Vonar að Svandís biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 11:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar á því að hafa gleymt að minnast á það í þakkarræðu sinni vegna kórónuveirunnar nú í byrjun vikunnar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var harðorður í garð Svandísar og heilbrigðisráðuneytisins í viðtali í Kastljósi í gær. Hann sagði að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni við landamærin, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra ætti það jafnframt til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“. Þá minntist Kári sérstaklega á að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna veirunnar á mánudag hefði Svandís þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Svandís vildi ekki veita viðtal vegna ummæla Kára þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Þá mætti Kári sjálfur til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðinu nú á tólfta tímanum í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Ótrúlegt að ekki hafi hvarflað að ráðherra að tala við Kára Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ræddi Kastljós-viðtalið við Kára í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Kári er auðvitað afskaplega litríkur maður, svo ekki sé sterkara að orði kveðið,“ sagði Helga Vala. Það sem henni fyndist hafa staðið upp úr eftir viðtalið væri tvennt. „Það er hvorki það að hann hafi sagt að heilbrigðisráðherra væri sérstaklega hrokafull, né í rauninni það að starfsfólkinu hafi verið þakkað. Heldur finnst mér í rauninni alveg ótrúlegt að í þessari vinnu sem nú er og stendur fyrir dyrum varðandi opnun landsins þá hafi ekki hvarflað að hvorki heilbrigðisráðherra né starfsfólkinu í heilbrigðisráðuneytinu og þessum vinnuhópi sem var skipaður fyrir tveimur vikum, […] að engum skyldi detta í hug að tala við Kára Stefánsson. Það finnst mér í raun alveg með ólíkindum.“ Þá kvaðst Helga Vala geta tekið undir ummæli Kára um hrokann í ráðherra og ráðuneytinu. Hún benti á að góðs árangurs Íslands í baráttunni við veiruna nyti ekki við ef íslensk erfðagreining hefði ekki tekið að sér sýnatöku. „Og það að gleyma því í þakkarræðu, það getur gerst, og þá hefði auðvitað heilbrigðisráðherra átta að bregðast við strax í gærkvöldi og biðja starfsfólkið afsökunar. Og ég vona að hún geri það. Ég vona það. En að gleyma að tala við slíkan lykilaðila á þessum tímapunkti þegar er verið að tala um að opna landið og skima. Það finnst mér alveg ótrúlega sérstakt,“ sagði Helga Vala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bítið Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar á því að hafa gleymt að minnast á það í þakkarræðu sinni vegna kórónuveirunnar nú í byrjun vikunnar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var harðorður í garð Svandísar og heilbrigðisráðuneytisins í viðtali í Kastljósi í gær. Hann sagði að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni við landamærin, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra ætti það jafnframt til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“. Þá minntist Kári sérstaklega á að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna veirunnar á mánudag hefði Svandís þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Svandís vildi ekki veita viðtal vegna ummæla Kára þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Þá mætti Kári sjálfur til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðinu nú á tólfta tímanum í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Ótrúlegt að ekki hafi hvarflað að ráðherra að tala við Kára Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ræddi Kastljós-viðtalið við Kára í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Kári er auðvitað afskaplega litríkur maður, svo ekki sé sterkara að orði kveðið,“ sagði Helga Vala. Það sem henni fyndist hafa staðið upp úr eftir viðtalið væri tvennt. „Það er hvorki það að hann hafi sagt að heilbrigðisráðherra væri sérstaklega hrokafull, né í rauninni það að starfsfólkinu hafi verið þakkað. Heldur finnst mér í rauninni alveg ótrúlegt að í þessari vinnu sem nú er og stendur fyrir dyrum varðandi opnun landsins þá hafi ekki hvarflað að hvorki heilbrigðisráðherra né starfsfólkinu í heilbrigðisráðuneytinu og þessum vinnuhópi sem var skipaður fyrir tveimur vikum, […] að engum skyldi detta í hug að tala við Kára Stefánsson. Það finnst mér í raun alveg með ólíkindum.“ Þá kvaðst Helga Vala geta tekið undir ummæli Kára um hrokann í ráðherra og ráðuneytinu. Hún benti á að góðs árangurs Íslands í baráttunni við veiruna nyti ekki við ef íslensk erfðagreining hefði ekki tekið að sér sýnatöku. „Og það að gleyma því í þakkarræðu, það getur gerst, og þá hefði auðvitað heilbrigðisráðherra átta að bregðast við strax í gærkvöldi og biðja starfsfólkið afsökunar. Og ég vona að hún geri það. Ég vona það. En að gleyma að tala við slíkan lykilaðila á þessum tímapunkti þegar er verið að tala um að opna landið og skima. Það finnst mér alveg ótrúlega sérstakt,“ sagði Helga Vala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bítið Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira