Trump enn og aftur grímulaus þrátt fyrir grímuskyldu Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2020 08:50 Donald Trump prófar hlífðarskjöld í heimsókn sinni í Ford-verksmiðjunni í gær. Vísir/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti mætti grímulaus til fundar við fréttamenn í verksmiðju bílaframleiðandans Ford í Michigan í gær, þrátt fyrir að grímuskylda gildi í ríkinu vegna faraldurs kórónuveiru. Forsetinn hefur ítrekað neitað að bera grímu fyrir vitunum síðustu vikur og verið gagnrýndur fyrir, nú síðast af ríkissaksóknara Michigan. Trump var leiddur um Ford-verksmiðjuna í Ypsilanti í Michigan í gær en bílaframleiðandinn hefur einbeitt sér að framleiðslu öndunarvéla og annars heilbrigðisbúnaðar á meðan faraldurinn geisar. Líkt og víða í Bandaríkjunum er fólki í Michigan skylt að bera grímur fyrir vitunum á meðan það er úti meðal almennings og hið sama gildir um verksmiðjuna sem Trump heimsótti í gær. Trump fylgdi vissulega fyrirmælum á einhverjum tímapunkti í verksmiðjutúrnum en myndbönd sína hann með grímu, sérmerkta Hvíta húsinu, inni í verksmiðjunni. Forsetinn varpaði hins vegar grímunni þegar hann ræddi við fréttamenn, umkringdur grímuklæddum stjórnendum hjá Ford. „Ég var með grímu áðan,“ sagði Trump. „Ég var með hana í rýminu hérna fyrir aftan. Ég vildi ekki veita fjölmiðlum þá ánægju að sjá hana.“ Þá dró hann áðurnefnda grímu upp úr vasanum og sýndi viðstöddum. „Mér finnst ég líta betur út með grímuna, í hreinskilni sagt. En ég er að halda ræðu svo ég mun ekki bera hana núna.“ Líkt og áður segir hefur Trump verið gagnrýndur harðlega fyrir að bera almennt ekki grímu á meðan faraldurinn geisar í Bandaríkjunum. Með því fer hann jafnframt gegn þeim viðmiðum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sem mælir með því að fólk notist við grímur úti á meðal fólks. Áður en Trump heimsótti verksmiðjuna hafði Bill Ford, stjórnarformaður Ford-framleiðandans, hvatt þann fyrrnefnda til að bera grímu í heimsókninni. Forsetinn réði því þó sjálfur hvort hann fylgdi fyrirmælum. Þá hafði Dana Nessel, ríkissaksóknari Michigan, varað Trump við því fyrir heimsóknina að hann skyldi bera grímu á ferð sinni um Michigan, ellegar yrði honum bannað að koma aftur á vinnustaði og verksmiðjur í ríkinu. „Ef við vitum af heimsókn hans til ríkisins okkar og við vitum að hann muni ekki hlýða lögunum, þá held ég að við þurfum að grípa til aðgerða gegn öllum fyrirtækjum sem hleypa honum inn í húsnæði sitt og stofna verkamönnum okkar í hættu. Við megum ekki við slíkri áhættu hér í ríkinu okkar,“ sagði Nessel í viðtali við CNN. Að minnsta kosti tveir starfsmenn sem starfað hafa náið með Trump og ríkisstjórn hans hafa greinst með kórónuveiruna á síðustu dögum og vikum. Trump er prófaður fyrir veirunni á hverjum degi og sagði í gær að sýni úr honum hefði enn og aftur reynst neikvætt. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti mætti grímulaus til fundar við fréttamenn í verksmiðju bílaframleiðandans Ford í Michigan í gær, þrátt fyrir að grímuskylda gildi í ríkinu vegna faraldurs kórónuveiru. Forsetinn hefur ítrekað neitað að bera grímu fyrir vitunum síðustu vikur og verið gagnrýndur fyrir, nú síðast af ríkissaksóknara Michigan. Trump var leiddur um Ford-verksmiðjuna í Ypsilanti í Michigan í gær en bílaframleiðandinn hefur einbeitt sér að framleiðslu öndunarvéla og annars heilbrigðisbúnaðar á meðan faraldurinn geisar. Líkt og víða í Bandaríkjunum er fólki í Michigan skylt að bera grímur fyrir vitunum á meðan það er úti meðal almennings og hið sama gildir um verksmiðjuna sem Trump heimsótti í gær. Trump fylgdi vissulega fyrirmælum á einhverjum tímapunkti í verksmiðjutúrnum en myndbönd sína hann með grímu, sérmerkta Hvíta húsinu, inni í verksmiðjunni. Forsetinn varpaði hins vegar grímunni þegar hann ræddi við fréttamenn, umkringdur grímuklæddum stjórnendum hjá Ford. „Ég var með grímu áðan,“ sagði Trump. „Ég var með hana í rýminu hérna fyrir aftan. Ég vildi ekki veita fjölmiðlum þá ánægju að sjá hana.“ Þá dró hann áðurnefnda grímu upp úr vasanum og sýndi viðstöddum. „Mér finnst ég líta betur út með grímuna, í hreinskilni sagt. En ég er að halda ræðu svo ég mun ekki bera hana núna.“ Líkt og áður segir hefur Trump verið gagnrýndur harðlega fyrir að bera almennt ekki grímu á meðan faraldurinn geisar í Bandaríkjunum. Með því fer hann jafnframt gegn þeim viðmiðum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sem mælir með því að fólk notist við grímur úti á meðal fólks. Áður en Trump heimsótti verksmiðjuna hafði Bill Ford, stjórnarformaður Ford-framleiðandans, hvatt þann fyrrnefnda til að bera grímu í heimsókninni. Forsetinn réði því þó sjálfur hvort hann fylgdi fyrirmælum. Þá hafði Dana Nessel, ríkissaksóknari Michigan, varað Trump við því fyrir heimsóknina að hann skyldi bera grímu á ferð sinni um Michigan, ellegar yrði honum bannað að koma aftur á vinnustaði og verksmiðjur í ríkinu. „Ef við vitum af heimsókn hans til ríkisins okkar og við vitum að hann muni ekki hlýða lögunum, þá held ég að við þurfum að grípa til aðgerða gegn öllum fyrirtækjum sem hleypa honum inn í húsnæði sitt og stofna verkamönnum okkar í hættu. Við megum ekki við slíkri áhættu hér í ríkinu okkar,“ sagði Nessel í viðtali við CNN. Að minnsta kosti tveir starfsmenn sem starfað hafa náið með Trump og ríkisstjórn hans hafa greinst með kórónuveiruna á síðustu dögum og vikum. Trump er prófaður fyrir veirunni á hverjum degi og sagði í gær að sýni úr honum hefði enn og aftur reynst neikvætt.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira
Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44
Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50
Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35