George Floyd minnst í Minneapolis Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. júní 2020 18:45 Jacob Frey og Sarah Clarke, borgarstjórahjónin í Minneapolis, sjást hér við líkkistuna. Vísir/AP Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. Athöfnin á að standa yfir til klukkan átta og munu fjölskylda, vinir og vandamenn flytja ræður um hinn látna. Þaðan verður lík Floyd flutt til annarrar minningarathafnar í Norður-Karólínu og síðan til æskuslóða hans í Houston í Texas þar sem hann verður jarðsettur. Mótmælt víða um heim Áfram er lögregluofbeldi mótmælt innan sem utan Bandaríkjanna. Að minnsta kosti þrjú þúsund Grikkir gengu um götur Aþenu í dag. Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda eftir að lögregluþjónar vörpuðu táragasi. Enn fleiri mótmæltu í Lundúnum og lítill hópur safnaðist saman fyrir utan skrifstofu ræðismanns Bandaríkjanna í Istanbúl. Trump svarar Mattis Þungamiðja mótmælanna er þó enn í Bandaríkjunum og ekki er útlit fyrir að þeim linni í bráð. Eldsnemma í morgun var strax farið að mótmæla fyrir utan Hvíta húsið, bústað Donalds Trump forseta, í Washington. Trump var þó ef til vill að hugsa um annað, en James Mattis, varnarmálaráðherra fyrstu ára forsetatíðar Trumps, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem hann skaut fast á forsetann. Líkti honum við nasista og sagði hann fyrsta forseta ævi sinnar sem reyndi ekki að sameina Bandaríkjamenn heldur sundra þeim. Trump brást við á Twitter og sagði það hafa verið mikinn heiður að fá að reka Mattis á sínum tíma. Mattis hefur reyndar sagst hafa hætt að eigin frumkvæði, vegna ákvörðunar forsetans um að kalla herinn heim frá Sýrlandi. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. Athöfnin á að standa yfir til klukkan átta og munu fjölskylda, vinir og vandamenn flytja ræður um hinn látna. Þaðan verður lík Floyd flutt til annarrar minningarathafnar í Norður-Karólínu og síðan til æskuslóða hans í Houston í Texas þar sem hann verður jarðsettur. Mótmælt víða um heim Áfram er lögregluofbeldi mótmælt innan sem utan Bandaríkjanna. Að minnsta kosti þrjú þúsund Grikkir gengu um götur Aþenu í dag. Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda eftir að lögregluþjónar vörpuðu táragasi. Enn fleiri mótmæltu í Lundúnum og lítill hópur safnaðist saman fyrir utan skrifstofu ræðismanns Bandaríkjanna í Istanbúl. Trump svarar Mattis Þungamiðja mótmælanna er þó enn í Bandaríkjunum og ekki er útlit fyrir að þeim linni í bráð. Eldsnemma í morgun var strax farið að mótmæla fyrir utan Hvíta húsið, bústað Donalds Trump forseta, í Washington. Trump var þó ef til vill að hugsa um annað, en James Mattis, varnarmálaráðherra fyrstu ára forsetatíðar Trumps, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem hann skaut fast á forsetann. Líkti honum við nasista og sagði hann fyrsta forseta ævi sinnar sem reyndi ekki að sameina Bandaríkjamenn heldur sundra þeim. Trump brást við á Twitter og sagði það hafa verið mikinn heiður að fá að reka Mattis á sínum tíma. Mattis hefur reyndar sagst hafa hætt að eigin frumkvæði, vegna ákvörðunar forsetans um að kalla herinn heim frá Sýrlandi.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira