Furðufiskur dorgveiðinnar reyndist vera rauðmagi Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2020 16:20 Ekkert skorti upp á einbeitinguna hjá hinum ungu dorgveiðimönnum. visir/vilhelm Æsispennandi dorgveiðikeppni fór fram í dag í Hafnarfirði. Hún reyndist fjölmenn enda veðurblíða og mikil stemmning á höfninni. Að sögn Stellu Bjargar Kristinsdóttur, fagstjóra frístundasviðs, segir að þeim hinum fjölmörgu sem mættu til keppni ekki hafa leiðst það að vera að dorga á Flensborgarbryggju. „Ótrúlega góður dagur, virkilega skemmtilegur,“ segir Stella en ljósmyndari Vísis gerði sér ferð í Fjörðinn og fylgdist með fjörinu. Múgur og margmenni var mætt á Flensborgarbryggjuna en keppnin er þrjátíu ára gömul.visir/vilhelm Um er að ræða fjölmennustu dorgveiðikeppni sem haldin er á Íslandi. Keppt var í þremur flokkum: Flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskurinn 2020. Dorgveiðikeppnin hefur verið sú fjölmennasta á landinu í mörg ár. Stella segir keppnina eiga sér þrjátíu ára sögu en starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sjá um gæslu á svæðinu og Siglingaklúbburinn Þytur sér um gæslu af sjó. Öll hafnfirsk börn á aldrinum 6-12 ára voru hvött til að taka þátt í keppninni. Nú hlýtur að fara að bíta á.visir/vilhelm Vísir náði tali af Stellu rétt eftir að hún hafði tilkynnt um sigurvegarana. Sá sem veiddi stærsta fiskinn, sem jafnframt reyndist furðufiskurinn, var Jóel Ingi Ragnarsson. Hann sem sagt vann tvenn verðlaun í einu kasti: Veiddi furðufiskinn og þann stærsta sem reyndist næstum hálft kíló. Var það rauðmagi sem hafði hætt sér of nærri Flensborgarbryggju. Tvær stúlkur reyndust svo afladrottningarnar. Aldís Von Árnadóttir og Oddvör Skorastein Sigurðardóttir veiddu flesta fiska. Að sögn Stellu voru þau afar ánægð og fengu í verðlaun veiðistöng og bikar. „Við töldum allt að 258 þátttakendur. Þetta var mjög skemmtilegt. Hingað mætti fjöldinn allur af leikjanámskeiðum og fólk á eigin vegum og skemmtum við okkur mjög vel. Fiskum var safnað í ker og var hægt að skoða þá nánar þar.visir/vilhelm Furðufiskurinn var jafnframt sá stærsti: Rauðmagi sem hætti sér of nærri Flensborgarhöfninni.visir/vilhelm Sjávarútvegur Börn og uppeldi Hafnarfjörður Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Æsispennandi dorgveiðikeppni fór fram í dag í Hafnarfirði. Hún reyndist fjölmenn enda veðurblíða og mikil stemmning á höfninni. Að sögn Stellu Bjargar Kristinsdóttur, fagstjóra frístundasviðs, segir að þeim hinum fjölmörgu sem mættu til keppni ekki hafa leiðst það að vera að dorga á Flensborgarbryggju. „Ótrúlega góður dagur, virkilega skemmtilegur,“ segir Stella en ljósmyndari Vísis gerði sér ferð í Fjörðinn og fylgdist með fjörinu. Múgur og margmenni var mætt á Flensborgarbryggjuna en keppnin er þrjátíu ára gömul.visir/vilhelm Um er að ræða fjölmennustu dorgveiðikeppni sem haldin er á Íslandi. Keppt var í þremur flokkum: Flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskurinn 2020. Dorgveiðikeppnin hefur verið sú fjölmennasta á landinu í mörg ár. Stella segir keppnina eiga sér þrjátíu ára sögu en starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sjá um gæslu á svæðinu og Siglingaklúbburinn Þytur sér um gæslu af sjó. Öll hafnfirsk börn á aldrinum 6-12 ára voru hvött til að taka þátt í keppninni. Nú hlýtur að fara að bíta á.visir/vilhelm Vísir náði tali af Stellu rétt eftir að hún hafði tilkynnt um sigurvegarana. Sá sem veiddi stærsta fiskinn, sem jafnframt reyndist furðufiskurinn, var Jóel Ingi Ragnarsson. Hann sem sagt vann tvenn verðlaun í einu kasti: Veiddi furðufiskinn og þann stærsta sem reyndist næstum hálft kíló. Var það rauðmagi sem hafði hætt sér of nærri Flensborgarbryggju. Tvær stúlkur reyndust svo afladrottningarnar. Aldís Von Árnadóttir og Oddvör Skorastein Sigurðardóttir veiddu flesta fiska. Að sögn Stellu voru þau afar ánægð og fengu í verðlaun veiðistöng og bikar. „Við töldum allt að 258 þátttakendur. Þetta var mjög skemmtilegt. Hingað mætti fjöldinn allur af leikjanámskeiðum og fólk á eigin vegum og skemmtum við okkur mjög vel. Fiskum var safnað í ker og var hægt að skoða þá nánar þar.visir/vilhelm Furðufiskurinn var jafnframt sá stærsti: Rauðmagi sem hætti sér of nærri Flensborgarhöfninni.visir/vilhelm
Sjávarútvegur Börn og uppeldi Hafnarfjörður Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?