Reynir Traustason nýr ritstjóri Mannlífs Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2020 15:19 Reynir Traustason hefur marga fjöruna sopið á vettvangi fjölmiðlanna, sem harðsnúinn blaðamaður og ritstjóri. Hann var hættur en snýr nú til baka. Hann segir enga leið að hætta. visir/vilhelm „Ég var náttúrlega bara hættur. Svo allt í einu rann upp fyrir mér ljós. Engin leið að hætta, eins og segir í Stuðmannalaginu. Mér hefur liðið vel, fór til fjalla, hugsaði málið í sex ár og svo er ég kominn aftur. Það er bara svoleiðis,“ segir Reynir Traustason blaðamaður sem tekur við ritstjórnartaumum á Mannlífi, vikublaði sem dreift er frítt. Auk þess sem rekinn samnefndur vefur. Útgefandi er Birtingur sem að auki gefur út tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Eigandi, sem jafnframt er útgefandi og ábyrgðarmaður, er Halldór Kristmannsson. Útgáfustjóri Mannlífs er svo Roald Evindarsson. Hólmfríður Gísladóttir hættir störfum sem fréttastjóri Mannlífs samhliða þessum breytingum. Reynir segist hafa haft í hyggju að vera rólegur og einbeita sér að öðru en svo fannst honum þetta spennandi kostur þegar hann kom upp. „Bransinn er allur í einhverri klessu. Við vitum ekkert hvernig þetta þróast. En, ég er spenntur að snúa aftur,“ sagði Reynir í samtali við Vísi í gær. Og varðist allra frétta þó hann hafi verið að gefa eitt og annað til kynna í dularfullum Facebook-færslum. „Ég þarf að fara í klippingu svo fólk verði ekki hrætt við mig. En ég geng með bros á vörð að þessu verkefni,“ sagði Reynir léttur í gær. Þetta hafi komið upp óvænt og hann ákveðið að taka þennan slag. „Lífið fer í hringi.“ Reynir er einn stofnenda Stundarinnar og á þar 14 prósenta hlut. Sonur Reynis, Jón Trausti, er ritstjóri þar ásamt Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Reynir segir að þetta verkefni eigi ekki að þurfa að rekast á við það. „Ég hef ekki skipt mér að rekstrinum í tvö ár. Ég styð þetta fólk eindregið, þau eru að gera fína hluti og það er allt í lagi. Þau eru í hagnaði sem er afrek út af fyrir sig. En, Stundin er ekki alveg minn fjölmiðill. Ég er poppaðari en svo. Stundin er flott blað en alvörugefið, ég er ekki eins alvörugefinn einstaklingur. En, meðan vel gengur er maður þögull hluthafi.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
„Ég var náttúrlega bara hættur. Svo allt í einu rann upp fyrir mér ljós. Engin leið að hætta, eins og segir í Stuðmannalaginu. Mér hefur liðið vel, fór til fjalla, hugsaði málið í sex ár og svo er ég kominn aftur. Það er bara svoleiðis,“ segir Reynir Traustason blaðamaður sem tekur við ritstjórnartaumum á Mannlífi, vikublaði sem dreift er frítt. Auk þess sem rekinn samnefndur vefur. Útgefandi er Birtingur sem að auki gefur út tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Eigandi, sem jafnframt er útgefandi og ábyrgðarmaður, er Halldór Kristmannsson. Útgáfustjóri Mannlífs er svo Roald Evindarsson. Hólmfríður Gísladóttir hættir störfum sem fréttastjóri Mannlífs samhliða þessum breytingum. Reynir segist hafa haft í hyggju að vera rólegur og einbeita sér að öðru en svo fannst honum þetta spennandi kostur þegar hann kom upp. „Bransinn er allur í einhverri klessu. Við vitum ekkert hvernig þetta þróast. En, ég er spenntur að snúa aftur,“ sagði Reynir í samtali við Vísi í gær. Og varðist allra frétta þó hann hafi verið að gefa eitt og annað til kynna í dularfullum Facebook-færslum. „Ég þarf að fara í klippingu svo fólk verði ekki hrætt við mig. En ég geng með bros á vörð að þessu verkefni,“ sagði Reynir léttur í gær. Þetta hafi komið upp óvænt og hann ákveðið að taka þennan slag. „Lífið fer í hringi.“ Reynir er einn stofnenda Stundarinnar og á þar 14 prósenta hlut. Sonur Reynis, Jón Trausti, er ritstjóri þar ásamt Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Reynir segir að þetta verkefni eigi ekki að þurfa að rekast á við það. „Ég hef ekki skipt mér að rekstrinum í tvö ár. Ég styð þetta fólk eindregið, þau eru að gera fína hluti og það er allt í lagi. Þau eru í hagnaði sem er afrek út af fyrir sig. En, Stundin er ekki alveg minn fjölmiðill. Ég er poppaðari en svo. Stundin er flott blað en alvörugefið, ég er ekki eins alvörugefinn einstaklingur. En, meðan vel gengur er maður þögull hluthafi.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira