Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir skrifar 11. júní 2020 12:30 Einhverfum börnum hefur verið synjað um skólavist í Arnarskóla, synja einhverfum börnum um það úrræði er talið af sérfræðiteymum þessara barna muni henta þeim best. Í bréfi til foreldra frá Reykjavíkurborg var skýring á þessu sú að ytra mat á skólanum vantaði. Þegar borið var upp á borgina að þarna væri verið að brjóta jafnræðisregluna þá kemur ný skýring á þessari synjun. Sú skýring kom fram í grein sem Diljá Ámundadóttir Zoega skrifaði hér á visi.is. Ekki okkur að kenna Það að segja að þetta sé vegna þess að fé vanti frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga er eftirá skýring og sú númer tvö í röðinni, sú fyrri var það að ekki væri komið ytra mat á skólanum. Þegar skýringin um ytra mat var sögð brjóta jafnræðisregluna þá er þessu skellt á jöfnunarsjóð. Stærsta sveitarfélag landsins er að mismuna fötluðum börnum vegna skorts á fjármunum. Borgarstjóra finnst hugmyndin um bátastrætó of góð til þess að prófa hana ekki. En einhverf börn fá ekki þá þjónustu sem er best fyrir þau vegna þess að jöfnunarsjóður sveitarfélaga er ekki að standa sig í því að dæla peningum í borgarsjóð. Það er aum höfuðborg sem mismunar fötluðum börnum, aumar eftirá skýringar sem ekki standast lög. Því hér er verið að mismuna ekki bara vegna fjármuna heldur er verið að brjóta jafnræðisregluna. Foreldrar hafa kært Því hafa foreldrarnir kært þessa ákvörðun. Ég er algerlega sammála því sem kom fram í grein Diljár þar sem hún segir „Við eigum ekki að þurfa að búa í samfélagi þar sem foreldrar fatlaðra og langveikra barna þurfa ítrekað að koma fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifum sínum við kerfið.“ Það er samt raunveruleikinn á því kerfi sem Viðreisn er að viðhalda, kerfið er ekkert annað en ákvarðanir þeirra sem stjórna og í þessu tilfelli er Viðreisn í meirihlutanum. Diljá situr í Skóla- og frístundaráði og það ættu því að vera hæg heimatökin að breyta kerfinu. Það hefur þó ekki gerst og hefur Reykjavíkurborg fengið á sig enn eina kæruna, núna vegna þess að þau hafa búið til kerfi sem er ekki fyrir fólkið. Öll kerfi eru mannanna verk í þessu tilfelli verk meirihlutans í Reykjavík og það er þeirra að breyta kerfinu. Það hefur ekki verið gert þrátt fyrir óskir um slíkt og ábyrgðinni varpað á jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Kæri meirihluti kerfið er ykkar, þið eruð að valda því að foreldrar fatlaðs barns hafa kært ykkar kerfi, þau hafa orðið að segja frá sinni baráttu opinberlega í þeirri veiku von að þið hlustið, ekki til þess að finna einhverja aðra til þess að varpa sökinni á. Hlustið og breytið kerfinu þannig að það sé ekki að mismuna fötluðum börnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Sjá meira
Einhverfum börnum hefur verið synjað um skólavist í Arnarskóla, synja einhverfum börnum um það úrræði er talið af sérfræðiteymum þessara barna muni henta þeim best. Í bréfi til foreldra frá Reykjavíkurborg var skýring á þessu sú að ytra mat á skólanum vantaði. Þegar borið var upp á borgina að þarna væri verið að brjóta jafnræðisregluna þá kemur ný skýring á þessari synjun. Sú skýring kom fram í grein sem Diljá Ámundadóttir Zoega skrifaði hér á visi.is. Ekki okkur að kenna Það að segja að þetta sé vegna þess að fé vanti frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga er eftirá skýring og sú númer tvö í röðinni, sú fyrri var það að ekki væri komið ytra mat á skólanum. Þegar skýringin um ytra mat var sögð brjóta jafnræðisregluna þá er þessu skellt á jöfnunarsjóð. Stærsta sveitarfélag landsins er að mismuna fötluðum börnum vegna skorts á fjármunum. Borgarstjóra finnst hugmyndin um bátastrætó of góð til þess að prófa hana ekki. En einhverf börn fá ekki þá þjónustu sem er best fyrir þau vegna þess að jöfnunarsjóður sveitarfélaga er ekki að standa sig í því að dæla peningum í borgarsjóð. Það er aum höfuðborg sem mismunar fötluðum börnum, aumar eftirá skýringar sem ekki standast lög. Því hér er verið að mismuna ekki bara vegna fjármuna heldur er verið að brjóta jafnræðisregluna. Foreldrar hafa kært Því hafa foreldrarnir kært þessa ákvörðun. Ég er algerlega sammála því sem kom fram í grein Diljár þar sem hún segir „Við eigum ekki að þurfa að búa í samfélagi þar sem foreldrar fatlaðra og langveikra barna þurfa ítrekað að koma fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifum sínum við kerfið.“ Það er samt raunveruleikinn á því kerfi sem Viðreisn er að viðhalda, kerfið er ekkert annað en ákvarðanir þeirra sem stjórna og í þessu tilfelli er Viðreisn í meirihlutanum. Diljá situr í Skóla- og frístundaráði og það ættu því að vera hæg heimatökin að breyta kerfinu. Það hefur þó ekki gerst og hefur Reykjavíkurborg fengið á sig enn eina kæruna, núna vegna þess að þau hafa búið til kerfi sem er ekki fyrir fólkið. Öll kerfi eru mannanna verk í þessu tilfelli verk meirihlutans í Reykjavík og það er þeirra að breyta kerfinu. Það hefur ekki verið gert þrátt fyrir óskir um slíkt og ábyrgðinni varpað á jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Kæri meirihluti kerfið er ykkar, þið eruð að valda því að foreldrar fatlaðs barns hafa kært ykkar kerfi, þau hafa orðið að segja frá sinni baráttu opinberlega í þeirri veiku von að þið hlustið, ekki til þess að finna einhverja aðra til þess að varpa sökinni á. Hlustið og breytið kerfinu þannig að það sé ekki að mismuna fötluðum börnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun