Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2020 12:08 Allt útlit er fyrir að Tom Cruise geti farið til geimstöðvarinnar, vilji hann það. AP/Mark Schiefelbein Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. Þá hugmynd á Cruise að hafa fengið með leikstjóranum Doug Limen en saman gerðu þeir myndina Edge of Tomorrow. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur staðfest þessar fregnir og segja að Cruise muni fara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og taka upp kvikmynd í um 400 kílómetra hæð yfir jörðu. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði frá því í gær að markmiðið væri að hvetja ungt fólk til að verða geimfarar og/eða vísindamenn. Í aðdraganda geimskotsins sem frestað var í gær, var Bridenstine spurður út í þessar fregnir. Hann sagði þær réttar og hann vildi senda Cruise út í geim. „Við munum gera það sem við getum til að láta af þessu verða,“ sagði hann. Bridenstine sagði frá því að í grunnskóla hafi hann séð Top Gun, eina af frægari kvikmyndum Cruise. Síðan þá hafi hann verið staðráðinn í því að flugmaður fyrir sjóher Bandaríkjanna. Hann sagðist vonast til þess að núverandi ætlanir Bandaríkjanna um að senda geimfara út í geim á nýjum kynslóðum eldflauga og í nýjum kynslóðum geimfara gerðu hið sama fyrir ungt fólk í dag. Elon Musk, stofnandi SpaceX, sem tók einnig þátt í viðtalinu sagði mikilvægt að gera krakka spennta fyrir geimferðum. „Endurvekja drauminn um geiminn,“ sagði Musk. „Ef Tom Cruise getur fyllt grunnskólakrakka andagift til að ganga til liðs við sjóherinn, af hverju getum við ekki fengið Tom Cruise til að fylla næsta Elon Musk andagift?“ spurði Bridenstine. Viðtalið má sjá hér að neðan. Bandaríkin Geimurinn Bíó og sjónvarp SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. Þá hugmynd á Cruise að hafa fengið með leikstjóranum Doug Limen en saman gerðu þeir myndina Edge of Tomorrow. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur staðfest þessar fregnir og segja að Cruise muni fara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og taka upp kvikmynd í um 400 kílómetra hæð yfir jörðu. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði frá því í gær að markmiðið væri að hvetja ungt fólk til að verða geimfarar og/eða vísindamenn. Í aðdraganda geimskotsins sem frestað var í gær, var Bridenstine spurður út í þessar fregnir. Hann sagði þær réttar og hann vildi senda Cruise út í geim. „Við munum gera það sem við getum til að láta af þessu verða,“ sagði hann. Bridenstine sagði frá því að í grunnskóla hafi hann séð Top Gun, eina af frægari kvikmyndum Cruise. Síðan þá hafi hann verið staðráðinn í því að flugmaður fyrir sjóher Bandaríkjanna. Hann sagðist vonast til þess að núverandi ætlanir Bandaríkjanna um að senda geimfara út í geim á nýjum kynslóðum eldflauga og í nýjum kynslóðum geimfara gerðu hið sama fyrir ungt fólk í dag. Elon Musk, stofnandi SpaceX, sem tók einnig þátt í viðtalinu sagði mikilvægt að gera krakka spennta fyrir geimferðum. „Endurvekja drauminn um geiminn,“ sagði Musk. „Ef Tom Cruise getur fyllt grunnskólakrakka andagift til að ganga til liðs við sjóherinn, af hverju getum við ekki fengið Tom Cruise til að fylla næsta Elon Musk andagift?“ spurði Bridenstine. Viðtalið má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Geimurinn Bíó og sjónvarp SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira