Borgarstjóri og ráðherra mæta á fund velferðarnefndar í fyrramálið ef þingstörf setja ekki strik í reikninginn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. júní 2020 19:13 Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg í síðustu viku er sá mannskæðasti í mörg ár. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru meðal þeirra sem kallaðir verða á fund velferðarnefndar vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Samhljómur er meðal nefndarmanna um að taka málið til skoðunar og meta hvort tilefni sé til lagabreytingar. Umræða um slæman aðbúnað verkafólks, brunavarnir og um hvort eftirliti hins opinbera sé ábótavant hefur verið hávær í kjölfar eldsvoðans á Bræðraborgarstíg á fimmtudaginn þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust. „Við stefnum á fund á morgun, ég vona að þingfundahald leyfi það, þar sem við höfum boðað á fund okkar ráðherra og borgarstjóra, bæjarstjóra í Hafnarfirði sem að fer fyrir ákveðnum hópi og fleiri og fleiri. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, fulltrúa verkalýðshreyfinga,“segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður velferðarnefndar Alþingis.Vísir Hugsanlega sé tilefni til að gera lagabreytingar. „Það er eitt sem að maður sér glögglega og það er þessi heimild til eftirlitsaðila til að fara inn í húsnæði sem ekki er atvinnuhúsnæði, það er að segja sem ekki er gistiheimili eða þess háttar. Þá heimild vantar. Það vantar heimild fyrir slökkviliðið til þess að fara inn og skoða brunavarnir ef um er að ræða bara hefðbundið leiguhúsnæði, við þurfum einhvern veginn að finna út hvort við getum lagað það,“segir Helga Vala. Slíkar lagabreytingar þyrftu þó góðan tíma í undirbúningi og ætti ekki að afgreiða með hraði. „Ég held að það sé mjög óráðlegt að fara í víðtækar lagabreytingar á nokkrum klukkutímum,“segir Helga Vala, spurð hvort komi til greina að reyna að keyra einhverjar breytingar í gegn áður en þing fer í sumarfrí. Allir séu þó sammála um að velta þurfi við hverjum steini og skoða hvað betur megi fara. „Það var algjör samhljómur í morgun á fundi nefndarinnar þegar við tókum ákvörðun um að halda þennan fund á morgun, allir flokkar sammála um að við ættum að byrja strax og skoða málið,“ segir Helga Vala. Bruni á Bræðraborgarstíg Alþingi Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru meðal þeirra sem kallaðir verða á fund velferðarnefndar vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Samhljómur er meðal nefndarmanna um að taka málið til skoðunar og meta hvort tilefni sé til lagabreytingar. Umræða um slæman aðbúnað verkafólks, brunavarnir og um hvort eftirliti hins opinbera sé ábótavant hefur verið hávær í kjölfar eldsvoðans á Bræðraborgarstíg á fimmtudaginn þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust. „Við stefnum á fund á morgun, ég vona að þingfundahald leyfi það, þar sem við höfum boðað á fund okkar ráðherra og borgarstjóra, bæjarstjóra í Hafnarfirði sem að fer fyrir ákveðnum hópi og fleiri og fleiri. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, fulltrúa verkalýðshreyfinga,“segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður velferðarnefndar Alþingis.Vísir Hugsanlega sé tilefni til að gera lagabreytingar. „Það er eitt sem að maður sér glögglega og það er þessi heimild til eftirlitsaðila til að fara inn í húsnæði sem ekki er atvinnuhúsnæði, það er að segja sem ekki er gistiheimili eða þess háttar. Þá heimild vantar. Það vantar heimild fyrir slökkviliðið til þess að fara inn og skoða brunavarnir ef um er að ræða bara hefðbundið leiguhúsnæði, við þurfum einhvern veginn að finna út hvort við getum lagað það,“segir Helga Vala. Slíkar lagabreytingar þyrftu þó góðan tíma í undirbúningi og ætti ekki að afgreiða með hraði. „Ég held að það sé mjög óráðlegt að fara í víðtækar lagabreytingar á nokkrum klukkutímum,“segir Helga Vala, spurð hvort komi til greina að reyna að keyra einhverjar breytingar í gegn áður en þing fer í sumarfrí. Allir séu þó sammála um að velta þurfi við hverjum steini og skoða hvað betur megi fara. „Það var algjör samhljómur í morgun á fundi nefndarinnar þegar við tókum ákvörðun um að halda þennan fund á morgun, allir flokkar sammála um að við ættum að byrja strax og skoða málið,“ segir Helga Vala.
Bruni á Bræðraborgarstíg Alþingi Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira