Tvöfaldur sigur Jakobs í Meistaradeildinni Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2020 13:30 Jakob Svavar Sigurðsson með verðlaunin sín. mynd/meistaradeild.is Annað árið í röð stóð Jakob Svavar Sigurðsson uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum en hann vann öruggan sigur. Lið hans, Hjarðartún, vann liðakeppnina. Keppnistímabilið dróst á langinn vegna kórónuveirufaraldursins en því lauk í gærkvöld á mótssvæði Sleipnis á Selfossi, með keppni í tölti og 100 m flugskeiði. Jakob var með nokkuð örugga forystu fyrir lokakvöldið, náði að halda henni og er því Meistarinn 2020. Hann hlaut 48,5 stig en næstur kom Viðar Ingólfsson með 35 stig og í 3. sæti varð Konráð Valur Sveinsson með 28 stig sem hann safnaði reyndar einungis í skeiðgreinum. Fjórgangur: 1.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Slaktaumatölt: 5.sæti – Vallarsól frá Völlum Fimmgangur: 1.sæti – Skýr frá Skálakoti Gæðingafimi: 4.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Gæðingaskeið: 10.sæti – Nökkvi frá Syðra-Skörðugili Flugskeið: 6.sæti – Jarl frá Kílhrauni Tölt: 4.-5.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Jakob var auk þess í liði Hjarðartúns sem sigraði liðakeppni Meistaradeildarinnar. Hjarðartún safnaði 377 stig og var með forystuna allt tímabilið. Liðið hlaut liðaplattann í fjórgangi (deildi honum með liði Eques/Kingsland), fimmgangi og 150 m skeiði. Hjarðartún vann liðakeppnina.mynd/meistaradeild.is Auk Jakobs voru í liðinu þau Helga Una Björnsdóttir (liðsstjóri), Elvar Þormarsson, Hans Þór Hilmarsson og Þórarinn Ragnarsson. Í 2. sæti varð lið Hrímnis/Export með 317,5 stig og í 3. sæti Hestvit/Árbakki með 311,5 stig. Heildarniðurstöður úr einstaklings- og liðakeppninni. Sigursteinn og Viðar unnu lokagreinarnar Sigursteinn Sumarliðason vann flugskeiðið í gær á Krókusi frá Dalbæ en þeir fóru 100 metrana á 7,37 sekúndum, 7/100 úr sekúndu hraðar en Jóhann Magnússon á Fröken frá Bessastöðum. Allir knapar klæddust bleikum bol til stuðnings Eddu Rúnar Ragnarsdóttur en stofnaður hefur verið styrktarsjóður henni og fjölskyldu hennar til stuðnings, en hún lenti í slysi þegar hún féll af hestbaki í byrjun maí. Viðar náði að saxa á Jakob í heildarkeppninni með því að vinna töltið af öryggi, á Maístjörnu frá Árbæjarhjáleigu II. Fengu þeir 8,83 í einkunn. Næstur kom Siguroddur Pétursson á Stegg frá Hrísdal en þeir fengu 8,5 í einkunn. Hestar Hestaíþróttir Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Annað árið í röð stóð Jakob Svavar Sigurðsson uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum en hann vann öruggan sigur. Lið hans, Hjarðartún, vann liðakeppnina. Keppnistímabilið dróst á langinn vegna kórónuveirufaraldursins en því lauk í gærkvöld á mótssvæði Sleipnis á Selfossi, með keppni í tölti og 100 m flugskeiði. Jakob var með nokkuð örugga forystu fyrir lokakvöldið, náði að halda henni og er því Meistarinn 2020. Hann hlaut 48,5 stig en næstur kom Viðar Ingólfsson með 35 stig og í 3. sæti varð Konráð Valur Sveinsson með 28 stig sem hann safnaði reyndar einungis í skeiðgreinum. Fjórgangur: 1.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Slaktaumatölt: 5.sæti – Vallarsól frá Völlum Fimmgangur: 1.sæti – Skýr frá Skálakoti Gæðingafimi: 4.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Gæðingaskeið: 10.sæti – Nökkvi frá Syðra-Skörðugili Flugskeið: 6.sæti – Jarl frá Kílhrauni Tölt: 4.-5.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Jakob var auk þess í liði Hjarðartúns sem sigraði liðakeppni Meistaradeildarinnar. Hjarðartún safnaði 377 stig og var með forystuna allt tímabilið. Liðið hlaut liðaplattann í fjórgangi (deildi honum með liði Eques/Kingsland), fimmgangi og 150 m skeiði. Hjarðartún vann liðakeppnina.mynd/meistaradeild.is Auk Jakobs voru í liðinu þau Helga Una Björnsdóttir (liðsstjóri), Elvar Þormarsson, Hans Þór Hilmarsson og Þórarinn Ragnarsson. Í 2. sæti varð lið Hrímnis/Export með 317,5 stig og í 3. sæti Hestvit/Árbakki með 311,5 stig. Heildarniðurstöður úr einstaklings- og liðakeppninni. Sigursteinn og Viðar unnu lokagreinarnar Sigursteinn Sumarliðason vann flugskeiðið í gær á Krókusi frá Dalbæ en þeir fóru 100 metrana á 7,37 sekúndum, 7/100 úr sekúndu hraðar en Jóhann Magnússon á Fröken frá Bessastöðum. Allir knapar klæddust bleikum bol til stuðnings Eddu Rúnar Ragnarsdóttur en stofnaður hefur verið styrktarsjóður henni og fjölskyldu hennar til stuðnings, en hún lenti í slysi þegar hún féll af hestbaki í byrjun maí. Viðar náði að saxa á Jakob í heildarkeppninni með því að vinna töltið af öryggi, á Maístjörnu frá Árbæjarhjáleigu II. Fengu þeir 8,83 í einkunn. Næstur kom Siguroddur Pétursson á Stegg frá Hrísdal en þeir fengu 8,5 í einkunn.
Fjórgangur: 1.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Slaktaumatölt: 5.sæti – Vallarsól frá Völlum Fimmgangur: 1.sæti – Skýr frá Skálakoti Gæðingafimi: 4.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Gæðingaskeið: 10.sæti – Nökkvi frá Syðra-Skörðugili Flugskeið: 6.sæti – Jarl frá Kílhrauni Tölt: 4.-5.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti
Hestar Hestaíþróttir Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira