Trump hunsaði óskir ekkils um frið fyrir samsæriskenningum Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2020 11:25 Ekkert bendir til þess að Trump Bandaríkjaforseti ætli að hætta að dreifa fölskum ásökunum um dauða ungrar konu fyrir tuttugu árum þrátt fyrir að ekkill hennar hafi beðið Twitter um að fjarlægja tíst forsetans. Vísir/EPA Óskir ekkils konu sem lést af slysförum fyrir tveimur áratugum um að Donald Trump hætti að dreifa samsæriskenningum um dauða hennar féllu á dauf eyru hjá Bandaríkjaforseta, framboði hans og blaðafulltrúa Hvíta hússins í gær. Twitter bað fjölskyldu konunnar afsökunar í gær en hafnaði því að fjarlægja tíst forsetans þar sem hann fabúlerar um að pólitískur andstæðingur sinn hafi í raun myrt hana. Trump hefur af vaxandi ákafa haldið frammi stoðlausri samsæriskenningu um að Joe Scarborough, fyrrverandi þingmaður og núverandi þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni MSNBC, hafi í raun myrt Lori Kaye Klausutis árið 2001. Scarborough hefur verið gagnrýninn á störf Trump sem hefur brugðist við með því að væna þáttastjórnandann um morð og kalla hann „geðsjúkan“. Klausutis var starfsmaður Scarborough þegar hann var þingmaður á Bandaríkjaþingi. Hún fannst látin á skrifstofu hans á Flórída eftir að hún hneig niður og rak höfuðið í skrifborð. Réttarmeinarannsókn leiddi í ljós að Klausutis hafði þjáðst af gáttatifi án þess að vita það sem leiddi til þess að það leið yfir hana. Scarborough var staddur í Washington-borg, á annað þúsund kílómetra í burtu, þegar Klausitis lést. Þrátt fyrir þetta hefur Trump endurtekið gefið sterklega í skyn að Scarborough hafi átt þátt í dauða Klausutis og að þau hafi jafnvel átt í leynilegu ástarsambandi. Klausutis var gift og Scarborough giftist ekki löngu eftir dauða hennar. Forsetinn tísti meðal annars á dögunum um að margir teldu að Scarborough hefði komist upp með morð. Joe Scarborough hefur gagnrýnt störf og persónu Trump harðlega í sjónvarpsþætti sínum. Fyrir vikið hefur hann setið undir ásökunum Trump um að hann kunni að hafa myrt starfsmann sinn fyrir tuttugu árum.Vísir/EPA Gerði lítið úr bréfi eiginmannsins Timothy Klausutis, ekkill Lori Kaye, skrifaði Jack Dorsey, forstjóra Twitter, bréf í síðustu viku þar sem hann fór fram á að tíst Trump um dauða eiginkonu sinnar yrðu fjarlægð á þeim forsendum að þau stríddu gegn notendaskilmálum Twitter. Hélt hann því fram að Trump spillti minningu eiginkonu sinnar í pólitískum tilgangi. Bæði hann og fjölskylda Klausutis hefði lengi mátt þola innihaldslausar vangaveltur og samsæriskenningar um dauða hennar. Twitter lýsti samúð með fjölskyldu Klausutis í yfirlýsingu í gær en sagðist ekki ætla að fjarlægja tíst Bandaríkjaforseta. Þess í stað ynni samfélagsmiðillinn að stefnubreytingu sem gæti auðveldað honum að taka á slíkum málum í framtíðinni. Trump sýndi sjálfur enga iðrun þegar hann var spurður hvers vegna hann héldi áfram að dreifa stoðlausum samsæriskenningum um dauða Klausutis í gær. „Þetta eru sannarlega mjög grunsamlegar aðstæður, mjög dapurlegar, mjög dapurlegar og mjög grunsamlegar. Og ég vona að einhver komist til botns í því. Það væri mjög góður hlutur. Eins og þið vitið er enginn fyrningarfrestur. Þannig að það væri mjög góður hlutur að gera,“ sagði forsetinn við blaðamenn við Hvíta húsið. Játti Trump því að hafa séð bréf Timothy Klausutis en „ég er viss um að á endanum vilji þau komast til í botns í þessu“. Framboðið og blaðafulltrúinn mögnuðu upp ásakanirnar Þegar Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, var spurð út í rakalausar ásakanir Trump um dauða Klausutis vísaði hún í tíst Trump fyrr um daginn þar sem hann bar því við að hann hefði ekki persónulega búið til samsæriskenninguna um að Scarborough hefði myrt starfsmann sinn. Bæði Trump og McEnany sökuðu Scarborough jafnframt um að hafa hent gaman að dauða Klausutis í útvarpsviðtali árið 2003. Mika Brzezinski, eiginkona Scarborough og meðstjórnandi sjónvarpsþáttar hans, sakaði McEnany um lygar. Það hafi verið spyrillinn í útvarpsþættinum sem hafi sagt kaldranalegan brandara um dauða Klausutis sem Scarborough hafi reynt að skauta fram hjá, að því er segir í frétt Washington Post. „Engin lygi getur falið heiftúð Donalds Trump,“ tísti Brzezinski. Engu að síður dreifði forsetaframboð Trump klippu af útvarpsviðtalinu á samfélagsmiðlum sínum í gær. Hvatti framboðið þar til þess að rannsókn yrði hafin á dauða Klausutis og Scarborough. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa setið nær algerlega hljóðir undir stoðlausum morðásökunum Trump forseta. Adam Kinzinger, fulltrúadeildarþingmaður flokksins frá Illinois, var undantekningin þegar hann hvatti Trump til þess að „hætta að skapa vænisýki“ og varaði við því að svo sundrandi framkoma ætti eftir að verða þeim að falli. Trump og framboðið hömuðust gegn Twitter eftir að fyrirtækið merkti í fyrsta skipti tíst forsetans fyrir staðreyndavöktun í gær. Tístin innihéldu falskar fullyrðingar Trump um tengsl á milli póstatkvæða og kosningasvindls. Bandarískir íhaldsmenn hafa lengi haldið því fram að samfélagsmiðlafyrirtæki séu hlutdræg gegn þeim. Trump hefur ýjað að því að hann gæti gripið til aðgerða gegn fyrirtækjunum vegna þeirrar meintu slagsíðu. Engu að síður hefur Twitter fram að þessu veigrað sér við að aðhafast nokkuð vegna tísta Trump, jafnvel þegar þau virðast brjóta skilmála fyrirtækisins. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biður Twitter um að fjarlægja morðsamsærisóra Trump Ekkill starfsmanns bandarísks fyrrverandi þingmanns sem Donald Trump forseta er í nöp við hefur beðið forstjóra Twitter um að fjarlægja tíst forsetans með samsæriskenningum um dauða konu sinnar. Trump forseti hefur ítrekað slengt fram rakalausum samsæriskenningum sem ýja að því að fyrrverandi þingmaðurinn hafi myrt konuna. 26. maí 2020 13:55 Twitter merkir tíst Trump sem misvísandi Um er að ræða tvö tíst sem snúast um kjörseðla sem sendir eru heim til fólks. 26. maí 2020 23:50 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Óskir ekkils konu sem lést af slysförum fyrir tveimur áratugum um að Donald Trump hætti að dreifa samsæriskenningum um dauða hennar féllu á dauf eyru hjá Bandaríkjaforseta, framboði hans og blaðafulltrúa Hvíta hússins í gær. Twitter bað fjölskyldu konunnar afsökunar í gær en hafnaði því að fjarlægja tíst forsetans þar sem hann fabúlerar um að pólitískur andstæðingur sinn hafi í raun myrt hana. Trump hefur af vaxandi ákafa haldið frammi stoðlausri samsæriskenningu um að Joe Scarborough, fyrrverandi þingmaður og núverandi þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni MSNBC, hafi í raun myrt Lori Kaye Klausutis árið 2001. Scarborough hefur verið gagnrýninn á störf Trump sem hefur brugðist við með því að væna þáttastjórnandann um morð og kalla hann „geðsjúkan“. Klausutis var starfsmaður Scarborough þegar hann var þingmaður á Bandaríkjaþingi. Hún fannst látin á skrifstofu hans á Flórída eftir að hún hneig niður og rak höfuðið í skrifborð. Réttarmeinarannsókn leiddi í ljós að Klausutis hafði þjáðst af gáttatifi án þess að vita það sem leiddi til þess að það leið yfir hana. Scarborough var staddur í Washington-borg, á annað þúsund kílómetra í burtu, þegar Klausitis lést. Þrátt fyrir þetta hefur Trump endurtekið gefið sterklega í skyn að Scarborough hafi átt þátt í dauða Klausutis og að þau hafi jafnvel átt í leynilegu ástarsambandi. Klausutis var gift og Scarborough giftist ekki löngu eftir dauða hennar. Forsetinn tísti meðal annars á dögunum um að margir teldu að Scarborough hefði komist upp með morð. Joe Scarborough hefur gagnrýnt störf og persónu Trump harðlega í sjónvarpsþætti sínum. Fyrir vikið hefur hann setið undir ásökunum Trump um að hann kunni að hafa myrt starfsmann sinn fyrir tuttugu árum.Vísir/EPA Gerði lítið úr bréfi eiginmannsins Timothy Klausutis, ekkill Lori Kaye, skrifaði Jack Dorsey, forstjóra Twitter, bréf í síðustu viku þar sem hann fór fram á að tíst Trump um dauða eiginkonu sinnar yrðu fjarlægð á þeim forsendum að þau stríddu gegn notendaskilmálum Twitter. Hélt hann því fram að Trump spillti minningu eiginkonu sinnar í pólitískum tilgangi. Bæði hann og fjölskylda Klausutis hefði lengi mátt þola innihaldslausar vangaveltur og samsæriskenningar um dauða hennar. Twitter lýsti samúð með fjölskyldu Klausutis í yfirlýsingu í gær en sagðist ekki ætla að fjarlægja tíst Bandaríkjaforseta. Þess í stað ynni samfélagsmiðillinn að stefnubreytingu sem gæti auðveldað honum að taka á slíkum málum í framtíðinni. Trump sýndi sjálfur enga iðrun þegar hann var spurður hvers vegna hann héldi áfram að dreifa stoðlausum samsæriskenningum um dauða Klausutis í gær. „Þetta eru sannarlega mjög grunsamlegar aðstæður, mjög dapurlegar, mjög dapurlegar og mjög grunsamlegar. Og ég vona að einhver komist til botns í því. Það væri mjög góður hlutur. Eins og þið vitið er enginn fyrningarfrestur. Þannig að það væri mjög góður hlutur að gera,“ sagði forsetinn við blaðamenn við Hvíta húsið. Játti Trump því að hafa séð bréf Timothy Klausutis en „ég er viss um að á endanum vilji þau komast til í botns í þessu“. Framboðið og blaðafulltrúinn mögnuðu upp ásakanirnar Þegar Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, var spurð út í rakalausar ásakanir Trump um dauða Klausutis vísaði hún í tíst Trump fyrr um daginn þar sem hann bar því við að hann hefði ekki persónulega búið til samsæriskenninguna um að Scarborough hefði myrt starfsmann sinn. Bæði Trump og McEnany sökuðu Scarborough jafnframt um að hafa hent gaman að dauða Klausutis í útvarpsviðtali árið 2003. Mika Brzezinski, eiginkona Scarborough og meðstjórnandi sjónvarpsþáttar hans, sakaði McEnany um lygar. Það hafi verið spyrillinn í útvarpsþættinum sem hafi sagt kaldranalegan brandara um dauða Klausutis sem Scarborough hafi reynt að skauta fram hjá, að því er segir í frétt Washington Post. „Engin lygi getur falið heiftúð Donalds Trump,“ tísti Brzezinski. Engu að síður dreifði forsetaframboð Trump klippu af útvarpsviðtalinu á samfélagsmiðlum sínum í gær. Hvatti framboðið þar til þess að rannsókn yrði hafin á dauða Klausutis og Scarborough. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa setið nær algerlega hljóðir undir stoðlausum morðásökunum Trump forseta. Adam Kinzinger, fulltrúadeildarþingmaður flokksins frá Illinois, var undantekningin þegar hann hvatti Trump til þess að „hætta að skapa vænisýki“ og varaði við því að svo sundrandi framkoma ætti eftir að verða þeim að falli. Trump og framboðið hömuðust gegn Twitter eftir að fyrirtækið merkti í fyrsta skipti tíst forsetans fyrir staðreyndavöktun í gær. Tístin innihéldu falskar fullyrðingar Trump um tengsl á milli póstatkvæða og kosningasvindls. Bandarískir íhaldsmenn hafa lengi haldið því fram að samfélagsmiðlafyrirtæki séu hlutdræg gegn þeim. Trump hefur ýjað að því að hann gæti gripið til aðgerða gegn fyrirtækjunum vegna þeirrar meintu slagsíðu. Engu að síður hefur Twitter fram að þessu veigrað sér við að aðhafast nokkuð vegna tísta Trump, jafnvel þegar þau virðast brjóta skilmála fyrirtækisins.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biður Twitter um að fjarlægja morðsamsærisóra Trump Ekkill starfsmanns bandarísks fyrrverandi þingmanns sem Donald Trump forseta er í nöp við hefur beðið forstjóra Twitter um að fjarlægja tíst forsetans með samsæriskenningum um dauða konu sinnar. Trump forseti hefur ítrekað slengt fram rakalausum samsæriskenningum sem ýja að því að fyrrverandi þingmaðurinn hafi myrt konuna. 26. maí 2020 13:55 Twitter merkir tíst Trump sem misvísandi Um er að ræða tvö tíst sem snúast um kjörseðla sem sendir eru heim til fólks. 26. maí 2020 23:50 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Biður Twitter um að fjarlægja morðsamsærisóra Trump Ekkill starfsmanns bandarísks fyrrverandi þingmanns sem Donald Trump forseta er í nöp við hefur beðið forstjóra Twitter um að fjarlægja tíst forsetans með samsæriskenningum um dauða konu sinnar. Trump forseti hefur ítrekað slengt fram rakalausum samsæriskenningum sem ýja að því að fyrrverandi þingmaðurinn hafi myrt konuna. 26. maí 2020 13:55
Twitter merkir tíst Trump sem misvísandi Um er að ræða tvö tíst sem snúast um kjörseðla sem sendir eru heim til fólks. 26. maí 2020 23:50