Hervæðing bandarísku lögreglunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. júní 2020 19:00 Þessir lögreglumenn í Orlando beittu táragasi gegn mótmælendum á dögunum. AP/Joe Burbank Bandaríski herinn hefur sent lögreglunni hergögn að verðmæti rúmlega sjö milljarða bandaríkjadala frá árinu 1990. Vísbendingar eru um að þau lögregluembætti sem fá meira af hergögnum beiti oftar ofbeldi. 7,4 milljarðar Á síðasta áratug síðustu aldar samþykkti bandaríska þingið að færa mætti þau hergögn sem herinn hefur ekki þörf fyrir til löggæslustofnana. Þetta verkefni hefur gjarnan verið kallað Verkefni 1033 og eins og stendur í dag taka um 8.200 lögregluembætti þátt, samkvæmt því sem kemur fram á síðu yfirvalda um verkefnið. Undanfarna áratugi hefur bandaríska lögreglan fengið vörur að verðmæti um 7,4 milljarða dala í gegnum verkefnið. Að einhverjum hluta skrifstofubúnað, talstöðvar og fatnað en einnig brynvarin farartæki, hríðskotabyssur og önnur vopn. Jarðsprengjuþolin farartæki Í forsetatíð sinni undirritaði Barack Obama forsetatilskipun og bannaði að lögregla fengi til dæmis sprengjuvörpur og herþotur til afnota. Donald Trump felldi þessa tilskipun hins vegar úr gildi árið 2017. Á meðal þess dýrasta og stærsta sem lögreglan hefur fengið til afnota eru til dæmis farartæki, sérstaklega útbúin til að þola jarðsprengjur. Þessi farartæki voru hönnuð fyrir stríðin í Írak og Afganistan en eru nú komin til lögreglunnar þegar þörfin er ekki lengur fyrir hendi. Aukið lögregluofbeldi Samkvæmt rannsókn sem birtist í ritrýnda tímaritinu Research and Politics árið 2017 eru skýrar vísbendingar um að lögregluofbeldi aukist eftir því sem umdæmið fær afnot af meiri og dýrari hergögnum. Almenn tölfræði um lögregluofbeldi í Bandaríkjunum sýnir svo nokkuð svarta stöðu. Miklu fleiri deyja í haldi lögreglu í Bandaríkjunum en í sambærilegum löndum, samkvæmt þeirri tölfræði sem CNN tók saman á dögunum. Sömuleiðis skýtur bandaríska lögreglan mun fleiri til bana. Þúsund á hverjar tíu milljónir íbúa samanborið við til dæmis þrjá á Bretlandi. Bandaríska lögreglan er svo nærri fjórum sinnum líklegri til þess að beita svart fólk valdi en hvítt og eru svartir karlmenn þrefalt líklegri til að deyja í haldi lögreglu en hvítir. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Bandaríski herinn hefur sent lögreglunni hergögn að verðmæti rúmlega sjö milljarða bandaríkjadala frá árinu 1990. Vísbendingar eru um að þau lögregluembætti sem fá meira af hergögnum beiti oftar ofbeldi. 7,4 milljarðar Á síðasta áratug síðustu aldar samþykkti bandaríska þingið að færa mætti þau hergögn sem herinn hefur ekki þörf fyrir til löggæslustofnana. Þetta verkefni hefur gjarnan verið kallað Verkefni 1033 og eins og stendur í dag taka um 8.200 lögregluembætti þátt, samkvæmt því sem kemur fram á síðu yfirvalda um verkefnið. Undanfarna áratugi hefur bandaríska lögreglan fengið vörur að verðmæti um 7,4 milljarða dala í gegnum verkefnið. Að einhverjum hluta skrifstofubúnað, talstöðvar og fatnað en einnig brynvarin farartæki, hríðskotabyssur og önnur vopn. Jarðsprengjuþolin farartæki Í forsetatíð sinni undirritaði Barack Obama forsetatilskipun og bannaði að lögregla fengi til dæmis sprengjuvörpur og herþotur til afnota. Donald Trump felldi þessa tilskipun hins vegar úr gildi árið 2017. Á meðal þess dýrasta og stærsta sem lögreglan hefur fengið til afnota eru til dæmis farartæki, sérstaklega útbúin til að þola jarðsprengjur. Þessi farartæki voru hönnuð fyrir stríðin í Írak og Afganistan en eru nú komin til lögreglunnar þegar þörfin er ekki lengur fyrir hendi. Aukið lögregluofbeldi Samkvæmt rannsókn sem birtist í ritrýnda tímaritinu Research and Politics árið 2017 eru skýrar vísbendingar um að lögregluofbeldi aukist eftir því sem umdæmið fær afnot af meiri og dýrari hergögnum. Almenn tölfræði um lögregluofbeldi í Bandaríkjunum sýnir svo nokkuð svarta stöðu. Miklu fleiri deyja í haldi lögreglu í Bandaríkjunum en í sambærilegum löndum, samkvæmt þeirri tölfræði sem CNN tók saman á dögunum. Sömuleiðis skýtur bandaríska lögreglan mun fleiri til bana. Þúsund á hverjar tíu milljónir íbúa samanborið við til dæmis þrjá á Bretlandi. Bandaríska lögreglan er svo nærri fjórum sinnum líklegri til þess að beita svart fólk valdi en hvítt og eru svartir karlmenn þrefalt líklegri til að deyja í haldi lögreglu en hvítir.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira