Notkun táragass sætir gagnrýni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2020 19:30 Þessi mynd er tekin í Orlando í Flórída þann 2. júní þar sem lögregla hafði beitt táragasi gegn mótmælendum. AP Notkun táragass gegn mótmælendum í Bandaríkjunum sætir verulegri gagnrýni í þeirri mótmælaöldu sem þar nú geysar. Ekki síður í ljósi þess að táragas er flokkað sem efnavopn sem bannað er að nota í stríði. Í fréttum og á samfélagsmiðlum hefur birst fjöldinn allur af myndum og myndböndum undanfarnar vikur þar sem lögregla sést beita piparúða og jafnvel táragasi gegn mótmælendum. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um notkun lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum og sett í samhengi við þá staðreynd að táragas er efnavopn sem samkvæmt alþjóðalögum er bannað er að beita í stríði. Lögreglu er aftur á móti heimilt að beita táragasi til að dreifa mannfjölda í þeim tilgangi að koma í veg fyrir uppþot og óeirðir. Með öðrum orðum: Lögregla má beita því gegn borgurum í óeirðum innanlands en hermenn ekki í stríði. Lögreglan í New Orleans svaraði fyrir beitingu lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum þar í borg á miðvikudaginn. „Við réðumst ekki á neinn. Við beittum ekki gasi á friðsöm mótmæli. Við notuðum gas á einstaklinga sem kusu að beita valdi gegn lögreglumönnum þegar þeir voru einfaldlega að reyna að vernda líf borgaranna okkar og annarra sem kusu að nýta stjórnarskrárvarinn rétt sinn til friðsamlegra mótmæla,“ sagði yfirlögregluþjónninn Shaun Ferguson í yfirlýsingu. Réttlæting valdstjórnarinnar á beitingu táragass hefur fallið í grýttan jarðveg. Táragas getur valdið margvíslegum einkennum, svo sem sviða og stingandi brunatilfinningu í húð, augum og munni, andþrengslum, hósta og jafnvel útbrotum og blöðrum eftir langvarandi snertingu við efnið. Einkenni líða þó oftast fljótt hjá þegar fólk kemst í burtu úr menguninni að því er lesa má í fræðsluefni á vef Landspítalans. Táragasi hefur ekki aðeins verið beitt gegn mótmælendum í Bandaríkjunum heldur einnig víða um heiminn. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Notkun táragass gegn mótmælendum í Bandaríkjunum sætir verulegri gagnrýni í þeirri mótmælaöldu sem þar nú geysar. Ekki síður í ljósi þess að táragas er flokkað sem efnavopn sem bannað er að nota í stríði. Í fréttum og á samfélagsmiðlum hefur birst fjöldinn allur af myndum og myndböndum undanfarnar vikur þar sem lögregla sést beita piparúða og jafnvel táragasi gegn mótmælendum. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um notkun lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum og sett í samhengi við þá staðreynd að táragas er efnavopn sem samkvæmt alþjóðalögum er bannað er að beita í stríði. Lögreglu er aftur á móti heimilt að beita táragasi til að dreifa mannfjölda í þeim tilgangi að koma í veg fyrir uppþot og óeirðir. Með öðrum orðum: Lögregla má beita því gegn borgurum í óeirðum innanlands en hermenn ekki í stríði. Lögreglan í New Orleans svaraði fyrir beitingu lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum þar í borg á miðvikudaginn. „Við réðumst ekki á neinn. Við beittum ekki gasi á friðsöm mótmæli. Við notuðum gas á einstaklinga sem kusu að beita valdi gegn lögreglumönnum þegar þeir voru einfaldlega að reyna að vernda líf borgaranna okkar og annarra sem kusu að nýta stjórnarskrárvarinn rétt sinn til friðsamlegra mótmæla,“ sagði yfirlögregluþjónninn Shaun Ferguson í yfirlýsingu. Réttlæting valdstjórnarinnar á beitingu táragass hefur fallið í grýttan jarðveg. Táragas getur valdið margvíslegum einkennum, svo sem sviða og stingandi brunatilfinningu í húð, augum og munni, andþrengslum, hósta og jafnvel útbrotum og blöðrum eftir langvarandi snertingu við efnið. Einkenni líða þó oftast fljótt hjá þegar fólk kemst í burtu úr menguninni að því er lesa má í fræðsluefni á vef Landspítalans. Táragasi hefur ekki aðeins verið beitt gegn mótmælendum í Bandaríkjunum heldur einnig víða um heiminn.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira