Helmingur stúdenta óttast að geta ekki mætt útgjöldum sínum Sylvía Hall skrifar 8. júní 2020 15:25 Tæplega 2500 tóku þátt í könnuninni og bárust svör frá nemendum í öllum háskólum landsins sem og í háskólum erlendis. Vísir/vilhelm Könnun Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytið um atvinnumál og aðstæður stúdenta vegna Covid-19 dregur upp svarta mynd af stöðu stúdenta. LÍS telur stöðuna lítið hafa skánað frá því að svipaðar kannanir voru gerðar í apríl. Tæplega 2500 tóku þátt í könnuninni og bárust svör frá nemendum í öllum háskólum landsins sem og í háskólum erlendis. Niðurstaðan var sú að atvinnuleysi stúdenta væri enn um 40 prósent en í fyrrasumar voru 80 prósent svarenda í fullu starfi eða hlutastarfi. Aðeins 3,5 prósent voru þá atvinnulaus í virkri atvinnuleit. Þau segja stöðuna grafalvarlega en háskólanemar eru um átján þúsund talsins. Séu niðurstöðurnar heimfærðar á heildarfjöldann eru sjö þúsund stúdentar atvinnulausir samanborið við sex hundruð síðasta sumar. Þá sögðust 54,6 prósent ekki geta mætt útgjöldum sínum eða að þau myndu eiga erfitt með það. Í tilkynningu frá LÍS segja samtökin störf hjá hinu opinbera hjálpa mörgum stúdentum en aðeins hafi 1.500 störf verið auglýst. Það muni ekki grípa alla þá sem eru í atvinnuleit og stúdentar geti ekki beðið mikið lengur. „Sumarið líður og atvinnulausir stúdentar þurfa stuðning núna. Það er ekki hægt að bíða eftir næstu könnun eða næstu umferð auglýstra starfa, það verður of seint.“ Skrásetningargjöld íþyngjandi Þá segja þau úrræði vera nauðsynleg, einnig fyrir þá sem fá störf hjá hinu opinbera. Ráðningartímabilið sé aðeins tveir mánuðir og því einn mánuður sem stúdentar verða án tekna yfir sumartímann. Það vegi þungt í ljósi þess að 45,6 stúdenta telja 75 þúsund króna skrásetningargjöld opinberra háskóla vera íþyngjandi, og þau séu það enn frekar í einkareknum skólum. Jóhanna Ásgeirsdóttir, forseti LÍS. Háskóli Íslands ákvað að bjóða upp á sumarnám í sumar en samkvæmt tölfræði LÍS ætla 63 prósent ekki að nýta sér þann kost. Jafnframt myndu tólf prósent íhuga að taka námslán yfir sumartímann og af þeim aðeins sjö prósent ef þau yrðu áfram atvinnulaus. „LÍS furða sig ekki á þessari afstöðu stúdenta að vilja ekki skuldsetja sig frekar í efnahagskreppu. Stúdentar nýta sumarið í að safna fyrir vetrinum en námslán duga skammt í framfærslu og enganveginn til þess að safna sér inn framfærslu fyrir næsta skólaár.“ Landssamtök íslenskra stúdenta kallar eftir því að stúdentum verði tryggður réttur til atvinnuleysisbóta. Það sé nauðsynlegt í núverandi efnahagsástandi og sé jafnframt afstaða margra, en um 2.600 skrifuðu undir ákall LÍS um að stúdentum verði tryggður réttur til bóta. „Réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta var tekinn af þeim árið 2010 en nú í efnahagsástandinu sem ríkir vegna COVID-19 gefst tækifæri til þess að leiðrétta það misrétti og veita stúdentum sama öryggisnet og öðru vinnandi fólki.“ Hagsmunir stúdenta Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stúdentar senda fjögurra milljarða króna reikning á stjórnvöld Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010 19. maí 2020 12:19 „Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Könnun Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytið um atvinnumál og aðstæður stúdenta vegna Covid-19 dregur upp svarta mynd af stöðu stúdenta. LÍS telur stöðuna lítið hafa skánað frá því að svipaðar kannanir voru gerðar í apríl. Tæplega 2500 tóku þátt í könnuninni og bárust svör frá nemendum í öllum háskólum landsins sem og í háskólum erlendis. Niðurstaðan var sú að atvinnuleysi stúdenta væri enn um 40 prósent en í fyrrasumar voru 80 prósent svarenda í fullu starfi eða hlutastarfi. Aðeins 3,5 prósent voru þá atvinnulaus í virkri atvinnuleit. Þau segja stöðuna grafalvarlega en háskólanemar eru um átján þúsund talsins. Séu niðurstöðurnar heimfærðar á heildarfjöldann eru sjö þúsund stúdentar atvinnulausir samanborið við sex hundruð síðasta sumar. Þá sögðust 54,6 prósent ekki geta mætt útgjöldum sínum eða að þau myndu eiga erfitt með það. Í tilkynningu frá LÍS segja samtökin störf hjá hinu opinbera hjálpa mörgum stúdentum en aðeins hafi 1.500 störf verið auglýst. Það muni ekki grípa alla þá sem eru í atvinnuleit og stúdentar geti ekki beðið mikið lengur. „Sumarið líður og atvinnulausir stúdentar þurfa stuðning núna. Það er ekki hægt að bíða eftir næstu könnun eða næstu umferð auglýstra starfa, það verður of seint.“ Skrásetningargjöld íþyngjandi Þá segja þau úrræði vera nauðsynleg, einnig fyrir þá sem fá störf hjá hinu opinbera. Ráðningartímabilið sé aðeins tveir mánuðir og því einn mánuður sem stúdentar verða án tekna yfir sumartímann. Það vegi þungt í ljósi þess að 45,6 stúdenta telja 75 þúsund króna skrásetningargjöld opinberra háskóla vera íþyngjandi, og þau séu það enn frekar í einkareknum skólum. Jóhanna Ásgeirsdóttir, forseti LÍS. Háskóli Íslands ákvað að bjóða upp á sumarnám í sumar en samkvæmt tölfræði LÍS ætla 63 prósent ekki að nýta sér þann kost. Jafnframt myndu tólf prósent íhuga að taka námslán yfir sumartímann og af þeim aðeins sjö prósent ef þau yrðu áfram atvinnulaus. „LÍS furða sig ekki á þessari afstöðu stúdenta að vilja ekki skuldsetja sig frekar í efnahagskreppu. Stúdentar nýta sumarið í að safna fyrir vetrinum en námslán duga skammt í framfærslu og enganveginn til þess að safna sér inn framfærslu fyrir næsta skólaár.“ Landssamtök íslenskra stúdenta kallar eftir því að stúdentum verði tryggður réttur til atvinnuleysisbóta. Það sé nauðsynlegt í núverandi efnahagsástandi og sé jafnframt afstaða margra, en um 2.600 skrifuðu undir ákall LÍS um að stúdentum verði tryggður réttur til bóta. „Réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta var tekinn af þeim árið 2010 en nú í efnahagsástandinu sem ríkir vegna COVID-19 gefst tækifæri til þess að leiðrétta það misrétti og veita stúdentum sama öryggisnet og öðru vinnandi fólki.“
Hagsmunir stúdenta Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stúdentar senda fjögurra milljarða króna reikning á stjórnvöld Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010 19. maí 2020 12:19 „Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Stúdentar senda fjögurra milljarða króna reikning á stjórnvöld Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010 19. maí 2020 12:19
„Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45