Fjöldi áhorfenda truflaði baráttuna við eldinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2020 12:54 Slökkviliðið á Akureyri afhenti lögreglu brunavettvang til rannsóknar í morgun eftir að hafa vaktað íbúðarhús í alla nótt en það stóð í ljósum logum í gærkvöldi. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en von er á rannsakendum frá Reykjavík nú síðdegis. Vegfarendur sem áttu leið hjá Hafnarstræti á Akureyri laust eftir klukkan sjö í gærkvöldi hringdu strax í slökkviliðið þegar þeir komu auga á reyk sem lagði frá íbúðarhúsi í götunni. Voru fljótir að finna mann sem lá meðvitundarlaus á miðhæðinni Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri, segir að strax í upphafi hafi honum verið ljóst að um alvarlegt útkall væri að ræða en hann ákvað að kalla út allt tiltækt lið auk frívakta. Grunur vaknaði í upphafi að maður væri í húsinu á miðhæðinni. „Reykkafarar fóru inn með slöngu og froðu og leituðu eftir okkar aðferðum. Þeir voru með hitamyndavélar sem notaðar eru til að leita að fólki en hann [maðurinn sem lá meðvitundarlaus á miðhæð hússins] var rétt innan við hurðina þannig að við vorum mjög fljótir að finna hann.“ Í hvernig ástandi var maðurinn þegar þið komuð að honum? „Hann var alveg meðvitundarlaus og ekki mikið lífsmark með honum.“ Maðurinn var þegar í stað fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hlúð var að honum í tvær klukkustundir. Þaðan var hann fluttur með sjúkraflugi suður. Á þessari stundu er ekki vitað um líðan mannsins. Líklegt að rífa þurfi húsið Það tók slökkviliðið tæpar fimm klukkustundir að ná tökum á aðstæðum. Húsið er á meðal elstu húsa bæjarins en það er afar illa farið eftir brunann og líklegt að það sé ónýtt. „Við hættum í raun og veru ekki slökkvistarfi fyrr en rétt um miðnætti þegar hætti að rjúka úr rústunum og við gátum hætt að sprauta vatni. Það var þó ekki fyrr en við vorum búin að hreinsa allt þak af húsinu og nánast alla efstu hæðina af sem við náðum að slökkva þannig í húsinu að hætti að rjúka úr því.“ Húsið, sem er eitt af elstu húsum bæjarins, var mjög illa farið eftir brunann og þykir líklegt að þurfi að rífa það.Vísir/Tryggvi Páll Fólkið sem fylgdist með brunanum torveldaði slökkvistarfi Mikill hópur fólks kom saman í grennd við vettvanginn til að fylgjast með störfum slökkviliðsins en það torveldaði slökkvistarfi. „Sem olli því að við áttum orðið erfitt með að komast að vettvangi með birgðir, loftkúta og aðföng fyrir reykkafara og slökkviliðsmenn sem voru að störfum. Þetta var farið að valda okkur töluverðum vandræðum. Við búum ekki yfir óþrjótandi mannskap, hvorki í lögreglunni né slökkviliðinu. Það er nóg að gera og það hjálpar ekki að við þurfum að vera með marga til að halda fólki í skefjum.“ Ólafur vill minna alla á mikilvægi brunavarna eins og reykskynjara og slökkvitæki. „Sérstaklega reykskynjarana því þeir veita fólki tækifæri til að komast út í tæka tíð. Það á ekki að leggja sig í hættu við að bjarga húsum. Það má alltaf byggja nýtt hús en fólk verður ekki bætt.“ Slökkvilið Akureyri Tengdar fréttir Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21 Einn í alvarlegu ástandi eftir bruna á Akureyri Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var kallað út á áttunda tímanum í kvöld þegar eldur kom upp í þriggja hæða íbúðarhúsi. 19. maí 2020 20:35 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Slökkviliðið á Akureyri afhenti lögreglu brunavettvang til rannsóknar í morgun eftir að hafa vaktað íbúðarhús í alla nótt en það stóð í ljósum logum í gærkvöldi. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en von er á rannsakendum frá Reykjavík nú síðdegis. Vegfarendur sem áttu leið hjá Hafnarstræti á Akureyri laust eftir klukkan sjö í gærkvöldi hringdu strax í slökkviliðið þegar þeir komu auga á reyk sem lagði frá íbúðarhúsi í götunni. Voru fljótir að finna mann sem lá meðvitundarlaus á miðhæðinni Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri, segir að strax í upphafi hafi honum verið ljóst að um alvarlegt útkall væri að ræða en hann ákvað að kalla út allt tiltækt lið auk frívakta. Grunur vaknaði í upphafi að maður væri í húsinu á miðhæðinni. „Reykkafarar fóru inn með slöngu og froðu og leituðu eftir okkar aðferðum. Þeir voru með hitamyndavélar sem notaðar eru til að leita að fólki en hann [maðurinn sem lá meðvitundarlaus á miðhæð hússins] var rétt innan við hurðina þannig að við vorum mjög fljótir að finna hann.“ Í hvernig ástandi var maðurinn þegar þið komuð að honum? „Hann var alveg meðvitundarlaus og ekki mikið lífsmark með honum.“ Maðurinn var þegar í stað fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hlúð var að honum í tvær klukkustundir. Þaðan var hann fluttur með sjúkraflugi suður. Á þessari stundu er ekki vitað um líðan mannsins. Líklegt að rífa þurfi húsið Það tók slökkviliðið tæpar fimm klukkustundir að ná tökum á aðstæðum. Húsið er á meðal elstu húsa bæjarins en það er afar illa farið eftir brunann og líklegt að það sé ónýtt. „Við hættum í raun og veru ekki slökkvistarfi fyrr en rétt um miðnætti þegar hætti að rjúka úr rústunum og við gátum hætt að sprauta vatni. Það var þó ekki fyrr en við vorum búin að hreinsa allt þak af húsinu og nánast alla efstu hæðina af sem við náðum að slökkva þannig í húsinu að hætti að rjúka úr því.“ Húsið, sem er eitt af elstu húsum bæjarins, var mjög illa farið eftir brunann og þykir líklegt að þurfi að rífa það.Vísir/Tryggvi Páll Fólkið sem fylgdist með brunanum torveldaði slökkvistarfi Mikill hópur fólks kom saman í grennd við vettvanginn til að fylgjast með störfum slökkviliðsins en það torveldaði slökkvistarfi. „Sem olli því að við áttum orðið erfitt með að komast að vettvangi með birgðir, loftkúta og aðföng fyrir reykkafara og slökkviliðsmenn sem voru að störfum. Þetta var farið að valda okkur töluverðum vandræðum. Við búum ekki yfir óþrjótandi mannskap, hvorki í lögreglunni né slökkviliðinu. Það er nóg að gera og það hjálpar ekki að við þurfum að vera með marga til að halda fólki í skefjum.“ Ólafur vill minna alla á mikilvægi brunavarna eins og reykskynjara og slökkvitæki. „Sérstaklega reykskynjarana því þeir veita fólki tækifæri til að komast út í tæka tíð. Það á ekki að leggja sig í hættu við að bjarga húsum. Það má alltaf byggja nýtt hús en fólk verður ekki bætt.“
Slökkvilið Akureyri Tengdar fréttir Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21 Einn í alvarlegu ástandi eftir bruna á Akureyri Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var kallað út á áttunda tímanum í kvöld þegar eldur kom upp í þriggja hæða íbúðarhúsi. 19. maí 2020 20:35 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21
Einn í alvarlegu ástandi eftir bruna á Akureyri Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var kallað út á áttunda tímanum í kvöld þegar eldur kom upp í þriggja hæða íbúðarhúsi. 19. maí 2020 20:35