Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júní 2020 15:41 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að Reykjavíkurborg hafi tilkynnt Flugfélaginu að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli, bótalaust vegna nýs skipulags. Þetta sagði forstjórinn vera árás á innanlandsflug sem gæti leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Samgönguráðherra og fulltrúar minnihlutans í borginni hafa jafnframt gagnrýnt framgöngu borgarinnar harðlega. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hann telji gagnrýnina vera óþarfa upphlaup. Nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Sett hafi verið fram hugmynd um veglínu sem myndi raska rekstri flugfélagsins Ernis og því hafi fundur verið haldinn með félaginu. Hörð viðbrögð hafi komið fram á þeim fundi og strax í kjölfarið hafi verið óskað eftir því við verkfræðistofu að fundnar yrðu aðrar leiðir. Fundargerð frá umræddum fundi lögfræðinga borgarinnar með fulltrúum Flugfélagsins sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo, að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum húsið og að flugskýli Ernis yrði rifið bótalaust. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir málið vera borgarmeirihlutanum til skammar. „Það er algjörlega forkastanlegt að borgin ætli að eyðileggja í raun og veru flugrekstur þarna með þessum hætti og síðan í raun og veru bíta höfuðið af skömminni með því að ætla ekki að borga bætur fyrir, ég hef bara aldrei séð annað eins. Þetta er náttúrlega alls ekki í lagi,“ segir Eyþór. „Borgarstjóri reynir að bakka með málið en fundargerðin alveg talar sínu máli og þetta er alveg skýrt, það stendur til að fara þarna með veg og það var engin önnur leið sem borgin var með nema að fara bara þarna beint í gegnum þetta flugskýli,“ segir Eyþór. Fram kom í máli lögfræðings borgarinnar á fundinum, að því er segir í fundargerðinni, að flugfélagið hafi engin lóðarréttindi á svæðinu sem leiði til þess að fjarlægja þurfi skýlið. Forstjóri Ernis vísaði þá til þess að flugskýlið hefði verið á þessum stað í yfir 70 ár og vísaði til hefðarréttinda. Lagði forstjóri Ernis til að veglínan yrði færð. Lögfræðingur kvaðst þá munu kanna hvort aðrar lausnir væru í boði en „taldi þó hætt við að búið væri að skoða það,“ eins og það er orðað í fundargerðinni. Reykjavík Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að Reykjavíkurborg hafi tilkynnt Flugfélaginu að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli, bótalaust vegna nýs skipulags. Þetta sagði forstjórinn vera árás á innanlandsflug sem gæti leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Samgönguráðherra og fulltrúar minnihlutans í borginni hafa jafnframt gagnrýnt framgöngu borgarinnar harðlega. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hann telji gagnrýnina vera óþarfa upphlaup. Nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Sett hafi verið fram hugmynd um veglínu sem myndi raska rekstri flugfélagsins Ernis og því hafi fundur verið haldinn með félaginu. Hörð viðbrögð hafi komið fram á þeim fundi og strax í kjölfarið hafi verið óskað eftir því við verkfræðistofu að fundnar yrðu aðrar leiðir. Fundargerð frá umræddum fundi lögfræðinga borgarinnar með fulltrúum Flugfélagsins sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo, að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum húsið og að flugskýli Ernis yrði rifið bótalaust. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir málið vera borgarmeirihlutanum til skammar. „Það er algjörlega forkastanlegt að borgin ætli að eyðileggja í raun og veru flugrekstur þarna með þessum hætti og síðan í raun og veru bíta höfuðið af skömminni með því að ætla ekki að borga bætur fyrir, ég hef bara aldrei séð annað eins. Þetta er náttúrlega alls ekki í lagi,“ segir Eyþór. „Borgarstjóri reynir að bakka með málið en fundargerðin alveg talar sínu máli og þetta er alveg skýrt, það stendur til að fara þarna með veg og það var engin önnur leið sem borgin var með nema að fara bara þarna beint í gegnum þetta flugskýli,“ segir Eyþór. Fram kom í máli lögfræðings borgarinnar á fundinum, að því er segir í fundargerðinni, að flugfélagið hafi engin lóðarréttindi á svæðinu sem leiði til þess að fjarlægja þurfi skýlið. Forstjóri Ernis vísaði þá til þess að flugskýlið hefði verið á þessum stað í yfir 70 ár og vísaði til hefðarréttinda. Lagði forstjóri Ernis til að veglínan yrði færð. Lögfræðingur kvaðst þá munu kanna hvort aðrar lausnir væru í boði en „taldi þó hætt við að búið væri að skoða það,“ eins og það er orðað í fundargerðinni.
Reykjavík Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Sjá meira