög gott. Og ég kannski bara hvet ráðherra til áframhaldandi hughrekkis þegar kemur að því að afglæpavæða neysluskammta vímuefna almennt.,“ sagði Halldóra við atkvæðagreiðsluna í dag. Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. 17. maí 2020 16:30 Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13. maí 2020 19:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Alþingi lauk annarri umræðu um fimm frumvörp og þriðju umræðu um eitt frumvarp í dag auk síðari umræðu um þrjár þingsályktunartillögur. Atkvæðagreiðslur fóru fram síðdegis með skipulagðri göngu þingmanna í gegnum þingsalinn til að gæta sóttvarna eins og gert hefur verið í atkvæðagreiðslum undanfarnar vikur. Meðal frumvarpa sem greidd voru atkvæði um að lokinni annarri umræðu var frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými. Guðjón S. Brjánsson þingmaður segir mikilvægt að líta ekki á neytendur ólöglegra vímuefna sem glæpamenn.Vísir/ Vilhelm Þingmenn nokkurra flokka lýstu stuðningi sínum við frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu í dag. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði frumvarpið marka tímamót. „Hér er eitt lítið skref stigið í átt til afglæpavæðingar. Að horft sé til þess að um heilbrigðismál sé að ræða en ekki afbrotamál þótt hugsanlega sé um ólögleg vímuefni að ræða,“ sagði Guðjón. Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins tók í svipaðan streng. „Við erum að taka hér utanum mjög viðkvæman hóp og veikan hóp. Og ég segi já fyrir hönd þess hóps og líka fyrir hönd aðstandenda,“ sagði Halla Signý. Halldóra Mogensen vill að gert verði refsilaust að hafa á sér neysluskammta af öllum vímuefnum.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen þingmaður Pírata hefur verið hvað ötulust þingmanna að þrýsta á hugafarsbreytingu meðal þingmanna í málefnum neytenda ólöglegra vímuefna. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem gengur lengra en frumvarp heilbrigðisráðherra sem hún styður þó eins og flestir þingmenn. „Mér sýnist að þetta ætli fram að ganga alla vega eftir aðra umræðu. Sem er mjög gott. Og ég kannski bara hvet ráðherra til áframhaldandi hughrekkis þegar kemur að því að afglæpavæða neysluskammta vímuefna almennt.,“ sagði Halldóra við atkvæðagreiðsluna í dag.
Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. 17. maí 2020 16:30 Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13. maí 2020 19:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30
Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. 17. maí 2020 16:30
Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13. maí 2020 19:30