Myndi þiggja afsökunarbeiðni frá Bjarna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. júní 2020 13:51 Þorvaldur Gylfason, Bjarni Benediktsson og Lars Calmfors. Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits myndi þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra þar sem hann hafi sakað sig um vinahygli á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær. Umfjöllun um mál Þorvaldar Gylfasonar hefur vakið athygli utan landsteinanna. Lars Calmfors sem ritstýrð norræna fræðitímaritinu Nordic Economic Policy Review síðustu þrjú ár gagnrýndi í fréttum okkar í gær að Bjarni Benediktsson hefði haft afskipti af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar sem ritstjóra tímaritsins. Í tölvupósti frá Lars í dag segist hann vilja þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra vegna orða Bjarna Benediktssonar sem snertu hann og féllu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær um mál Þorvaldar Gylfasonar. „Ég mælti með Þorvaldi í starfið því ég taldi að hann uppfyllti hæfniskröfur í það. Hann er þekktur alþjóðlega sem hagfræðingur með hæfni á mörgum sviðum og hefur mikla reynslu af því að gera akademísk fræði aðgengileg fyrir stefnumótun. Þá hefur hann yfirgripsmikla þekkingu í vanda norrænna landa í efnahagsmálum. Að því ég best veit setti íslenska fjármálaráðuneytið ekkert út á fræðistörf Þorvaldar heldur vísaði til pólitískra afskipta hans,“ segir Lars í tölvupósti. Lars Calmfors segist afar undrandi á að hafa þar verið sakaður af fjármálaráðherra um vinahygli þegar hann réð Þorvald Gylfasson hagfræðiprófessor sem arftaka sinn. Hann telur að ráðherra hafi aldrei áður skipt sér af ráðningu við tímaritið og telur að tíma þeirra sé betur varið í önnur störf. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær að Þorvaldur Gylfason væri ekki heppilegur samstarfsmaður við ráðuneytið þegar kæmi að því að ritstýra tímaritinu. Bjarni hefði viljað konu sem hefði komið að stefnumótun stjórnvalda í efnahagsmálum. Um sé að ræða norrænt samstarf um útgáfu rits sem sé að ætlað styðja við stefnumótun ríkjanna. „Þannig að efnistökin í ritið séu valin í samráði ráðuneytana, í okkar tilviki fjármálaráðuneytið þannig að þær fræðigreinar sem að fæðast í samstarfinu séu innlegg í þá stefnumótun sem á sér stað á Norðurlöndunum, þetta hefur okkur fundist mikilvægt,“ sagði Bjarni Benediktsson á fundinum í gær. Lars Calmfors segir að ritstjórnin ákveði efnistökin sem geti verið innlegg í stefnumótun í efnahagsmálum. Hann telur að fjármálaráðuneti eigi ekki að stjórna efnistökunum. „Ég tel að við eigum að hafa góðar greinar í ritinu sem geta verið innlegg í stefnumótun í efnahagsmálum. Ég tel ekki að fjármálaráðuneytin sjálf eigi að stjórna efnistökunum. Ritstjórnin velur ákveðið þema sem við teljum að skipti máli fyrir stefnumótun og reynum svo að finna bestu höfundana til að skrifa um málefnið,“ segir Lars. Sænska blaðið Dagens Nyheter fjallar um ráðningarmál Þorvalds Gylfasonar á vef sínum. Þar segir Lars Calmfors segir að málið geti haft áhrif á trúverðugleika umrædds tímarits. Stjórnsýsla Efnahagsmál Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits myndi þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra þar sem hann hafi sakað sig um vinahygli á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær. Umfjöllun um mál Þorvaldar Gylfasonar hefur vakið athygli utan landsteinanna. Lars Calmfors sem ritstýrð norræna fræðitímaritinu Nordic Economic Policy Review síðustu þrjú ár gagnrýndi í fréttum okkar í gær að Bjarni Benediktsson hefði haft afskipti af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar sem ritstjóra tímaritsins. Í tölvupósti frá Lars í dag segist hann vilja þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra vegna orða Bjarna Benediktssonar sem snertu hann og féllu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær um mál Þorvaldar Gylfasonar. „Ég mælti með Þorvaldi í starfið því ég taldi að hann uppfyllti hæfniskröfur í það. Hann er þekktur alþjóðlega sem hagfræðingur með hæfni á mörgum sviðum og hefur mikla reynslu af því að gera akademísk fræði aðgengileg fyrir stefnumótun. Þá hefur hann yfirgripsmikla þekkingu í vanda norrænna landa í efnahagsmálum. Að því ég best veit setti íslenska fjármálaráðuneytið ekkert út á fræðistörf Þorvaldar heldur vísaði til pólitískra afskipta hans,“ segir Lars í tölvupósti. Lars Calmfors segist afar undrandi á að hafa þar verið sakaður af fjármálaráðherra um vinahygli þegar hann réð Þorvald Gylfasson hagfræðiprófessor sem arftaka sinn. Hann telur að ráðherra hafi aldrei áður skipt sér af ráðningu við tímaritið og telur að tíma þeirra sé betur varið í önnur störf. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær að Þorvaldur Gylfason væri ekki heppilegur samstarfsmaður við ráðuneytið þegar kæmi að því að ritstýra tímaritinu. Bjarni hefði viljað konu sem hefði komið að stefnumótun stjórnvalda í efnahagsmálum. Um sé að ræða norrænt samstarf um útgáfu rits sem sé að ætlað styðja við stefnumótun ríkjanna. „Þannig að efnistökin í ritið séu valin í samráði ráðuneytana, í okkar tilviki fjármálaráðuneytið þannig að þær fræðigreinar sem að fæðast í samstarfinu séu innlegg í þá stefnumótun sem á sér stað á Norðurlöndunum, þetta hefur okkur fundist mikilvægt,“ sagði Bjarni Benediktsson á fundinum í gær. Lars Calmfors segir að ritstjórnin ákveði efnistökin sem geti verið innlegg í stefnumótun í efnahagsmálum. Hann telur að fjármálaráðuneti eigi ekki að stjórna efnistökunum. „Ég tel að við eigum að hafa góðar greinar í ritinu sem geta verið innlegg í stefnumótun í efnahagsmálum. Ég tel ekki að fjármálaráðuneytin sjálf eigi að stjórna efnistökunum. Ritstjórnin velur ákveðið þema sem við teljum að skipti máli fyrir stefnumótun og reynum svo að finna bestu höfundana til að skrifa um málefnið,“ segir Lars. Sænska blaðið Dagens Nyheter fjallar um ráðningarmál Þorvalds Gylfasonar á vef sínum. Þar segir Lars Calmfors segir að málið geti haft áhrif á trúverðugleika umrædds tímarits.
Stjórnsýsla Efnahagsmál Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira