Katrínu Tönju líður betur og meira eins og henni sjálfri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 10:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur gefið sér tíma fyrir sig sjálfa síðustu daga og átti það svo sannarlega inni eftir tvær erfiðar vikur. Mynd/Instagram Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur tekið þátt í einni sinni erfiðustu þraut á ferlinum síðustu vikur með því að berjast af fullum krafti fyrir breytingum hjá CrossFit samtökunum. Katrín Tanja var með þeim fyrstu til að gagnrýna stjórn CrossFit samtakanna og ástæðan fyrir grimmri afstöðu hennar kom enn betur í ljós með afhjúpandi grein í New York Times um helgina. Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að fórna ferli sínum í CrossFit af því að hún var ekki tilbúin að standa með þeim mönnum sem höfðu stýrt CrossFit svo lengi með karlrembu og kvenfyrirlitningu. Greinin í New York Times var vissulega ljótur lestur en hún var líka lóð á vogarskálar Katrínar Tönju og fleiri sem heimta alvöru breytingar á stjórn CrossFit. Fyrsta færsla Katrínar Tönju eftir þessa grein var líka mun léttari og jákvæðari en hinar sem fóru á undan þar sem hún gagnrýndi forystuna harðlega. Eftir nokkrar vikna ástand þar sem mikið gekk á þá tókst Katrínu Tönju að finna tíma fyrir sjálfan sig um helgina eins og hún segir frá í sinni nýjustu færslu. View this post on Instagram Finally starting to feel a lot more like myself again & a big part of that is TAKING THE TIME for myself again: sleeping well, training hard & these quiet, relaxing 22 mins out of my day to stretch, breathe & just BE ?????????? @gowod_mobilityfirst - #Gowod #Mobility #MobilityFirst A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jun 22, 2020 at 9:14am PDT „Loksins er mér farið að líða meira eins og ég sjálf aftur. Stór partur af því er að ég tók mér tíma fyrir mig sjálfa. Ég svaf vel, æfði af krafti og nýtti mér vel 22 hljóðlátar mínútur til að slappa af, teygja, anda og vera ég sjálf,“ skrifaði Katrín Tanja. Hún var líka fljót að fá stuðning frá löndu sinni Anníe Mist Þórisdóttur. „Svooo falleg, nauðsynlegt að fá smá tíma fyrir ÞIG,“ skrifaði Anníe Mist. Eins og kom vel fram í viðtali Katrínar Tönju Davíðsdóttur á Stöð 2 Sport og Vísi í síðustu viku þá hefur hún tekið þetta erfiða mál inn á sig. Það er því gott að lesa að henni sé að takast að finna ró og sig sjálfa á ný. CrossFit Tengdar fréttir Ný grein NY Times um reynslu kvenna hjá CrossFit fékk Katrínu Tönju til að skrifa „oj“ Ósmekklegt og dónalegt lykilorð segir meira en þúsund orð um vinnuumhverfi kvenna hjá CrossFit en staða kvenna innan CrossFit er tekin fyrir í nýrri afhjúpandi grein í New York Times. 22. júní 2020 08:00 Segir CrossFit vera karlaveldi rekið af ógn Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur staðið fast á sínu í gegnum þann storm sem hefur geysað innan CrossFit íþróttarinnar, en hún gaf það út á dögunum að hún myndi ekki keppa aftur undir formerkjum CrossFit, ef ekki yrðu gerðar róttækar breytingar á yfirstjórninni. 18. júní 2020 19:00 „Elskum öll CrossFit samfélagið og enginn okkar vill sjá það falla“ Eigendur CrossFit Reykjavík mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun og fóru yfir viðkvæma stöðu í CrossFit samfélaginu. 15. júní 2020 12:00 Katrín Tanja er hætt Katrín Tanja Davíðsdóttir tilkynnti það í kvöld að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og að ef að ekkert breyttist yrði hún ekki lengur fulltrúi íþróttarinnar. 12. júní 2020 22:47 Fór yfir CrossFit hvirfilbylinn, peningavél eigandans og af hverju Katrín Tanja er hætt Stofnandi fyrstu og elstu CrossFit stöðvar landsins fór yfir atburðarásina sem hefur umturnað CrossFit heiminum síðustu vikur og þar kemur ýmislegt fróðlegt fram. 15. júní 2020 09:00 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur tekið þátt í einni sinni erfiðustu þraut á ferlinum síðustu vikur með því að berjast af fullum krafti fyrir breytingum hjá CrossFit samtökunum. Katrín Tanja var með þeim fyrstu til að gagnrýna stjórn CrossFit samtakanna og ástæðan fyrir grimmri afstöðu hennar kom enn betur í ljós með afhjúpandi grein í New York Times um helgina. Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að fórna ferli sínum í CrossFit af því að hún var ekki tilbúin að standa með þeim mönnum sem höfðu stýrt CrossFit svo lengi með karlrembu og kvenfyrirlitningu. Greinin í New York Times var vissulega ljótur lestur en hún var líka lóð á vogarskálar Katrínar Tönju og fleiri sem heimta alvöru breytingar á stjórn CrossFit. Fyrsta færsla Katrínar Tönju eftir þessa grein var líka mun léttari og jákvæðari en hinar sem fóru á undan þar sem hún gagnrýndi forystuna harðlega. Eftir nokkrar vikna ástand þar sem mikið gekk á þá tókst Katrínu Tönju að finna tíma fyrir sjálfan sig um helgina eins og hún segir frá í sinni nýjustu færslu. View this post on Instagram Finally starting to feel a lot more like myself again & a big part of that is TAKING THE TIME for myself again: sleeping well, training hard & these quiet, relaxing 22 mins out of my day to stretch, breathe & just BE ?????????? @gowod_mobilityfirst - #Gowod #Mobility #MobilityFirst A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jun 22, 2020 at 9:14am PDT „Loksins er mér farið að líða meira eins og ég sjálf aftur. Stór partur af því er að ég tók mér tíma fyrir mig sjálfa. Ég svaf vel, æfði af krafti og nýtti mér vel 22 hljóðlátar mínútur til að slappa af, teygja, anda og vera ég sjálf,“ skrifaði Katrín Tanja. Hún var líka fljót að fá stuðning frá löndu sinni Anníe Mist Þórisdóttur. „Svooo falleg, nauðsynlegt að fá smá tíma fyrir ÞIG,“ skrifaði Anníe Mist. Eins og kom vel fram í viðtali Katrínar Tönju Davíðsdóttur á Stöð 2 Sport og Vísi í síðustu viku þá hefur hún tekið þetta erfiða mál inn á sig. Það er því gott að lesa að henni sé að takast að finna ró og sig sjálfa á ný.
CrossFit Tengdar fréttir Ný grein NY Times um reynslu kvenna hjá CrossFit fékk Katrínu Tönju til að skrifa „oj“ Ósmekklegt og dónalegt lykilorð segir meira en þúsund orð um vinnuumhverfi kvenna hjá CrossFit en staða kvenna innan CrossFit er tekin fyrir í nýrri afhjúpandi grein í New York Times. 22. júní 2020 08:00 Segir CrossFit vera karlaveldi rekið af ógn Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur staðið fast á sínu í gegnum þann storm sem hefur geysað innan CrossFit íþróttarinnar, en hún gaf það út á dögunum að hún myndi ekki keppa aftur undir formerkjum CrossFit, ef ekki yrðu gerðar róttækar breytingar á yfirstjórninni. 18. júní 2020 19:00 „Elskum öll CrossFit samfélagið og enginn okkar vill sjá það falla“ Eigendur CrossFit Reykjavík mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun og fóru yfir viðkvæma stöðu í CrossFit samfélaginu. 15. júní 2020 12:00 Katrín Tanja er hætt Katrín Tanja Davíðsdóttir tilkynnti það í kvöld að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og að ef að ekkert breyttist yrði hún ekki lengur fulltrúi íþróttarinnar. 12. júní 2020 22:47 Fór yfir CrossFit hvirfilbylinn, peningavél eigandans og af hverju Katrín Tanja er hætt Stofnandi fyrstu og elstu CrossFit stöðvar landsins fór yfir atburðarásina sem hefur umturnað CrossFit heiminum síðustu vikur og þar kemur ýmislegt fróðlegt fram. 15. júní 2020 09:00 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Ný grein NY Times um reynslu kvenna hjá CrossFit fékk Katrínu Tönju til að skrifa „oj“ Ósmekklegt og dónalegt lykilorð segir meira en þúsund orð um vinnuumhverfi kvenna hjá CrossFit en staða kvenna innan CrossFit er tekin fyrir í nýrri afhjúpandi grein í New York Times. 22. júní 2020 08:00
Segir CrossFit vera karlaveldi rekið af ógn Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur staðið fast á sínu í gegnum þann storm sem hefur geysað innan CrossFit íþróttarinnar, en hún gaf það út á dögunum að hún myndi ekki keppa aftur undir formerkjum CrossFit, ef ekki yrðu gerðar róttækar breytingar á yfirstjórninni. 18. júní 2020 19:00
„Elskum öll CrossFit samfélagið og enginn okkar vill sjá það falla“ Eigendur CrossFit Reykjavík mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun og fóru yfir viðkvæma stöðu í CrossFit samfélaginu. 15. júní 2020 12:00
Katrín Tanja er hætt Katrín Tanja Davíðsdóttir tilkynnti það í kvöld að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og að ef að ekkert breyttist yrði hún ekki lengur fulltrúi íþróttarinnar. 12. júní 2020 22:47
Fór yfir CrossFit hvirfilbylinn, peningavél eigandans og af hverju Katrín Tanja er hætt Stofnandi fyrstu og elstu CrossFit stöðvar landsins fór yfir atburðarásina sem hefur umturnað CrossFit heiminum síðustu vikur og þar kemur ýmislegt fróðlegt fram. 15. júní 2020 09:00