Varði helginni í golf, móðganir og morðásakanir Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2020 12:05 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump varði helginni í að spila golf, í fyrsta sinn um nokkurt skeið, og að tísta móðgunum, lygum og alls konar dylgjum um andstæðinga sína. Meðal annars dreifði hann tístum þar sem Hillary Clinton var kölluð „gæra“, gert var grín að þyngd stjórnmálakonu frá Georgíu og gert var grín að útliti Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Þá tísti hann ítrekað ásökunum um að fyrrverandi þingmaður og núverandi þáttastjórnandi sem honum er illa við, hafi framið morð á árum áður. Í gær sagði Trump að þeim fækkaði um allt landið sem hefðu smitast af Covid-19. Það er ekki rétt. Nýjum tilfellum fer fækkandi víða, á stöðum eins og New York, þar sem faraldurinn hófst snemma, og vegna þessarar fækkunar hefur tilfellum heilt yfir fækkað á landsvísu. Víða um Bandaríkin fer smituðum þó fjölgandi og þá sérstaklega á strjálbýlum svæðum þar sem dauðsföllum hefur sömuleiðis fjölgað verulega. Cases, numbers and deaths are going down all over the Country!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 24, 2020 Trump endurbirti mörg tíst stuðningsmanns síns á tiltölulega skömmum tíma í gær. Þar fór John K. Stahl, sem gerði misheppnaða tilraun til að komast á þing fyrir Repúblikanaflokkinn árið 2012, hörðum orðum um ýmsa andstæðinga Trump og laug um póstatkvæði. Hann hæddist einnig að útlit Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og hæddist að þyngd stjórnmálakonunnar Stacey Abrams, sem er meðal þeirra sem Joe Biden er að íhuga sem varaforsetaframbjóðendur. Hann endurtísti einnig tísti þar sem Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump árið 2016, var kölluð gæra en það virðist hafa verið fjarlægt. Þá tísti Trump aftur ásökunum um að þáttastjórnandinn Joe Scarborough hafi framið morð. Hann hefur reyndar gert það áður, árið 2017, en ekkert er til í þeim ásökunum. A lot of interest in this story about Psycho Joe Scarborough. So a young marathon runner just happened to faint in his office, hit her head on his desk, & die? I would think there is a lot more to this story than that? An affair? What about the so-called investigator? Read story! https://t.co/CjBXBXxoNS— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 24, 2020 Aðstoðarkona Scarsborough fannst látin á skrifstofu hans árið 2001. Rannsókn leiddi í ljós að hún var með óeðlilegan hjartslátt og hafði misst meðvitund. Þegar hún féll sló hún höfðinu í borð og dó þess vegna. Trump hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að sýna föllnum hermönnum ekki virðingu um helgina en í dag er svokallaður minningardagur þar sem Bandaríkjamenn hylla fallna hermönnum landsins. Trump mun þó taka þátt í minningarathöfn Í Baltimore í dag, gegn vilja borgarstjóra borgarinnar. Golfspilun Trump á bæði laugardag og sunnudag hefur vakið þónokkra athygli og sérstaklega með tilliti til þess að hann gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, harðlega fyrir að spila golf þegar tveir Bandaríkjamenn höfðu greinst með ebólu árið 2014. Nú hafa nærri því minnst hundrað þúsund manns dáið vegna Covid-19 og faraldur nýju kórónuveirunnar hefur leikið Bandaríkin grátt. Framboð Joe Biden gaf út auglýsingu í gær þar sem Trump var gagnrýndur fyrir að spila golf um helgina og brást hann reiður við. Trump sagði þetta í fyrsta sinn sem hann spilaði golf í tæpa þrjá mánuði og sagði það vera líkamsrækt. Því næst gagnrýndi hann Biden, sem var varaforseti Obama, og Obama sjálfan. Sagði hann forvera sinn hafa alltaf verið að spila golf og ferðast oft til Hawaii til að spila golf, með tilheyrandi mengun. Trump hefur varið fleiri dögum á golfvöllum sínum á rúmum þremur árum en Obama gerði á sama tíma. Alls hefur Trump varið 251 degi á einhverjum af golfvöllum sínum og hefur verið staðfest að hann hafi spilað golf minnst 119 sinnum, samkvæmt Trumpgolfcount.com, sem byggir á fréttum af ferðum forsetans frá þeim blaðamönnum sem fylgja honum. Þá hafa fregnir borist af því að Trump hafi reynt að forðast það að blaðamenn kæmust að því að hann væri að spila golf. Obama spilaði golf rúmlega 330 sinnum á átta árum. Meirihluta hringa spilaði hann á völlum á herstöðvum í grennd við Washington DC sem hann ferðaðist til með þyrlu. Trump hefur ávallt ferðast til eigin golfvalla og jafnval langar leiðir, eins og til Flórída. ...vacationing, relaxing & making shady deals with other countries, & that Barack was always playing golf, doing much of his traveling in a fume spewing 747 to play golf in Hawaii - Once even teeing off immediately after announcing the gruesome death of a great young man by ISIS!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 25, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Donald Trump varði helginni í að spila golf, í fyrsta sinn um nokkurt skeið, og að tísta móðgunum, lygum og alls konar dylgjum um andstæðinga sína. Meðal annars dreifði hann tístum þar sem Hillary Clinton var kölluð „gæra“, gert var grín að þyngd stjórnmálakonu frá Georgíu og gert var grín að útliti Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Þá tísti hann ítrekað ásökunum um að fyrrverandi þingmaður og núverandi þáttastjórnandi sem honum er illa við, hafi framið morð á árum áður. Í gær sagði Trump að þeim fækkaði um allt landið sem hefðu smitast af Covid-19. Það er ekki rétt. Nýjum tilfellum fer fækkandi víða, á stöðum eins og New York, þar sem faraldurinn hófst snemma, og vegna þessarar fækkunar hefur tilfellum heilt yfir fækkað á landsvísu. Víða um Bandaríkin fer smituðum þó fjölgandi og þá sérstaklega á strjálbýlum svæðum þar sem dauðsföllum hefur sömuleiðis fjölgað verulega. Cases, numbers and deaths are going down all over the Country!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 24, 2020 Trump endurbirti mörg tíst stuðningsmanns síns á tiltölulega skömmum tíma í gær. Þar fór John K. Stahl, sem gerði misheppnaða tilraun til að komast á þing fyrir Repúblikanaflokkinn árið 2012, hörðum orðum um ýmsa andstæðinga Trump og laug um póstatkvæði. Hann hæddist einnig að útlit Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og hæddist að þyngd stjórnmálakonunnar Stacey Abrams, sem er meðal þeirra sem Joe Biden er að íhuga sem varaforsetaframbjóðendur. Hann endurtísti einnig tísti þar sem Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump árið 2016, var kölluð gæra en það virðist hafa verið fjarlægt. Þá tísti Trump aftur ásökunum um að þáttastjórnandinn Joe Scarborough hafi framið morð. Hann hefur reyndar gert það áður, árið 2017, en ekkert er til í þeim ásökunum. A lot of interest in this story about Psycho Joe Scarborough. So a young marathon runner just happened to faint in his office, hit her head on his desk, & die? I would think there is a lot more to this story than that? An affair? What about the so-called investigator? Read story! https://t.co/CjBXBXxoNS— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 24, 2020 Aðstoðarkona Scarsborough fannst látin á skrifstofu hans árið 2001. Rannsókn leiddi í ljós að hún var með óeðlilegan hjartslátt og hafði misst meðvitund. Þegar hún féll sló hún höfðinu í borð og dó þess vegna. Trump hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að sýna föllnum hermönnum ekki virðingu um helgina en í dag er svokallaður minningardagur þar sem Bandaríkjamenn hylla fallna hermönnum landsins. Trump mun þó taka þátt í minningarathöfn Í Baltimore í dag, gegn vilja borgarstjóra borgarinnar. Golfspilun Trump á bæði laugardag og sunnudag hefur vakið þónokkra athygli og sérstaklega með tilliti til þess að hann gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, harðlega fyrir að spila golf þegar tveir Bandaríkjamenn höfðu greinst með ebólu árið 2014. Nú hafa nærri því minnst hundrað þúsund manns dáið vegna Covid-19 og faraldur nýju kórónuveirunnar hefur leikið Bandaríkin grátt. Framboð Joe Biden gaf út auglýsingu í gær þar sem Trump var gagnrýndur fyrir að spila golf um helgina og brást hann reiður við. Trump sagði þetta í fyrsta sinn sem hann spilaði golf í tæpa þrjá mánuði og sagði það vera líkamsrækt. Því næst gagnrýndi hann Biden, sem var varaforseti Obama, og Obama sjálfan. Sagði hann forvera sinn hafa alltaf verið að spila golf og ferðast oft til Hawaii til að spila golf, með tilheyrandi mengun. Trump hefur varið fleiri dögum á golfvöllum sínum á rúmum þremur árum en Obama gerði á sama tíma. Alls hefur Trump varið 251 degi á einhverjum af golfvöllum sínum og hefur verið staðfest að hann hafi spilað golf minnst 119 sinnum, samkvæmt Trumpgolfcount.com, sem byggir á fréttum af ferðum forsetans frá þeim blaðamönnum sem fylgja honum. Þá hafa fregnir borist af því að Trump hafi reynt að forðast það að blaðamenn kæmust að því að hann væri að spila golf. Obama spilaði golf rúmlega 330 sinnum á átta árum. Meirihluta hringa spilaði hann á völlum á herstöðvum í grennd við Washington DC sem hann ferðaðist til með þyrlu. Trump hefur ávallt ferðast til eigin golfvalla og jafnval langar leiðir, eins og til Flórída. ...vacationing, relaxing & making shady deals with other countries, & that Barack was always playing golf, doing much of his traveling in a fume spewing 747 to play golf in Hawaii - Once even teeing off immediately after announcing the gruesome death of a great young man by ISIS!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 25, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira