Fljótasta kona landsins vinnur hjá skattinum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 09:00 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir á bæði Íslandsmetið í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss og í 60 metra hlaupi innanhúss. Hér sést hún í þættinum „Á æfingu“ sem er vefþáttur Frjálsíþróttasambands Íslands. Skjámynd/Youtube Frjálsíþróttasambandið fór á æfingu hjá spretthlauparanum Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur í nýjasta vefþætti sínum „Á æfingu“ en þættirnir birtast á samfélagsmiðlum sambandsins. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er einn besti spretthlaupari sem Ísland hefur átt og það getum við sagt þótt hún sé enn bara átján ára gömul. Hún á bæði Íslandsmetið í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss og í 60 metra hlaupi innanhúss ásamt Tiönu Ósk Whitworth. Guðbjörg Jóna hefur keppt á nokkrum stórmótum unglinga og unnið sér inn gull á EM U18 í 100 metra hlaupi og á Ólympíuleikum æskunnar í 200 metra hlaupi. Guðbjörg var líka valin frjálsíþróttakona ársins 2019. „Ég er að æfa fyrir hundrað og tvö hundruð, allavega eins og er,“ sagði Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í byrjun þáttarins „Á æfingu“ þar sem er fylgst með henni æfa fyrir íþrótt sína. „Mig minnir að ég hafi byrjað að æfa frjálsar þegar ég var tíu ára. Ég fór með vinkonu minni af því að hún vildi ekki vera ein. Svo hætti hún en ég hélt áfram,“ sagði Guðbjörg Jóna. „Ég byrjaði að æfa hjá Ármanni en fór svo að æfa hjá ÍR út af því að þau voru eina félagið sem var með sumarnámskeið,“ sagði Guðbjörg Jóna. „Ég var núna að klára MH en annars var ég alltaf bara í skólanum. Ég fór svo á æfingar og svo að læra ef ég nennti því. Núna út af samkomubanninu þá er ég bara búin að vera læra en hef æft tvisvar á dag eða eins mikið og ég get,“ sagði Guðbjörg Jóna sem er búinn að finna sér athyglisverða vinnu í sumar. „Svo á sumrin vinn ég hjá skattinum og fer síðan á æfingar,“ sagði Guðbjörg Jóna en hvað með framhaldið. „Ég ætla í sálfræði og ætla að sækja um í HR. Vonandi kemst ég inn þar,“ sagði Guðbjörg Jóna. Hún hefur verið að vinna sig út úr meiðslum. „Ég er búin að að vera að reyna að ná mér eftir að ég fékk beinbjúg í ristina,“ sagði Guðbjörg Jóna sem segist vera fjórum vikum á eftir öllum hinum. Guðbjörg Jóna hefur unnið mörg afrek á ferlinum þrátt fyrir ungan aldur en það er eitt sem hún hugsar alltaf um. „Besta afrekið mitt var þegar ég vann EM. Ég var alls ekkert að búast við því. Ég hélt ég myndi verða þannig íþróttamaður að ég myndi ekki vinna neitt á stórmótum eins og EM og þannig,“ sagði Guðbjörg Jóna sem var þá nýkomin til baka eftir erfið meiðsli. „Þetta var mjög óvænt enda sést það líka á því að ég fór að hágráta,“ sagði Guðbjörg Jóna. Það má finna allt viðtalið við Guðbjörgu Jónu hér fyrir neðan. watch on YouTube Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Sjá meira
Frjálsíþróttasambandið fór á æfingu hjá spretthlauparanum Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur í nýjasta vefþætti sínum „Á æfingu“ en þættirnir birtast á samfélagsmiðlum sambandsins. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er einn besti spretthlaupari sem Ísland hefur átt og það getum við sagt þótt hún sé enn bara átján ára gömul. Hún á bæði Íslandsmetið í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss og í 60 metra hlaupi innanhúss ásamt Tiönu Ósk Whitworth. Guðbjörg Jóna hefur keppt á nokkrum stórmótum unglinga og unnið sér inn gull á EM U18 í 100 metra hlaupi og á Ólympíuleikum æskunnar í 200 metra hlaupi. Guðbjörg var líka valin frjálsíþróttakona ársins 2019. „Ég er að æfa fyrir hundrað og tvö hundruð, allavega eins og er,“ sagði Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í byrjun þáttarins „Á æfingu“ þar sem er fylgst með henni æfa fyrir íþrótt sína. „Mig minnir að ég hafi byrjað að æfa frjálsar þegar ég var tíu ára. Ég fór með vinkonu minni af því að hún vildi ekki vera ein. Svo hætti hún en ég hélt áfram,“ sagði Guðbjörg Jóna. „Ég byrjaði að æfa hjá Ármanni en fór svo að æfa hjá ÍR út af því að þau voru eina félagið sem var með sumarnámskeið,“ sagði Guðbjörg Jóna. „Ég var núna að klára MH en annars var ég alltaf bara í skólanum. Ég fór svo á æfingar og svo að læra ef ég nennti því. Núna út af samkomubanninu þá er ég bara búin að vera læra en hef æft tvisvar á dag eða eins mikið og ég get,“ sagði Guðbjörg Jóna sem er búinn að finna sér athyglisverða vinnu í sumar. „Svo á sumrin vinn ég hjá skattinum og fer síðan á æfingar,“ sagði Guðbjörg Jóna en hvað með framhaldið. „Ég ætla í sálfræði og ætla að sækja um í HR. Vonandi kemst ég inn þar,“ sagði Guðbjörg Jóna. Hún hefur verið að vinna sig út úr meiðslum. „Ég er búin að að vera að reyna að ná mér eftir að ég fékk beinbjúg í ristina,“ sagði Guðbjörg Jóna sem segist vera fjórum vikum á eftir öllum hinum. Guðbjörg Jóna hefur unnið mörg afrek á ferlinum þrátt fyrir ungan aldur en það er eitt sem hún hugsar alltaf um. „Besta afrekið mitt var þegar ég vann EM. Ég var alls ekkert að búast við því. Ég hélt ég myndi verða þannig íþróttamaður að ég myndi ekki vinna neitt á stórmótum eins og EM og þannig,“ sagði Guðbjörg Jóna sem var þá nýkomin til baka eftir erfið meiðsli. „Þetta var mjög óvænt enda sést það líka á því að ég fór að hágráta,“ sagði Guðbjörg Jóna. Það má finna allt viðtalið við Guðbjörgu Jónu hér fyrir neðan. watch on YouTube
Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Sjá meira