Búnir að bíða lengi eftir því að koma vegagerð um Gufudalssveit af stað Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2020 09:52 Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Landvernd kærði framkvæmdaleyfi sem Reykhólahreppur veitti Vegagerðinni í febrúar fyrir Teigsskógarleið og krafðist þess um leið að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála stöðvaði verkið þar til endanlegur úrskurður lægi fyrir. Þeirri kröfu Landverndar hefur nú verið hafnað. En lítur Vegagerðin á þetta sem áfangasigur? „Ja, þetta er allavega.. verkið kemst af stað. Við erum búnir að bíða lengi eftir því. En það er ekki komin heildarniðurstaða en nefndin er búin að gefa það út að hún muni úrskurða ekki síðar en í haust,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Vegagerðin hyggst byrja á tengivegunum að Gufudal og Djúpadal. Kaflinn að Gufudal er hluti núverandi Vestfjarðavegar.Kort/Hafsteinn Þórðarson. Þangað til er Vegagerðinni heimilt að byrja á tveimur tengivegum, annars vegar að Gufudal og hins vegar að Djúpadal, og ætlar að drífa verkið af stað. „Og stefnum að því að bjóða út annan eða báða, bara í mánuðinum.“ -Og hvenær gætu þá framkvæmdir hafist? „Það þýðir að menn byrja ekki fyrr en um miðjan ágúst, eitthvað svoleiðis – að þeir fari að hreyfa við jarðvegi. Og svo myndi þessu verkefni ljúka næsta sumar." Nýr sjö kílómetra malbikskafli milli Skálaness og Gufudals yrði hluti núverandi Vestfjarðavegar. „Sem verður þá lagður bundnu slitlagi næsta sumar. Og hann mun í öllu falli, hver sem endirinn verður, nýtast umferðinni í allmörg ár.“ Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og Þorskafjörður verður jafnframt þveraður á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Eigendur tveggja jarða neita hins vegar að láta landið af hendi undir veg. „Það þýðir þá að öllum líkindum að við neyðumst til að fara í eignarnám.“ Magnús vonast þó til að framhaldið fáist á hreint í haust. „En við bara erum bjartsýnir og vonumst þá til að geta farið af stað í haust með það að geta boðið stóran hluta af framkvæmdinni út,“ segir framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Samgöngur Umhverfismál Teigsskógur Tengdar fréttir Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Landvernd kærði framkvæmdaleyfi sem Reykhólahreppur veitti Vegagerðinni í febrúar fyrir Teigsskógarleið og krafðist þess um leið að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála stöðvaði verkið þar til endanlegur úrskurður lægi fyrir. Þeirri kröfu Landverndar hefur nú verið hafnað. En lítur Vegagerðin á þetta sem áfangasigur? „Ja, þetta er allavega.. verkið kemst af stað. Við erum búnir að bíða lengi eftir því. En það er ekki komin heildarniðurstaða en nefndin er búin að gefa það út að hún muni úrskurða ekki síðar en í haust,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Vegagerðin hyggst byrja á tengivegunum að Gufudal og Djúpadal. Kaflinn að Gufudal er hluti núverandi Vestfjarðavegar.Kort/Hafsteinn Þórðarson. Þangað til er Vegagerðinni heimilt að byrja á tveimur tengivegum, annars vegar að Gufudal og hins vegar að Djúpadal, og ætlar að drífa verkið af stað. „Og stefnum að því að bjóða út annan eða báða, bara í mánuðinum.“ -Og hvenær gætu þá framkvæmdir hafist? „Það þýðir að menn byrja ekki fyrr en um miðjan ágúst, eitthvað svoleiðis – að þeir fari að hreyfa við jarðvegi. Og svo myndi þessu verkefni ljúka næsta sumar." Nýr sjö kílómetra malbikskafli milli Skálaness og Gufudals yrði hluti núverandi Vestfjarðavegar. „Sem verður þá lagður bundnu slitlagi næsta sumar. Og hann mun í öllu falli, hver sem endirinn verður, nýtast umferðinni í allmörg ár.“ Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og Þorskafjörður verður jafnframt þveraður á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Eigendur tveggja jarða neita hins vegar að láta landið af hendi undir veg. „Það þýðir þá að öllum líkindum að við neyðumst til að fara í eignarnám.“ Magnús vonast þó til að framhaldið fáist á hreint í haust. „En við bara erum bjartsýnir og vonumst þá til að geta farið af stað í haust með það að geta boðið stóran hluta af framkvæmdinni út,“ segir framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Samgöngur Umhverfismál Teigsskógur Tengdar fréttir Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15
Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33