Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Grindavík 89-86 | Þórsarar héldu sér á lífi Arnar Geir Halldórsson skrifar 13. mars 2020 21:30 Hansel Atencia og félagar í Þór Ak. verða að vinna Grindavík. vísir/bára Þór fékk Grindavík í heimsókn í 21.umferð Dominos deildar karla í körfubolta í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld. Það var fámennt í áhorfendastúkunum þegar leikurinn hófst en það átti reyndar eftir að bæta úr því þegar leið á leikinn. Það var engu líkara en að stemningsleysið í upphafi hafi smitað til leikmanna þar sem fyrsti leikhluti var afar hægur og fátt um fína drætti ef frá eru talin troðslutilþrif Seth LeDay. Gestirnir úr Grindavík stóðu heimamönnum framar og leiddu með tólf stigum eftir fyrsta leikhluta, 15-27. Þórsarar rönkuðu aðeins við sér í öðrum leikhluta en Grindvíkingar héldu heimamönnum í hæfilegri fjarlægð og leiddu með átta stigum í hálfleik, 38-46. Heimamenn mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og virðist vera sem Lárusi Jónssyni, þjálfara Þórs, hafi tekist að blása baráttuanda á ný í sína menn. Þrátt fyrir það gekk erfiðlega að vinna mun Grindavíkur niður. Þórsarar áttu góð áhlaup en þeim var jafnan svarað af krafti af gestunum. Staðan eftir þriðja leikhluta 61-68. Sömu sögu er að segja af fjórða leikhluta þar sem liðin skiptust á körfum og var fátt sem benti til þess að heimamenn myndu ná að snúa leiknum sér í vil. Þegar rétt rúm mínúta lifði leiks hafði Grindavík átta stiga forystu en þá gerðist eitthvað ótrúlegt. Hansel Atencia skoraði þriggja stiga körfu og strax í kjölfarið stal Jamal Palmer boltanum af Sigtryggi Arnari Björnsynni og minnkaði muninn niður í þrjú stig. Grindavík fór í sókn með 47 sekúndur á klukkunni og Miljan Rakic hljóp með boltann útaf. Í kjölfarið héldu Þórsarar í sókn sem lauk með sniðskoti Jamal Palmer sem rataði rétta leið og 8 sekúndur eftir af leiknum. Ingvi Þór Guðmundsson tók lokaskot gestanna utan þriggja stiga línunnar en það geigaði og raunar gerðu Þórsarar síðustu tvö stig leiksins af vítalínunni. Lokatölur 89-86 fyrir Þór. Afhverju vann Þór? Karakter og þrautseigja. Það er óhætt að segja að þessi orð hafi einkennt sveiflukennt tímabil Þórsara í Dominos deildinni í vetur og þau áttu svo sannarlega við í kvöld. Grindavík leiddi leikinn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu en síðan ekki söguna meir á lokasekúndum. Og það þrátt fyrir að hafa haldið Þórsurum í góðri fjarlægð allan leikinn. Bestu menn vallarins? Hansel Atencia var stigahæstur Þórsara með 28 stig. Pablo Hernandez gerði 14 stig ásamt því að taka 14 fráköst en Jamal Palmer var frábær á lokamínútunni sem tryggði heimamönnum sigurinn. Seth LeDay var besti maður gestanna með 28 stig og mörg glæsileg tilþrif. Klúðraði þó fjórum vítaskotum þegar mest var undir sem reyndist Grindvíkingum afar dýrkeypt. Hvað er næst? Ólíklegt er að körfubolti verði leikin hér á landi næstu vikurnar vegna samkomubanns í kjölfar útbreiðslu kórónaveirunnar. KKÍ tekur þó ekki ákvörðun um framhaldið fyrr en á morgun. Fari svo að deildin verði kláruð munu Þórsarar heimsækja KR-inga í næstu viku á meðan Grindavík fær Tindastól í heimsókn. Daníel: Hálf orðlaus Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum afar svekktur í leikslok. „Maður er hálf orðlaus. Við vissum að Þórsarar myndu aldrei hætta að berjast en samt vorum við orðnir þægilegir með þetta og farnir að verja forskotið okkar. Við fórum aðeins í dómarana þegar við fengum ekki það sem við vildum og þetta var bara asnalegt hjá okkur. Við klikkum vítaskotum á ögurstundu og það er alveg glatað. Þórsararnir gerðu vel í að sækja þetta.“ Grindavík var miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og Daníel var ósáttur með að hafa ekki náð að fylgja því betur eftir.„Ég var mest vonsvikinn með að við skyldum færa þeim sjálfstraust í fyrri hálfleiknum. Við vorum komnir einhverjum 15 stigum yfir og þá ætluðum við að fara gera hlutina með annarri hendi og það gengur aldrei í körfubolta, sérstaklega ekki þegar þú ert að berjast við lið sem er að berjast fyrir lífi sínu. Þeir gerðu það vel og við féllum sannarlega á prófinu í kvöld.“ Grindavík er, þrátt fyrir tapið í kvöld, komið með annan fótinn í úrslitakeppnina þó Þór Þorlákshöfn gæti stolið 8.sætinu. Til þess þurfa ÞorlákshafnarÞórsarar sigur í Keflavík í leik sem stendur yfir þegar þetta er skrifað. Lárus: Þetta bjargaði deginum „Mér líður rosalega vel. Miðað við allar fréttir í dag og hvernig 2020 er búið að vera bjargaði þetta í það minnsta deginum,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, í leikslok. „Það gekk mjög erfiðlega að ná að minnka forystuna. Mér fannst við spila miklu betur í síðari hálfleik. Vörnin okkar var hriplek í fyrri hálfleik en mér fannst við ná að þétta hana í síðari hálfleik en þá var Ingvi að setja niður stóra þrista fyrir þá. Við náðum aldrei að komast almennilega inn í þetta. Þetta var eiginlega bara kraftaverk í lokin. Ég held við höfum skorað 11 stig á rúmri mínútu.“ Lárus hrósaði sínu liði fyrir magnaðan karakter um leið og hann sagði ótrúlegt að finna fyrir stuðningi Þórsara í Höllinni í kvöld. „Strákarnir gáfust aldrei upp. Mér fannst bæði lið vera svolítið á hælunum í upphafi, kannski vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Menn voru búnir að vera að velta fyrir sér hvort það ætti að spila leikinn og þetta var svolítið eins og æfingaleikur í byrjun. Mér finnst ótrúlegt hvað það mættu margir og studdu við bakið á okkur. Það gerði gæfumuninn á þessum lokasekúndum,“ sagði Lárus. Þór þarf sigur gegn KR í lokaumferð deildarinnar og um leið þurfa Akureyringar að treysta á að Valur eða Þór Þorlákshöfn fái ekki fleiri stig. Óvissa ríkir hvenær og með hvaða hætti lokaumferð deildarinnar verður spiluð. „Við munum bara undirbúa okkur fyrir að spila við mjög öflugt lið KR, sennilega fyrir luktum dyrum og það er miður. Ef þú ert ekki að spila fyrir framan áhorfendur, til hvers ertu þá að spila íþróttir?“ sagði sigurreifur þjálfari Þórs að endingu.
Þór fékk Grindavík í heimsókn í 21.umferð Dominos deildar karla í körfubolta í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld. Það var fámennt í áhorfendastúkunum þegar leikurinn hófst en það átti reyndar eftir að bæta úr því þegar leið á leikinn. Það var engu líkara en að stemningsleysið í upphafi hafi smitað til leikmanna þar sem fyrsti leikhluti var afar hægur og fátt um fína drætti ef frá eru talin troðslutilþrif Seth LeDay. Gestirnir úr Grindavík stóðu heimamönnum framar og leiddu með tólf stigum eftir fyrsta leikhluta, 15-27. Þórsarar rönkuðu aðeins við sér í öðrum leikhluta en Grindvíkingar héldu heimamönnum í hæfilegri fjarlægð og leiddu með átta stigum í hálfleik, 38-46. Heimamenn mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og virðist vera sem Lárusi Jónssyni, þjálfara Þórs, hafi tekist að blása baráttuanda á ný í sína menn. Þrátt fyrir það gekk erfiðlega að vinna mun Grindavíkur niður. Þórsarar áttu góð áhlaup en þeim var jafnan svarað af krafti af gestunum. Staðan eftir þriðja leikhluta 61-68. Sömu sögu er að segja af fjórða leikhluta þar sem liðin skiptust á körfum og var fátt sem benti til þess að heimamenn myndu ná að snúa leiknum sér í vil. Þegar rétt rúm mínúta lifði leiks hafði Grindavík átta stiga forystu en þá gerðist eitthvað ótrúlegt. Hansel Atencia skoraði þriggja stiga körfu og strax í kjölfarið stal Jamal Palmer boltanum af Sigtryggi Arnari Björnsynni og minnkaði muninn niður í þrjú stig. Grindavík fór í sókn með 47 sekúndur á klukkunni og Miljan Rakic hljóp með boltann útaf. Í kjölfarið héldu Þórsarar í sókn sem lauk með sniðskoti Jamal Palmer sem rataði rétta leið og 8 sekúndur eftir af leiknum. Ingvi Þór Guðmundsson tók lokaskot gestanna utan þriggja stiga línunnar en það geigaði og raunar gerðu Þórsarar síðustu tvö stig leiksins af vítalínunni. Lokatölur 89-86 fyrir Þór. Afhverju vann Þór? Karakter og þrautseigja. Það er óhætt að segja að þessi orð hafi einkennt sveiflukennt tímabil Þórsara í Dominos deildinni í vetur og þau áttu svo sannarlega við í kvöld. Grindavík leiddi leikinn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu en síðan ekki söguna meir á lokasekúndum. Og það þrátt fyrir að hafa haldið Þórsurum í góðri fjarlægð allan leikinn. Bestu menn vallarins? Hansel Atencia var stigahæstur Þórsara með 28 stig. Pablo Hernandez gerði 14 stig ásamt því að taka 14 fráköst en Jamal Palmer var frábær á lokamínútunni sem tryggði heimamönnum sigurinn. Seth LeDay var besti maður gestanna með 28 stig og mörg glæsileg tilþrif. Klúðraði þó fjórum vítaskotum þegar mest var undir sem reyndist Grindvíkingum afar dýrkeypt. Hvað er næst? Ólíklegt er að körfubolti verði leikin hér á landi næstu vikurnar vegna samkomubanns í kjölfar útbreiðslu kórónaveirunnar. KKÍ tekur þó ekki ákvörðun um framhaldið fyrr en á morgun. Fari svo að deildin verði kláruð munu Þórsarar heimsækja KR-inga í næstu viku á meðan Grindavík fær Tindastól í heimsókn. Daníel: Hálf orðlaus Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum afar svekktur í leikslok. „Maður er hálf orðlaus. Við vissum að Þórsarar myndu aldrei hætta að berjast en samt vorum við orðnir þægilegir með þetta og farnir að verja forskotið okkar. Við fórum aðeins í dómarana þegar við fengum ekki það sem við vildum og þetta var bara asnalegt hjá okkur. Við klikkum vítaskotum á ögurstundu og það er alveg glatað. Þórsararnir gerðu vel í að sækja þetta.“ Grindavík var miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og Daníel var ósáttur með að hafa ekki náð að fylgja því betur eftir.„Ég var mest vonsvikinn með að við skyldum færa þeim sjálfstraust í fyrri hálfleiknum. Við vorum komnir einhverjum 15 stigum yfir og þá ætluðum við að fara gera hlutina með annarri hendi og það gengur aldrei í körfubolta, sérstaklega ekki þegar þú ert að berjast við lið sem er að berjast fyrir lífi sínu. Þeir gerðu það vel og við féllum sannarlega á prófinu í kvöld.“ Grindavík er, þrátt fyrir tapið í kvöld, komið með annan fótinn í úrslitakeppnina þó Þór Þorlákshöfn gæti stolið 8.sætinu. Til þess þurfa ÞorlákshafnarÞórsarar sigur í Keflavík í leik sem stendur yfir þegar þetta er skrifað. Lárus: Þetta bjargaði deginum „Mér líður rosalega vel. Miðað við allar fréttir í dag og hvernig 2020 er búið að vera bjargaði þetta í það minnsta deginum,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, í leikslok. „Það gekk mjög erfiðlega að ná að minnka forystuna. Mér fannst við spila miklu betur í síðari hálfleik. Vörnin okkar var hriplek í fyrri hálfleik en mér fannst við ná að þétta hana í síðari hálfleik en þá var Ingvi að setja niður stóra þrista fyrir þá. Við náðum aldrei að komast almennilega inn í þetta. Þetta var eiginlega bara kraftaverk í lokin. Ég held við höfum skorað 11 stig á rúmri mínútu.“ Lárus hrósaði sínu liði fyrir magnaðan karakter um leið og hann sagði ótrúlegt að finna fyrir stuðningi Þórsara í Höllinni í kvöld. „Strákarnir gáfust aldrei upp. Mér fannst bæði lið vera svolítið á hælunum í upphafi, kannski vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Menn voru búnir að vera að velta fyrir sér hvort það ætti að spila leikinn og þetta var svolítið eins og æfingaleikur í byrjun. Mér finnst ótrúlegt hvað það mættu margir og studdu við bakið á okkur. Það gerði gæfumuninn á þessum lokasekúndum,“ sagði Lárus. Þór þarf sigur gegn KR í lokaumferð deildarinnar og um leið þurfa Akureyringar að treysta á að Valur eða Þór Þorlákshöfn fái ekki fleiri stig. Óvissa ríkir hvenær og með hvaða hætti lokaumferð deildarinnar verður spiluð. „Við munum bara undirbúa okkur fyrir að spila við mjög öflugt lið KR, sennilega fyrir luktum dyrum og það er miður. Ef þú ert ekki að spila fyrir framan áhorfendur, til hvers ertu þá að spila íþróttir?“ sagði sigurreifur þjálfari Þórs að endingu.
Dominos-deild karla Þór Akureyri UMF Grindavík Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Sjá meira