Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2020 11:01 Eldur í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fyrirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn, starfsmenn Vinnueftirlitsins og ríkisskattstjóra fóru með byggingarfulltrúa á vettvang við Dalveg í Kópavogi þann 9. júní síðastliðinn. Fundust herbergi á efri hæð hússins sem voru í útleigu í óleyfi og brunavarnir voru mjög slæmar. Í desember 2014 sagði Morgunblaðið frá því að mikil eftirspurn hefði verið eftir því að breyta húsnæði til gistireksturs. Þar kom fram að HD Verk hafði sótt um leyfi til að innrétta gistiheimili á Bræðraborgarstíg 1 með sjö herbergjum og gistiaðstöðu fyrir 14 gesti. Þeirri umsókn var hafnað. Í fasteignaskrá er húsnæðið skráð sem íbúðarhúsnæði. Ekki gistiheimili. Sjá einnig: 73 skráðir með lögheimili í húsinu Í desember 2015 ræddi blaðamaður Stundarinnar við fyrrverandi leigjanda sem sagði mikinn myglusvepp í húsinu og að þar byggi fjöldi manna í stökum herbergjum og borguðu fyrir það 90 þúsund krónur. Þá sagði byggingarfulltrúi Reykjavíkur að húsið yrði tekið til skoðunar. Húsnæðið sem um ræðir við Dalveg 24, sem skoða var fyrr í mánuðinum.Vísir/Sunna Efling - stéttarfélag hefur haft húsnæðið, sem varð eldi að bráð á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í gær, til skoðunar frá því að Efling komst að því í að starfsmenn starfsmannaleigu, sem áður var rekin undir nafninu Menn í vinnu, væru skráðir sem íbúar húsnæðisins. Benjamin Julian, samskiptafulltrúi Eflingar, sagði frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Halla Rut Bjarnadóttir, skráður forráðamaður starfsmannaleigunnar Seiglu, áður Menn í vinnu, sagði þó við Mbl í gær að hún hefði ekkert með þetta hús að gera. Eins og segir hér að ofan er skráður eigandi hússins HD Verk ehf. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af eiganda HD Verks í morgun. Slökkvilið Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Húsið rifið að stórum hluta Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu. 26. júní 2020 06:17 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Fyrirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn, starfsmenn Vinnueftirlitsins og ríkisskattstjóra fóru með byggingarfulltrúa á vettvang við Dalveg í Kópavogi þann 9. júní síðastliðinn. Fundust herbergi á efri hæð hússins sem voru í útleigu í óleyfi og brunavarnir voru mjög slæmar. Í desember 2014 sagði Morgunblaðið frá því að mikil eftirspurn hefði verið eftir því að breyta húsnæði til gistireksturs. Þar kom fram að HD Verk hafði sótt um leyfi til að innrétta gistiheimili á Bræðraborgarstíg 1 með sjö herbergjum og gistiaðstöðu fyrir 14 gesti. Þeirri umsókn var hafnað. Í fasteignaskrá er húsnæðið skráð sem íbúðarhúsnæði. Ekki gistiheimili. Sjá einnig: 73 skráðir með lögheimili í húsinu Í desember 2015 ræddi blaðamaður Stundarinnar við fyrrverandi leigjanda sem sagði mikinn myglusvepp í húsinu og að þar byggi fjöldi manna í stökum herbergjum og borguðu fyrir það 90 þúsund krónur. Þá sagði byggingarfulltrúi Reykjavíkur að húsið yrði tekið til skoðunar. Húsnæðið sem um ræðir við Dalveg 24, sem skoða var fyrr í mánuðinum.Vísir/Sunna Efling - stéttarfélag hefur haft húsnæðið, sem varð eldi að bráð á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í gær, til skoðunar frá því að Efling komst að því í að starfsmenn starfsmannaleigu, sem áður var rekin undir nafninu Menn í vinnu, væru skráðir sem íbúar húsnæðisins. Benjamin Julian, samskiptafulltrúi Eflingar, sagði frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Halla Rut Bjarnadóttir, skráður forráðamaður starfsmannaleigunnar Seiglu, áður Menn í vinnu, sagði þó við Mbl í gær að hún hefði ekkert með þetta hús að gera. Eins og segir hér að ofan er skráður eigandi hússins HD Verk ehf. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af eiganda HD Verks í morgun.
Slökkvilið Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Húsið rifið að stórum hluta Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu. 26. júní 2020 06:17 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51
73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16
Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01
Húsið rifið að stórum hluta Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu. 26. júní 2020 06:17