Jimmy Fallon biðst innilegrar afsökunar á 20 ára gömlum skets Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2020 08:58 Jimmy Fallon í gervi Chris Rock í sjónvarpsþættinum SNL árið 2000. Skjáskot Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon baðst í gær afsökunar á því að hafa brugðið sér í svokallað „blackface“-gervi í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live, hvar hann var leikari um árabil, árið 2000. Myndband af umræddu atriði gekk í endurnýjun lífdaga á samfélagsmiðlum á mánudag og í kjölfarið kölluðu margir eftir því að Fallon segði af sér sem stjórnandi spjallþáttarins Tonight Show. Í atriðinu bregður Fallon sér í gervi Chris Rock, grínista og meðleikara hans í þáttunum á sínum tíma, og hefur látið dekkja talsvert á sér húðina til að líkjast Rock, sem er svartur. Slíkt er iðulega kallað „blackface“, þ.e. þegar hvítt fólk málar sig dökkt til að líkjast svörtu fólki, og þykir athæfið grundvallast á kynþáttafordómum. Það á sér einkum langa sögu í Bandaríkjunum. Hluta úr umræddu atriði má sjá hér að neðan. Jimmy Fallon Blackface,,, pic.twitter.com/jwr0OiNxfE— BrokenVolume (@BrokenVolume) February 9, 2019 Fallon birti í kjölfarið yfirlýsingu á Twitter-reikningi sínum í gær og baðst afsökunar á hinu 20 ára gamla innslagi. „Árið 2000, þegar ég var í SNL, tók ég þá hræðilegu ákvörðun að herma eftir Chris Rock, í „blackface“. Það er ekki hægt að afsaka þetta. Mér þykir mjög fyrir því að hafa tekið þessa óumdeilanlega særandi ákvörðun og þakka ykkur öllum fyrir að gera mig ábyrgan fyrir henni,“ skrifaði Fallon á Twitter. In 2000, while on SNL, I made a terrible decision to do an impersonation of Chris Rock while in blackface. There is no excuse for this. I am very sorry for making this unquestionably offensive decision and thank all of you for holding me accountable.— jimmy fallon (@jimmyfallon) May 26, 2020 Fyrsti þáttur SNL var frumsýndur árið 1975 og í gegnum tíðina hafa hvítir leikarar þáttarins margir brugðið sér í gervi svartra, oft með því að dekkja á sér húðina líkt og Fallon í umræddu atriði. Þá hefur jafnframt verið bent á í kjölfar málsins nú að aðrir grínistar, til dæmis spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel, hafi einnig stigið á stokk í „blackface“. Þá er orðið frægt þegar gamlar myndir af Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada með svartmálað andlit fóru í dreifingu í fyrra. Trudeau baðst afsökunar á athæfinu. Þá hafa sambærileg mál komið upp hér á landi. Rapparinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, gagnrýndi til að mynda hljómsveitina The Hefners sumarið 2018 fyrir að klæðast „blackface“-gervi á tónleikum á Mærudögum á Húsavík. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Brandarar fyrir tómum sölum frá og með næstu viku Nokkrir af vinsælustu spjallþáttunum í Bandaríkjunum munu á næstunni ekki vera með neina áhorfendur í sal. Er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 07:52 Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30 Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon baðst í gær afsökunar á því að hafa brugðið sér í svokallað „blackface“-gervi í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live, hvar hann var leikari um árabil, árið 2000. Myndband af umræddu atriði gekk í endurnýjun lífdaga á samfélagsmiðlum á mánudag og í kjölfarið kölluðu margir eftir því að Fallon segði af sér sem stjórnandi spjallþáttarins Tonight Show. Í atriðinu bregður Fallon sér í gervi Chris Rock, grínista og meðleikara hans í þáttunum á sínum tíma, og hefur látið dekkja talsvert á sér húðina til að líkjast Rock, sem er svartur. Slíkt er iðulega kallað „blackface“, þ.e. þegar hvítt fólk málar sig dökkt til að líkjast svörtu fólki, og þykir athæfið grundvallast á kynþáttafordómum. Það á sér einkum langa sögu í Bandaríkjunum. Hluta úr umræddu atriði má sjá hér að neðan. Jimmy Fallon Blackface,,, pic.twitter.com/jwr0OiNxfE— BrokenVolume (@BrokenVolume) February 9, 2019 Fallon birti í kjölfarið yfirlýsingu á Twitter-reikningi sínum í gær og baðst afsökunar á hinu 20 ára gamla innslagi. „Árið 2000, þegar ég var í SNL, tók ég þá hræðilegu ákvörðun að herma eftir Chris Rock, í „blackface“. Það er ekki hægt að afsaka þetta. Mér þykir mjög fyrir því að hafa tekið þessa óumdeilanlega særandi ákvörðun og þakka ykkur öllum fyrir að gera mig ábyrgan fyrir henni,“ skrifaði Fallon á Twitter. In 2000, while on SNL, I made a terrible decision to do an impersonation of Chris Rock while in blackface. There is no excuse for this. I am very sorry for making this unquestionably offensive decision and thank all of you for holding me accountable.— jimmy fallon (@jimmyfallon) May 26, 2020 Fyrsti þáttur SNL var frumsýndur árið 1975 og í gegnum tíðina hafa hvítir leikarar þáttarins margir brugðið sér í gervi svartra, oft með því að dekkja á sér húðina líkt og Fallon í umræddu atriði. Þá hefur jafnframt verið bent á í kjölfar málsins nú að aðrir grínistar, til dæmis spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel, hafi einnig stigið á stokk í „blackface“. Þá er orðið frægt þegar gamlar myndir af Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada með svartmálað andlit fóru í dreifingu í fyrra. Trudeau baðst afsökunar á athæfinu. Þá hafa sambærileg mál komið upp hér á landi. Rapparinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, gagnrýndi til að mynda hljómsveitina The Hefners sumarið 2018 fyrir að klæðast „blackface“-gervi á tónleikum á Mærudögum á Húsavík.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Brandarar fyrir tómum sölum frá og með næstu viku Nokkrir af vinsælustu spjallþáttunum í Bandaríkjunum munu á næstunni ekki vera með neina áhorfendur í sal. Er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 07:52 Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30 Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Brandarar fyrir tómum sölum frá og með næstu viku Nokkrir af vinsælustu spjallþáttunum í Bandaríkjunum munu á næstunni ekki vera með neina áhorfendur í sal. Er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 07:52
Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30