Allar aðgerðir borgarinnar verði grænar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2020 12:11 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun kynna aðgerðaráætlun um grænt plan á borgarstjórnarfundi klukkan 14 í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Aðgerðaráætlun um grænt plan verður tekin fyrir á borgarstjórnarfundi klukkan 14 í dag. Í því felst að allar aðgerðir borgarinnar verða grænar. Um er að ræða viðspyrnu og efnahagsáætlun sem mun gilda fyrir framkvæmdir, fjárfestingu og atvinnusköpun. „Græna planið er leiðin út úr núverandi stöðu sem einkennist auðvitað af afleiðingum kórónuveirunnar. En við sjáum þetta allt í senn sem efnahagslegt plan. Þetta er plan um um nýsköpun i atvinnulifi en síðast en ekki síst er þetta plan sem á að tryggja að allar aðgerðir okkar, fjárfestingar og forgangsröðun fari í græna átt. Í þágu loftslagsmála, loftgæða og lífsgæða þeirra sem búa og vinna í borginni,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Ráðhúsið í Reykjavík. Dagur segir að á tímum kórónuveirunnar hafi verið mikið ákall um að valin væri græn leið úr efnahagsástandinu. „Já mjög mikið og ekki bara hér heldur víða og borgir hafa einsett sér að vera í fararbroddi og það ætlar Reykjavík sannarlega að vera,“ sagði Dagur. Aðspurður hvort aðgerðin verði kostnaðarsöm segir Dagur leiðina hagkvæma til lengri tíma litið. „Við þurfum að fjárfesta núna og þá er að tryggja að þær fjarfestingar verði í grænum lausnum. Í samgöngumálum og öðrum innviðum og svo framvegis. Það er til þess að efla atvinnulífið og við teljum að þegar til lengri tíma til litið séu grænar lausnir þær sem eru farsælastar, hagkvæmastar og skynsamlegastar. Ekki bara fyrir okkur heldur fyrir bornin okkar,“ sagði Dagur. Reykjavík Borgarstjórn Loftslagsmál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Aðgerðaráætlun um grænt plan verður tekin fyrir á borgarstjórnarfundi klukkan 14 í dag. Í því felst að allar aðgerðir borgarinnar verða grænar. Um er að ræða viðspyrnu og efnahagsáætlun sem mun gilda fyrir framkvæmdir, fjárfestingu og atvinnusköpun. „Græna planið er leiðin út úr núverandi stöðu sem einkennist auðvitað af afleiðingum kórónuveirunnar. En við sjáum þetta allt í senn sem efnahagslegt plan. Þetta er plan um um nýsköpun i atvinnulifi en síðast en ekki síst er þetta plan sem á að tryggja að allar aðgerðir okkar, fjárfestingar og forgangsröðun fari í græna átt. Í þágu loftslagsmála, loftgæða og lífsgæða þeirra sem búa og vinna í borginni,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Ráðhúsið í Reykjavík. Dagur segir að á tímum kórónuveirunnar hafi verið mikið ákall um að valin væri græn leið úr efnahagsástandinu. „Já mjög mikið og ekki bara hér heldur víða og borgir hafa einsett sér að vera í fararbroddi og það ætlar Reykjavík sannarlega að vera,“ sagði Dagur. Aðspurður hvort aðgerðin verði kostnaðarsöm segir Dagur leiðina hagkvæma til lengri tíma litið. „Við þurfum að fjárfesta núna og þá er að tryggja að þær fjarfestingar verði í grænum lausnum. Í samgöngumálum og öðrum innviðum og svo framvegis. Það er til þess að efla atvinnulífið og við teljum að þegar til lengri tíma til litið séu grænar lausnir þær sem eru farsælastar, hagkvæmastar og skynsamlegastar. Ekki bara fyrir okkur heldur fyrir bornin okkar,“ sagði Dagur.
Reykjavík Borgarstjórn Loftslagsmál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira