Tripical bíður eftir næstu skrefum ríkisstjórnarinnar Sylvía Hall skrifar 24. júní 2020 10:57 Elísabet Agnarsdóttir er eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical. Vísir Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical, segir ekkert liggja fyrir um framhaldið hjá ferðaskrifstofunni fyrr en ríkisstjórnin hefur ákveðið næstu skref. Engin ákvörðun hafi verið tekin um að skila inn ferðaskrifstofuleyfinu. „Við tökum bara ákvörðun þegar að því kemur. Við þurfum bara að sjá hvað gerist hjá ríkisstjórninni, það er lykilatriði,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Ferðaskrifstofan hefur verið til umfjöllunar, meðal annars vegna útskriftarferðar Menntaskólans á Akureyri til Ítalíu sem fyrirhuguð var þann 8. júní síðastliðinn. Fengu nemendur minna en sólarhring til þess að ákveða sig hvort þeir væru reiðubúnir til þess að fara í ferðina. Greint var frá því fyrr í mánuðinum að málið væri komið í hendur lögmanna og væri meðal annars til skoðunar að höfða dómsmál. Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til með breytingartillögu að bætt verði við heimild í fyrirliggjandi frumvarp til fjáraukalaga að Ferðaábyrgðasjóður geti greitt kröfur vegna endurgreiðslu pakkaferða. Þannig geti sjóðurinn lánað ferðaskrifstofum undir markaðsvöxtum svo þær geti endurgreitt viðskiptavinum. Elísabet segir slíkt skipta öllu máli og vonast til að staðan skýrist frekar í vikunni. Það sé erfitt fyrir fyrirtækið að bjóða 100 prósent endurgreiðslu á einhverju sem búið er að kaupa. „Við erum bara að bíða eftir því hvað kemur hjá ríkisstjórninni og tökum næstum skref eftir það. Það hlýtur að koma í ljós í vikunni. Um leið og það er komið erum við tilbúin með hvað við ætlum að gera“ Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið fyrr í mánuðinum. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tripical-deilan komin á borð lögmanna Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical er ósammála um að henni beri skylda að endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri útskriftarferð þeirra. Málið er komið í hendur lögmanna og foreldri skoðar að höfða dómsmál. 5. júní 2020 21:00 Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5. júní 2020 12:04 Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical, segir ekkert liggja fyrir um framhaldið hjá ferðaskrifstofunni fyrr en ríkisstjórnin hefur ákveðið næstu skref. Engin ákvörðun hafi verið tekin um að skila inn ferðaskrifstofuleyfinu. „Við tökum bara ákvörðun þegar að því kemur. Við þurfum bara að sjá hvað gerist hjá ríkisstjórninni, það er lykilatriði,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Ferðaskrifstofan hefur verið til umfjöllunar, meðal annars vegna útskriftarferðar Menntaskólans á Akureyri til Ítalíu sem fyrirhuguð var þann 8. júní síðastliðinn. Fengu nemendur minna en sólarhring til þess að ákveða sig hvort þeir væru reiðubúnir til þess að fara í ferðina. Greint var frá því fyrr í mánuðinum að málið væri komið í hendur lögmanna og væri meðal annars til skoðunar að höfða dómsmál. Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til með breytingartillögu að bætt verði við heimild í fyrirliggjandi frumvarp til fjáraukalaga að Ferðaábyrgðasjóður geti greitt kröfur vegna endurgreiðslu pakkaferða. Þannig geti sjóðurinn lánað ferðaskrifstofum undir markaðsvöxtum svo þær geti endurgreitt viðskiptavinum. Elísabet segir slíkt skipta öllu máli og vonast til að staðan skýrist frekar í vikunni. Það sé erfitt fyrir fyrirtækið að bjóða 100 prósent endurgreiðslu á einhverju sem búið er að kaupa. „Við erum bara að bíða eftir því hvað kemur hjá ríkisstjórninni og tökum næstum skref eftir það. Það hlýtur að koma í ljós í vikunni. Um leið og það er komið erum við tilbúin með hvað við ætlum að gera“ Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið fyrr í mánuðinum.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tripical-deilan komin á borð lögmanna Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical er ósammála um að henni beri skylda að endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri útskriftarferð þeirra. Málið er komið í hendur lögmanna og foreldri skoðar að höfða dómsmál. 5. júní 2020 21:00 Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5. júní 2020 12:04 Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Tripical-deilan komin á borð lögmanna Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical er ósammála um að henni beri skylda að endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri útskriftarferð þeirra. Málið er komið í hendur lögmanna og foreldri skoðar að höfða dómsmál. 5. júní 2020 21:00
Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5. júní 2020 12:04
Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18