„Það væri ósanngjarnt fyrir Liverpool“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 15:30 Stuðningsmaður Liverpool fagna á síðasta útsláttarleik Livrerpool á Anfield en Liverpool vann þá 4-0 sigur á Barcelona. Getty/Robbie Jay Barratt Liverpool hefur getað treyst á magnaða stemningu á Anfield í mörgum Evrópuleikjum á síðustu árum og svo verður einnig í kvöld. Liverpool er 1-0 undir á móti spænska liðinu Atletico Madrid eftir fyrri leikinn á Spáni en það lið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum kemst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Margir Evrópuleikir í vikunni þurfa að fara fram fyrir luktum dyrum vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Stuðningsmenn Liverpool hafa því eflaust nagað neglurnar síðustu daga af ótta við að Anfield hafi ekki lengur grænt ljóst fyrir áhorfendur. „Maður hafði heyrt orðróm um að leikurinn á Anfield myndi fara fram án áhorfenda,“ sagði Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid á blaðamannafundi fyrir leikinn. Playing at #Anfield with no fans would be unfair on #Liverpool - #Simeone https://t.co/iDPlEqUJus #LIVATL pic.twitter.com/a9KmEte9Kh— sports watch (@sportswatch17) March 11, 2020 Það lítur nú út fyrir það að áhorfendur fá að mæta á seinni leik Liverpool og Atletico Madrid á Anfield í kvöld og Liverpool mun því njóta góðs af þeim frábæra stuðningi sem liðið fær alltaf á Anfield og ekki síst í Evrópuleikjum. „Það væri ósanngjarnt fyrir Liverpool að spila á móti áhorfendum á okkar velli en síðan þyrftum við ekki að spila fyrir framan þeirra áhorfendur,“ sagði Diego Simeone á blaðamannafundinum. Stuðningsmenn Atletico Madrid stóðu sig frábærlega í fyrri leiknum á Metropolitano leikvanginum í Madrid en meira en 67 þúsund manns mættu á þann leik. Leikur Liverpool og Atlético Madrid hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni hefst klukkan 19.15 á sömu stöð og eftir leikina verða þeir gerðir upp. Leikur PSG og Borussia Dortmund verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Diego Simeone: I ve never played here, and I ve not been here as a manager or a player. Obviously it s an amazing stadium and you can tell on the television the fans are amazing and get behind their side. They accompany their team at all times. pic.twitter.com/Z7tpHdOcBk— Anfield Watch (@AnfieldWatch) March 10, 2020 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Sjá meira
Liverpool hefur getað treyst á magnaða stemningu á Anfield í mörgum Evrópuleikjum á síðustu árum og svo verður einnig í kvöld. Liverpool er 1-0 undir á móti spænska liðinu Atletico Madrid eftir fyrri leikinn á Spáni en það lið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum kemst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Margir Evrópuleikir í vikunni þurfa að fara fram fyrir luktum dyrum vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Stuðningsmenn Liverpool hafa því eflaust nagað neglurnar síðustu daga af ótta við að Anfield hafi ekki lengur grænt ljóst fyrir áhorfendur. „Maður hafði heyrt orðróm um að leikurinn á Anfield myndi fara fram án áhorfenda,“ sagði Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid á blaðamannafundi fyrir leikinn. Playing at #Anfield with no fans would be unfair on #Liverpool - #Simeone https://t.co/iDPlEqUJus #LIVATL pic.twitter.com/a9KmEte9Kh— sports watch (@sportswatch17) March 11, 2020 Það lítur nú út fyrir það að áhorfendur fá að mæta á seinni leik Liverpool og Atletico Madrid á Anfield í kvöld og Liverpool mun því njóta góðs af þeim frábæra stuðningi sem liðið fær alltaf á Anfield og ekki síst í Evrópuleikjum. „Það væri ósanngjarnt fyrir Liverpool að spila á móti áhorfendum á okkar velli en síðan þyrftum við ekki að spila fyrir framan þeirra áhorfendur,“ sagði Diego Simeone á blaðamannafundinum. Stuðningsmenn Atletico Madrid stóðu sig frábærlega í fyrri leiknum á Metropolitano leikvanginum í Madrid en meira en 67 þúsund manns mættu á þann leik. Leikur Liverpool og Atlético Madrid hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni hefst klukkan 19.15 á sömu stöð og eftir leikina verða þeir gerðir upp. Leikur PSG og Borussia Dortmund verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Diego Simeone: I ve never played here, and I ve not been here as a manager or a player. Obviously it s an amazing stadium and you can tell on the television the fans are amazing and get behind their side. They accompany their team at all times. pic.twitter.com/Z7tpHdOcBk— Anfield Watch (@AnfieldWatch) March 10, 2020
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Sjá meira