Stjórnvöld fá ekki að komast upp með að lofa og svíkja Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. júní 2020 21:04 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir flest benda til þess að setjast þurfi aftur að samningaborðinu í haust. Vísir/Stöð2 Formaður VR á von á að lífskjarasamningunum verði sagt upp í haust. Hann segir hart sótt að verkalýðshreyfingunni nú og réttindum launafólks. Stjórnvöldum verði ekki leyft að komast upp með það að lofa og svíkja. Í byrjun september virkjast endurskoðunarákvæði sem er í lífskjarasamningunum en þá verður meðal annars hægt að segja samningnum upp. Samningarnir eiga að óbreyttu að gilda til ársins 2022. Stjórn VR fundaði í gær og ræddi endurskoðunina í haust. „Ég á frekar von á því að samningunum verði sagt upp. Mér líst ekki á blikuna og við funduðum um þetta stjórn VR í gær á stjórnarfundi og það er bara mjög þungt hljóðið í fólki,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Á meðal þess sem stjórnin er mjög ósátt við er að stjórnvöld hafi ekki staðið við loforð um afnám 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána. Ragnar segir að ef samningum verður sagt upp muni VR leggja fram nýjar kröfur í samræmi við það ástand sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. „Hér er afkomuöryggi fólks ógnað alls staðar. Það er mjög hart sótt að verkalýðshreyfingunni, réttindum okkar sem við höfum tekið áratugi að byggja upp, þannig ég sé það fyrir mér að kröfugerðin hún verði uppfærð. Það verði margt nýtt sett inn bæði gagnvart stjórnvöldum og atvinnulífinu að öðrum kosti verði farið í mjög harkaleg átök.“ Ragnar segir sitt fólk tilbúið berjast fyrir sínu. „Ef að stjórnvöld ætla ekki að taka það ástand alvarlega eins og ég hef verið að benda á mánuðum saman varðandi lífskjarasamninginn, að halda þessu saman, að þá er bara voðinn vís og við erum ekki verkalýðshreyfing held ég sem ætlar að sitja á hliðarlínunni og leyfa stjórnvöldum að komast upp með það að lofa og svíkja. Ég held að það sé liðin tíð.“ Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Meiri líkur á að hækkanir lífskjarasamningsins nái í gegn Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur meiri líkur en minni á að launahækkanir sem samið var um í lífskjarasamningnum og taka eiga gildi um áramótin nái fram að ganga. Þetta er haft eftir honum í Morgunblaðinu í dag. 21. apríl 2020 07:11 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Formaður VR á von á að lífskjarasamningunum verði sagt upp í haust. Hann segir hart sótt að verkalýðshreyfingunni nú og réttindum launafólks. Stjórnvöldum verði ekki leyft að komast upp með það að lofa og svíkja. Í byrjun september virkjast endurskoðunarákvæði sem er í lífskjarasamningunum en þá verður meðal annars hægt að segja samningnum upp. Samningarnir eiga að óbreyttu að gilda til ársins 2022. Stjórn VR fundaði í gær og ræddi endurskoðunina í haust. „Ég á frekar von á því að samningunum verði sagt upp. Mér líst ekki á blikuna og við funduðum um þetta stjórn VR í gær á stjórnarfundi og það er bara mjög þungt hljóðið í fólki,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Á meðal þess sem stjórnin er mjög ósátt við er að stjórnvöld hafi ekki staðið við loforð um afnám 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána. Ragnar segir að ef samningum verður sagt upp muni VR leggja fram nýjar kröfur í samræmi við það ástand sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. „Hér er afkomuöryggi fólks ógnað alls staðar. Það er mjög hart sótt að verkalýðshreyfingunni, réttindum okkar sem við höfum tekið áratugi að byggja upp, þannig ég sé það fyrir mér að kröfugerðin hún verði uppfærð. Það verði margt nýtt sett inn bæði gagnvart stjórnvöldum og atvinnulífinu að öðrum kosti verði farið í mjög harkaleg átök.“ Ragnar segir sitt fólk tilbúið berjast fyrir sínu. „Ef að stjórnvöld ætla ekki að taka það ástand alvarlega eins og ég hef verið að benda á mánuðum saman varðandi lífskjarasamninginn, að halda þessu saman, að þá er bara voðinn vís og við erum ekki verkalýðshreyfing held ég sem ætlar að sitja á hliðarlínunni og leyfa stjórnvöldum að komast upp með það að lofa og svíkja. Ég held að það sé liðin tíð.“
Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Meiri líkur á að hækkanir lífskjarasamningsins nái í gegn Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur meiri líkur en minni á að launahækkanir sem samið var um í lífskjarasamningnum og taka eiga gildi um áramótin nái fram að ganga. Þetta er haft eftir honum í Morgunblaðinu í dag. 21. apríl 2020 07:11 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Meiri líkur á að hækkanir lífskjarasamningsins nái í gegn Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur meiri líkur en minni á að launahækkanir sem samið var um í lífskjarasamningnum og taka eiga gildi um áramótin nái fram að ganga. Þetta er haft eftir honum í Morgunblaðinu í dag. 21. apríl 2020 07:11