160 launagreiðendur sem nýttu hlutastarfaleið stjórnvalda hækkuðu laun afturvirkt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. maí 2020 13:33 Ríkisendurskoðun gerir margar athugasemdir við hvernig hlutabótaúrræðið hefur verið nýtt. Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi. Vísir 160 launagreiðendur, flestir í eigin rekstri sem nýttu hlutastarfaúrræði stjórnvalda hækkuðu áður tilkynnt mánaðarlaun í janúar og febrúar afturvirkt. Ríkisendurskoðandi telur meirihluta breytinganna byggja á hæpnum grunni, þetta hafi verið gert til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði. Fyrirtæki í öflugum rekstri og með traustan efnahag áttu ekki að nýta úrræðið Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við hvernig úrræðið hafi verið nýtt og eftirlit með því. Úttektin sýni að þrátt fyrir áherslu stjórnvalda um að hlutastarfaleiðin væri stuðningur við lífvænleg fyrirtæki sem misst hefðu miklar tekjur virðist nokkuð frjálsræði hafa verið á túlkun laganna. Þannig séu í hópi þeirra sem hafi nýtt sér úrræðið fyrirtæki og fyrirtækjasamstæður sem búi að öflugum rekstri og traustum efnahag. Ekki verði séð af lögunum og að slíkt hafi verið ætlunin. Sjö fyrirtæki hafi tilkynnt um að horfið verði frá nýtingu leiðarinnar og boðað endurgreiðslu á framlagi Atvinnuleysistryggingasjóðs. Ekki sé þó ljóst hvort og þá hvernig sú endurgreiðsla fari fram. Þá er vakin athygli á að að sveitarfélög og opinberir aðilar hafi nýtt sér úrræðið þrátt fyrir að lögskýringargögn beri með sér að úrræðið hafi verið ætlað opinberum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Fram kemur að ljóst sé að ásókn og kostnaður við hlutastarfaleiðina sé mun meiri en gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var samið en nú sé áætlað að kostnaðurinn verði 31 milljarður króna. 37 þúsund launamenn hafi nýtt leiðina og um 6400 fyrirtæki. Mikilvægt að auka eftirlit Ríkisendurskoðun áréttar nauðsyn þess að öflugt eftirlit sé með jafn miklum útgreiðslum úr ríkissjóði og bendir á að eftir þá athugun sem fram hefur farið að fullt tilefni sé til þess. Þá sé jafnframt nauðsynlegt að Vinnumálastofnun vinni með hlutaðeigandi stjórnvöldum að nauðsynlegu eftirliti með greiðslum hlutastarfabóta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraVísir/ Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hlutabótaúrræðið hafa virkað vel og tekið verði á þeim vanköntum sem hafi komið fram í lögum um framlenginu úrræðisins. „Það sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunnar rýmar við það sem við höfum þegar brugðist við í því frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir þinginu og félagsmálaráðherra hefur lagt fram. Þar er gertráð fyrir stífari skilyrðum inn í leiðina og að heimildir voru til þess að hafa eftirlit með leiðinni í lögunum. Það skiptir máli að viðeigandi stofnanir hafi svigrúm til þess að sinna því eftirliti og það hefur auðvitað verið gríðarlegt álag á alla þá sem hafa verið að sinna þessum verkefnum,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
160 launagreiðendur, flestir í eigin rekstri sem nýttu hlutastarfaúrræði stjórnvalda hækkuðu áður tilkynnt mánaðarlaun í janúar og febrúar afturvirkt. Ríkisendurskoðandi telur meirihluta breytinganna byggja á hæpnum grunni, þetta hafi verið gert til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði. Fyrirtæki í öflugum rekstri og með traustan efnahag áttu ekki að nýta úrræðið Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við hvernig úrræðið hafi verið nýtt og eftirlit með því. Úttektin sýni að þrátt fyrir áherslu stjórnvalda um að hlutastarfaleiðin væri stuðningur við lífvænleg fyrirtæki sem misst hefðu miklar tekjur virðist nokkuð frjálsræði hafa verið á túlkun laganna. Þannig séu í hópi þeirra sem hafi nýtt sér úrræðið fyrirtæki og fyrirtækjasamstæður sem búi að öflugum rekstri og traustum efnahag. Ekki verði séð af lögunum og að slíkt hafi verið ætlunin. Sjö fyrirtæki hafi tilkynnt um að horfið verði frá nýtingu leiðarinnar og boðað endurgreiðslu á framlagi Atvinnuleysistryggingasjóðs. Ekki sé þó ljóst hvort og þá hvernig sú endurgreiðsla fari fram. Þá er vakin athygli á að að sveitarfélög og opinberir aðilar hafi nýtt sér úrræðið þrátt fyrir að lögskýringargögn beri með sér að úrræðið hafi verið ætlað opinberum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Fram kemur að ljóst sé að ásókn og kostnaður við hlutastarfaleiðina sé mun meiri en gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var samið en nú sé áætlað að kostnaðurinn verði 31 milljarður króna. 37 þúsund launamenn hafi nýtt leiðina og um 6400 fyrirtæki. Mikilvægt að auka eftirlit Ríkisendurskoðun áréttar nauðsyn þess að öflugt eftirlit sé með jafn miklum útgreiðslum úr ríkissjóði og bendir á að eftir þá athugun sem fram hefur farið að fullt tilefni sé til þess. Þá sé jafnframt nauðsynlegt að Vinnumálastofnun vinni með hlutaðeigandi stjórnvöldum að nauðsynlegu eftirliti með greiðslum hlutastarfabóta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraVísir/ Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hlutabótaúrræðið hafa virkað vel og tekið verði á þeim vanköntum sem hafi komið fram í lögum um framlenginu úrræðisins. „Það sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunnar rýmar við það sem við höfum þegar brugðist við í því frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir þinginu og félagsmálaráðherra hefur lagt fram. Þar er gertráð fyrir stífari skilyrðum inn í leiðina og að heimildir voru til þess að hafa eftirlit með leiðinni í lögunum. Það skiptir máli að viðeigandi stofnanir hafi svigrúm til þess að sinna því eftirliti og það hefur auðvitað verið gríðarlegt álag á alla þá sem hafa verið að sinna þessum verkefnum,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira