„Við erum ekki að reyna að hafa lokað“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2020 15:47 Frá aðstöðunni við ylströndina í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm Ylströndin í Nauthólsvík er enn lokuð þó svo að takmörkunum á baðstöðum hafi verið aflétt að hluta. Á meðan sundlaugar voru opnaðar í síðustu viku var ekki hægt að fara í sturtuklefa ylstrandarinnar né að demba sér í pottinn eftir sjósund. Þótti það einkennilegt, sér í lagi í ljósi þess að samskonar pottur á Akranesi, sem kallast Guðlaug, var opinn. Frá borginni fengust þau svör að um tilmæli frá sóttvarnalækni væri að ræða og að aðstaðan við ströndina yrði líkast til opnuð á mánudeginum, sem rann upp í dag en ekkert varð af opnuninni. Svörin frá borginni voru á þá leið að nándin væri of mikil í sturtuklefunum og enginn klór í pottinum. Sem aftur, þótti einkennilegt í ljósi fyrrgreindra ástæðna. Óttar Hrafnkelsson, deildarstjóri ylstrandarinnar í Nauthólsvík, segir ástæðuna fyrir lokun baðstaðarins einfalda og ekki varða tilmæli sóttvarnalæknis. Málið snúist um það að hann hafi ekki starfsfólk til að standa vaktina. Á ylströndinni sé starfsfólkið ekki fastráðið heldur ráðið tímabundið til að sinna eftirliti og viðhaldi. Í mars var ylströndinni lokað vegna tilmæla sóttvarnalæknis og ekki fyrirséð hvenær hægt yrði að leyfa gestum hennar að nýta sér sturtuklefana og pottinn. Þegar sóttvarnalæknir tilkynnti 4. maí að hann hefði mælst til þess við heilbrigðisráðherra að sundlaugar mættu opna 18. maí, reyndist of skammur tími til að manna stöður í Nauthólsvíkinni. Aðstandendur hennar unnu út frá því að hægt yrði í fyrsta lagi að opna ströndina í kringum 15. júní, því hafi verið gerðir samningar við starfsfólk um að hefja störf í júní. Óttar segir að stefnt sé að opnun aðstöðunnar í Nauthólsvík fyrir helgi, verið sé að undirbúa starfsfólk til að taka þar til starfa, meðal annars þarf það að undirgangast skyndihjálparnámskeið. „Við erum ekki að reyna að hafa lokað,“ segir Óttar í samtali við Vísi. Þegar aðstaðan verður opnuð, vonandi fyrir helgina, þá taki sumaropnun gildi, sem þýðir að opið verður alla daga frá tíu á morgnanna til sjö á kvöldin. Sundlaugar Heilsa Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Ylströndin í Nauthólsvík er enn lokuð þó svo að takmörkunum á baðstöðum hafi verið aflétt að hluta. Á meðan sundlaugar voru opnaðar í síðustu viku var ekki hægt að fara í sturtuklefa ylstrandarinnar né að demba sér í pottinn eftir sjósund. Þótti það einkennilegt, sér í lagi í ljósi þess að samskonar pottur á Akranesi, sem kallast Guðlaug, var opinn. Frá borginni fengust þau svör að um tilmæli frá sóttvarnalækni væri að ræða og að aðstaðan við ströndina yrði líkast til opnuð á mánudeginum, sem rann upp í dag en ekkert varð af opnuninni. Svörin frá borginni voru á þá leið að nándin væri of mikil í sturtuklefunum og enginn klór í pottinum. Sem aftur, þótti einkennilegt í ljósi fyrrgreindra ástæðna. Óttar Hrafnkelsson, deildarstjóri ylstrandarinnar í Nauthólsvík, segir ástæðuna fyrir lokun baðstaðarins einfalda og ekki varða tilmæli sóttvarnalæknis. Málið snúist um það að hann hafi ekki starfsfólk til að standa vaktina. Á ylströndinni sé starfsfólkið ekki fastráðið heldur ráðið tímabundið til að sinna eftirliti og viðhaldi. Í mars var ylströndinni lokað vegna tilmæla sóttvarnalæknis og ekki fyrirséð hvenær hægt yrði að leyfa gestum hennar að nýta sér sturtuklefana og pottinn. Þegar sóttvarnalæknir tilkynnti 4. maí að hann hefði mælst til þess við heilbrigðisráðherra að sundlaugar mættu opna 18. maí, reyndist of skammur tími til að manna stöður í Nauthólsvíkinni. Aðstandendur hennar unnu út frá því að hægt yrði í fyrsta lagi að opna ströndina í kringum 15. júní, því hafi verið gerðir samningar við starfsfólk um að hefja störf í júní. Óttar segir að stefnt sé að opnun aðstöðunnar í Nauthólsvík fyrir helgi, verið sé að undirbúa starfsfólk til að taka þar til starfa, meðal annars þarf það að undirgangast skyndihjálparnámskeið. „Við erum ekki að reyna að hafa lokað,“ segir Óttar í samtali við Vísi. Þegar aðstaðan verður opnuð, vonandi fyrir helgina, þá taki sumaropnun gildi, sem þýðir að opið verður alla daga frá tíu á morgnanna til sjö á kvöldin.
Sundlaugar Heilsa Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira