Dæmdur í 238 milljóna sekt fyrir skatt- og skilasvik Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2020 14:42 Dómurinn yfir Ágústi var staðfestur í Landsrétti en dómi héraðsdóms yfir forvera hans hjá Hamarsfelli var snúið við. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og 238 milljóna króna sekt yfir Ágústi Alfreð Snæbjörnssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra lithásks verktakafyrirtækis, fyrir skatt- og skilavik í gær. Fyrri stjórnandi annars verktakafélags sem Ágúst Alfreð stýrði var sýknaður af ákæru um hlutdeild í brotum. Ágúst Alfreð var sakfelldur fyrir að standa ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, virðisaukaskatti og skýrslum auk skilasvika sem stjórnandi byggingarfélagsins Hamarsfells annars vegar og framkvæmdastjóri útibús Adakris á Íslandi hins vegar. Adakris annaðist á tímabili verk fyrir Reykjavíkurborg, þar á meðal framkvæmdir við Sæmundar- og Norðlingaskóla. Skilasvikin var Ágúst Alfreð talinn hafa framið þegar hann lét Reykjavíkurborg greiða andvirði tveggja lokauppgjöra vegna verksamninga, alls rúmlega fimmtíu milljónir króna, inn á bankareikning Adakris þrátt fyrir honum hafi verið kunnugt um, eða mátt vera kunnugt um, að þær væru veðsettar MP banka. Hinn maðurinn var skráður framkvæmdastjóri Hamarfsfells frá desember 2011 til október 2012 en þá tók Ágúst Alfreð við félaginu. Landsréttur sýknaði fyrri stjórnandann af ákæru þar sem ekki var talið að hann hefði borið slíka ábyrgð á skattskilum Hamarsfells á tímabilinu sem ákæran náði til. Sneri Landsréttur þannig við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum sem hafði dæmt hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 6,6 milljónir króna í sekt. Hamarsfell og Adakris voru tekin til gjaldþrotaskipta árið 2013 og lauk skiptum þeirra árin 2014 og 2015. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Landsréttur staðfesti tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og 238 milljóna króna sekt yfir Ágústi Alfreð Snæbjörnssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra lithásks verktakafyrirtækis, fyrir skatt- og skilavik í gær. Fyrri stjórnandi annars verktakafélags sem Ágúst Alfreð stýrði var sýknaður af ákæru um hlutdeild í brotum. Ágúst Alfreð var sakfelldur fyrir að standa ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, virðisaukaskatti og skýrslum auk skilasvika sem stjórnandi byggingarfélagsins Hamarsfells annars vegar og framkvæmdastjóri útibús Adakris á Íslandi hins vegar. Adakris annaðist á tímabili verk fyrir Reykjavíkurborg, þar á meðal framkvæmdir við Sæmundar- og Norðlingaskóla. Skilasvikin var Ágúst Alfreð talinn hafa framið þegar hann lét Reykjavíkurborg greiða andvirði tveggja lokauppgjöra vegna verksamninga, alls rúmlega fimmtíu milljónir króna, inn á bankareikning Adakris þrátt fyrir honum hafi verið kunnugt um, eða mátt vera kunnugt um, að þær væru veðsettar MP banka. Hinn maðurinn var skráður framkvæmdastjóri Hamarfsfells frá desember 2011 til október 2012 en þá tók Ágúst Alfreð við félaginu. Landsréttur sýknaði fyrri stjórnandann af ákæru þar sem ekki var talið að hann hefði borið slíka ábyrgð á skattskilum Hamarsfells á tímabilinu sem ákæran náði til. Sneri Landsréttur þannig við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum sem hafði dæmt hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 6,6 milljónir króna í sekt. Hamarsfell og Adakris voru tekin til gjaldþrotaskipta árið 2013 og lauk skiptum þeirra árin 2014 og 2015.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira