Ekkert lát á jarðskjálftahrinunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2020 13:22 Jarðskjálftahrinan hefur ollið miklu grjóthruni bæði á Tröllaskaga, Flateyjarskaga og í Málmey. Vísir/Jóhann - AÐSEND/SIGURGEIR HARALDSSON Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst um hádegisbil á föstudag á Norðurlandi. Sjálfvirka jarðskjálftakerfi Veðurstofu Íslands hefur mælt tæplega 2000 skjálfta á svæðinu og þar af eru rúmlega 600 sem hafa riðið yfir frá miðnætti. Rúmlega 70 þessara skjálfta hafa mælst yfir 3 að stærð og stærsti skjálftinn mældist 5,6 að stærð en hann reið yfir klukkan hálf átta í gærkvöldi. Skjálftinn fannst vel og bárust fregnir frá Ísafirði um að skjálftinn hafi fundist þar. Jarðskjálftarnir eiga upptök sín um 20 km norðaustur af Siglufirði og hafa haldist á svipuðum slóðum frá því á föstudag. Klukkan hálf tólf í dag mældist skjálfti af stærðinni 4 sem fannst á Siglufirði og Akureyri. Um klukkan þrjú í nótt mældist skjálfti af stærðinni 4,3 og fylgdi honum eftirskjálfti af stærðinni 3,5. Tilkynningar bárust veðurstofunni að skjálftinn í nótt hafi fundist í Eyjafirði, á Ólafsfirði og Siglufirði. Stærri skjálftar hafa fundist víða um landið, á öllu Norðurlandi og eins og fyrr sagði allt að Ísafirði. Hægt er að tilkynna um að hafa fundið fyrir skjálfta hér. Fram kemur í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að búast megi við að skjálftahrinan haldi áfram næstu daga. Hrina af svipaðri gerð reið yfir á svæðinu árið 2012 og mældust þá sex skjálftar yfir 5 að stærð. Í hrinunni núna hafa tveir mælst yfir 5 og segir í tilkynningunni að ekki sé hægt að útiloka að þeir verði fleiri. Þá hefur verið talsvert um grjóthrun á Tröllaskaga og Flateyjarskaga en einnig hafa borist tilkynningar um hrun í Málmey. Rafmagnsleysi var í Kelduhverfi eftir skjálftann sem reið yfir um hálf átta í gær en engar tilkynningar hafa borist um eignatjón eða slys vegna skjálftanna í gær. Varað er við því að fólk aki um vegi sem liggja undir bröttum hlíðum á svæðinu og er fólk sem ferðast um fjöll eða brattlendi að varað við hrun- og skriðhættu. Því er ekki mælt með að fólk sé mikið til fjalla á meðan jarðskjálftahrinan er í gangi. Eldgos og jarðhræringar Fjallamennska Fjallabyggð Tengdar fréttir Fleiri en 1.500 skjálftar eftir að hrinan hófst Yfir 1.500 jarðskjálftar hafa mælst undanfarna tvo sólarhringa frá því að jarðskjálftahrina hófst um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. 21. júní 2020 07:28 Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga „Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. 20. júní 2020 22:31 Mikið af grjóti hrundi úr Gjögurtá Mikið grjóthrun hefur verið úr fjallshlíðum á norðurlandi eftir jarðskjálftann klukkan 19:26. 20. júní 2020 21:35 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst um hádegisbil á föstudag á Norðurlandi. Sjálfvirka jarðskjálftakerfi Veðurstofu Íslands hefur mælt tæplega 2000 skjálfta á svæðinu og þar af eru rúmlega 600 sem hafa riðið yfir frá miðnætti. Rúmlega 70 þessara skjálfta hafa mælst yfir 3 að stærð og stærsti skjálftinn mældist 5,6 að stærð en hann reið yfir klukkan hálf átta í gærkvöldi. Skjálftinn fannst vel og bárust fregnir frá Ísafirði um að skjálftinn hafi fundist þar. Jarðskjálftarnir eiga upptök sín um 20 km norðaustur af Siglufirði og hafa haldist á svipuðum slóðum frá því á föstudag. Klukkan hálf tólf í dag mældist skjálfti af stærðinni 4 sem fannst á Siglufirði og Akureyri. Um klukkan þrjú í nótt mældist skjálfti af stærðinni 4,3 og fylgdi honum eftirskjálfti af stærðinni 3,5. Tilkynningar bárust veðurstofunni að skjálftinn í nótt hafi fundist í Eyjafirði, á Ólafsfirði og Siglufirði. Stærri skjálftar hafa fundist víða um landið, á öllu Norðurlandi og eins og fyrr sagði allt að Ísafirði. Hægt er að tilkynna um að hafa fundið fyrir skjálfta hér. Fram kemur í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að búast megi við að skjálftahrinan haldi áfram næstu daga. Hrina af svipaðri gerð reið yfir á svæðinu árið 2012 og mældust þá sex skjálftar yfir 5 að stærð. Í hrinunni núna hafa tveir mælst yfir 5 og segir í tilkynningunni að ekki sé hægt að útiloka að þeir verði fleiri. Þá hefur verið talsvert um grjóthrun á Tröllaskaga og Flateyjarskaga en einnig hafa borist tilkynningar um hrun í Málmey. Rafmagnsleysi var í Kelduhverfi eftir skjálftann sem reið yfir um hálf átta í gær en engar tilkynningar hafa borist um eignatjón eða slys vegna skjálftanna í gær. Varað er við því að fólk aki um vegi sem liggja undir bröttum hlíðum á svæðinu og er fólk sem ferðast um fjöll eða brattlendi að varað við hrun- og skriðhættu. Því er ekki mælt með að fólk sé mikið til fjalla á meðan jarðskjálftahrinan er í gangi.
Eldgos og jarðhræringar Fjallamennska Fjallabyggð Tengdar fréttir Fleiri en 1.500 skjálftar eftir að hrinan hófst Yfir 1.500 jarðskjálftar hafa mælst undanfarna tvo sólarhringa frá því að jarðskjálftahrina hófst um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. 21. júní 2020 07:28 Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga „Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. 20. júní 2020 22:31 Mikið af grjóti hrundi úr Gjögurtá Mikið grjóthrun hefur verið úr fjallshlíðum á norðurlandi eftir jarðskjálftann klukkan 19:26. 20. júní 2020 21:35 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Fleiri en 1.500 skjálftar eftir að hrinan hófst Yfir 1.500 jarðskjálftar hafa mælst undanfarna tvo sólarhringa frá því að jarðskjálftahrina hófst um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. 21. júní 2020 07:28
Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga „Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. 20. júní 2020 22:31
Mikið af grjóti hrundi úr Gjögurtá Mikið grjóthrun hefur verið úr fjallshlíðum á norðurlandi eftir jarðskjálftann klukkan 19:26. 20. júní 2020 21:35