Réttarmeinafræðingur segir dauða Brooks hafa verið manndráp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júní 2020 08:41 Rayshard Brooks sofnaði í röðinni í bílalúgu á veitingastaðnum Wendy's. Lögreglan var kölluð til með þeim afleiðingum að Brooks var skotinn til bana. EPA/ JOHN AMIS/ STEWART TRIAL ATTORNEYS HANDOUT Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. Þetta segir í niðurstöðu réttarmeinafræðings Fulton County sem birt var á sunnudag. Í kjölfarið hófust mótmæli í Atlanta á ný en mótmælaalda hefur riðið yfir Bandaríkin og hefur kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi verið mótmælt. Mótmælin hófust fyrst í kjölfar dauða George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lést í haldi lögreglu. Við krufningu sem gerð var á sunnudag kom í ljós að Brooks, sem var 27 ára gamall, hafi látist vegna blóðláts og líffæraskemmda sem orsökuðust af tveimur skotsárum. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í yfirlýsingu. Þá sé dauði hans flokkaður sem manndráp. Brooks hafði sofnað í bíl sínum við bílalúgu veitingastaðarins Wendy‘s og var skotinn í bakið eftir átök við lögreglu. Lögreglustjórinn í Atlanta hefur látið af störfum eftir atvikið. Átök við lögreglu Rannsókn á dauða Brooks hefur leitt það í ljós að lögregla hafi verið kölluð að Wendy‘s staðnum eftir að tilkynnt hafi verið um mann sofandi í bíl sínum og stíflað röðina í bílalúguna. Að sögn lögreglu fór Brooks ekki að fyrirmælum þegar hann var handtekinn í kjölfar þess að hafa mælst með of hátt magn áfengis í blástursmæli. Myndbönd sem náðust af atvikinu sýna að samskipti lögreglunnar og Brooks hafi verið nokkuð vinaleg fyrst, Brooks talaði um afmæli dóttur sinnar. Þegar lögreglumaðurinn ætlaði að handtaka Brooks brutust út átök við lögreglumennina tvo sem voru á staðnum. Brooks náði að losa sig og hrifsaði rafbyssu af öðrum lögreglumannanna og hleypur svo í burtu yfir bílastæðið. Þá sést í öryggismyndavél veitingastaðarins að Brooks sneri sér við og virtist ætla að skjóta af rafmagnsbyssunni þegar annar lögreglumannanna dregur fram skammbyssu sína og skýtur af henni með þeim afleiðingum að Brooks fellur til jarðar. Lögreglumaðurinn sem er grunaður um morðið á Brooks hefur verið rekinn og hinn lögreglumaðurinn sem var á staðnum, einnig hvítur, hefur verið settur í leyfi frá störfum. Sá fyrrnefndi hafði starfað í sex ár innan lögreglunnar en hinn í tvö ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að dauði Brooks hafi verið morð en það hefur síðan verið leiðrétt. Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. Þetta segir í niðurstöðu réttarmeinafræðings Fulton County sem birt var á sunnudag. Í kjölfarið hófust mótmæli í Atlanta á ný en mótmælaalda hefur riðið yfir Bandaríkin og hefur kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi verið mótmælt. Mótmælin hófust fyrst í kjölfar dauða George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lést í haldi lögreglu. Við krufningu sem gerð var á sunnudag kom í ljós að Brooks, sem var 27 ára gamall, hafi látist vegna blóðláts og líffæraskemmda sem orsökuðust af tveimur skotsárum. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í yfirlýsingu. Þá sé dauði hans flokkaður sem manndráp. Brooks hafði sofnað í bíl sínum við bílalúgu veitingastaðarins Wendy‘s og var skotinn í bakið eftir átök við lögreglu. Lögreglustjórinn í Atlanta hefur látið af störfum eftir atvikið. Átök við lögreglu Rannsókn á dauða Brooks hefur leitt það í ljós að lögregla hafi verið kölluð að Wendy‘s staðnum eftir að tilkynnt hafi verið um mann sofandi í bíl sínum og stíflað röðina í bílalúguna. Að sögn lögreglu fór Brooks ekki að fyrirmælum þegar hann var handtekinn í kjölfar þess að hafa mælst með of hátt magn áfengis í blástursmæli. Myndbönd sem náðust af atvikinu sýna að samskipti lögreglunnar og Brooks hafi verið nokkuð vinaleg fyrst, Brooks talaði um afmæli dóttur sinnar. Þegar lögreglumaðurinn ætlaði að handtaka Brooks brutust út átök við lögreglumennina tvo sem voru á staðnum. Brooks náði að losa sig og hrifsaði rafbyssu af öðrum lögreglumannanna og hleypur svo í burtu yfir bílastæðið. Þá sést í öryggismyndavél veitingastaðarins að Brooks sneri sér við og virtist ætla að skjóta af rafmagnsbyssunni þegar annar lögreglumannanna dregur fram skammbyssu sína og skýtur af henni með þeim afleiðingum að Brooks fellur til jarðar. Lögreglumaðurinn sem er grunaður um morðið á Brooks hefur verið rekinn og hinn lögreglumaðurinn sem var á staðnum, einnig hvítur, hefur verið settur í leyfi frá störfum. Sá fyrrnefndi hafði starfað í sex ár innan lögreglunnar en hinn í tvö ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að dauði Brooks hafi verið morð en það hefur síðan verið leiðrétt.
Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“