Baldur í togi og væntanlegur í höfn með kvöldinu Andri Eysteinsson skrifar 30. júní 2020 16:21 Breiðafjarðarferjan Baldur fer á milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Facebook/Sæferðir „Staðan er góð, hann er kominn í tog. Hringur SH153 er að draga hann og eru að vinna upp hraða. Þetta er að ganga vel miðað við allt,“ segir Gunnlaugur Grettisson hjá Sæferðum spurður um stöðuna á Breiðafjarðarferjunni Baldri sem bilaði við Flatey í gærkvöldi. Tekist hefur að koma farþegum og áhöfn aftur í land en 31 ökutæki sátu enn sem fastast í ferjunni. Nú er unnið að því að koma Baldri aftur til hafnar í Stykkishólmi þar sem hann verður af fermdur. „Við vorum að vonast eftir því að hann yrði kominn í höfn á milli 18 og 19 en það er ekki kominn endanleg tala þar. Það er enn þá verið að vinna upp hraða og sjá til hvað við getum verið að sigla hratt með hann í togi,“ sagði Gunnlaugur og kvaðst vera ágætlega ánægður með stöðuna innan við sólarhring eftir að Baldur bilaði. Samkvæmt tölum frá vefsíðunni MarineTraffic er Baldur nú dreginn á 4,3 hnúta hraða. Ákveðið var að láta ekki reyna á vélarafl Baldurs þar sem að bátur fannst til að draga hann til hafnar. „Vélarnar hafa ekkert verið ræstar til þess að við séum ekki að skemma eitthvað annað“ sagði Gunnlaugur. Það var önnur túrbína Baldurs sem fór og orsakaði bilunina í gær. Gunnlaugur segir að búið sé að útvega nýja túrbínu frá Danmörku og er von á henni til landsins annað kvöld. Þá sé hægt að hefja viðgerðarvinnu á ferjunni. Særún hefur hafið siglingar á milli hafna og mun hún þjónusta Flatey og yfir á Brjánslæk en bílar verða þó ekki teknir með í ferðirnar. „Þetta er svekkjandi fyrir fólk. Fólk með krakka og útlendingarnir að koma að skoða hina stórkostlegu Vestfirði og lenda svo í þessu. Fólk sýnir þessu skilning og við erum rosalega þakklát fyrir það,“ sagði Gunnlaugur Grettisson í samtali við Vísi. Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var að finna þá villu að haldið var fram að farþegar fengju ekki að fara á milli hafna með Særúnu. Rétt er að ekki er hægt að taka ökutæki með um borð í ferjuna. Stykkishólmur Samgöngur Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Staðan er góð, hann er kominn í tog. Hringur SH153 er að draga hann og eru að vinna upp hraða. Þetta er að ganga vel miðað við allt,“ segir Gunnlaugur Grettisson hjá Sæferðum spurður um stöðuna á Breiðafjarðarferjunni Baldri sem bilaði við Flatey í gærkvöldi. Tekist hefur að koma farþegum og áhöfn aftur í land en 31 ökutæki sátu enn sem fastast í ferjunni. Nú er unnið að því að koma Baldri aftur til hafnar í Stykkishólmi þar sem hann verður af fermdur. „Við vorum að vonast eftir því að hann yrði kominn í höfn á milli 18 og 19 en það er ekki kominn endanleg tala þar. Það er enn þá verið að vinna upp hraða og sjá til hvað við getum verið að sigla hratt með hann í togi,“ sagði Gunnlaugur og kvaðst vera ágætlega ánægður með stöðuna innan við sólarhring eftir að Baldur bilaði. Samkvæmt tölum frá vefsíðunni MarineTraffic er Baldur nú dreginn á 4,3 hnúta hraða. Ákveðið var að láta ekki reyna á vélarafl Baldurs þar sem að bátur fannst til að draga hann til hafnar. „Vélarnar hafa ekkert verið ræstar til þess að við séum ekki að skemma eitthvað annað“ sagði Gunnlaugur. Það var önnur túrbína Baldurs sem fór og orsakaði bilunina í gær. Gunnlaugur segir að búið sé að útvega nýja túrbínu frá Danmörku og er von á henni til landsins annað kvöld. Þá sé hægt að hefja viðgerðarvinnu á ferjunni. Særún hefur hafið siglingar á milli hafna og mun hún þjónusta Flatey og yfir á Brjánslæk en bílar verða þó ekki teknir með í ferðirnar. „Þetta er svekkjandi fyrir fólk. Fólk með krakka og útlendingarnir að koma að skoða hina stórkostlegu Vestfirði og lenda svo í þessu. Fólk sýnir þessu skilning og við erum rosalega þakklát fyrir það,“ sagði Gunnlaugur Grettisson í samtali við Vísi. Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var að finna þá villu að haldið var fram að farþegar fengju ekki að fara á milli hafna með Særúnu. Rétt er að ekki er hægt að taka ökutæki með um borð í ferjuna.
Stykkishólmur Samgöngur Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira