Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júlí 2020 21:00 Ríkislögreglustjóri, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra vígðu stafrænu ökuskírteinin á blaðamannafundi í morgun. ELÍSABET INGA Nú er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini í snjallsímann. Skírteinið gildir aðeins á Íslandi og segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta framfaraskref þrýsta á önnur ríki að fara sömu leið. Formlega var opnað fyrir aðgang að stafrænum ökuskírteinum á blaðamannafundi í morgun. „Þetta vonandi einfaldar líf fólks. Ekki síst í umferðinni þegar sýna þarf fram á ökuréttindi en líka þegar sýna þarf skilríki t.d. í apóteki, áfengisversluninni eða við kosningar,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Sótt er um stafrænt ökuskírteini á vefnum island.is þar sem notendur auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. Með samþykki notanda fer sjálfvirkt umsóknarferli í gang og samstundist birtist tengill til að sækja skírteinið í símann. Síðan hefur verið hæg í dag sökum þess hve mikil umferð er inn á hana. „Fólk þarf auðvitað að passa sig að vera ekki að senda skjámynd af skírteininu sínu í heild. Því á því er bæði kóði og númer sem eru auðvitað persónuskilríki þannig það þarf að gæta að því,“ sagði Áslaug Arna. Stafræna ökuskírteinið er jafn gilt skilríki og þetta útprentaða.stöð 2 Áslaug segist ekki hrædd um að stafrænt skírteini bjóði upp á möguleika til misnotkunar. „Það er kóði sem þarf að skanna til að sjá hvort þetta sé virkt í þínum réttum síma og annað. Síðan er það hreyfanlegt og erfitt að falsa það þar sem það er líka tvöfalt öryggi inni á síðunni þar sem þú þarft að skrá þig inn tvisvar með rafrænum skilríkjum þegar þú ert að sækja kortið,“ sagði Áslaug Arna. Ísland er annað ríkið í Evrópu til að taka stafrænu skírteinin í notkun og fetum við þar með í spor Norðmanna. „Evrópusambandsríkin og Evrópusambandið er ekki tilbúið að viðurkenna rafræn skírteini eins og er,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Frá blaðamannafundi í morgun.ELÍSABET INGA Stafræna ökuskírteinið gildir því einungis hér á landi. „Þetta er ábyggilega þrýstingur á önnur ríki að fara sömu leið,“ sagði Sigurður Ingi. Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega svo ekki sé hægt að misnota skírteinið missi fólk ökuréttindi. „Á hverjum degi er það í réttum lit. Það er bleikt ef þú ert með gild ökurétindi en ef þú hefðir misst prófið í gær væri það orðið grátt í dag,“ sagði Áslaug Arna. „Þetta hjálpar örugglega mörgum því margir gleyma ökuskírteininu en sjaldnast símanum,“ sagði Sigurður Ingi. Sextán þúsund hafa sótt stafræn ökuskírteini það sem af er degi að sögn Vigdísar Jóhannsdóttur markaðsstjóra Stafræns Íslands. Tækni Samgöngur Tengdar fréttir Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06 Stafræn ökuskírteini kynnt í dag Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag vegna útgáfu rafrænna ökuskírteina. 1. júlí 2020 06:25 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Sjá meira
Nú er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini í snjallsímann. Skírteinið gildir aðeins á Íslandi og segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta framfaraskref þrýsta á önnur ríki að fara sömu leið. Formlega var opnað fyrir aðgang að stafrænum ökuskírteinum á blaðamannafundi í morgun. „Þetta vonandi einfaldar líf fólks. Ekki síst í umferðinni þegar sýna þarf fram á ökuréttindi en líka þegar sýna þarf skilríki t.d. í apóteki, áfengisversluninni eða við kosningar,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Sótt er um stafrænt ökuskírteini á vefnum island.is þar sem notendur auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. Með samþykki notanda fer sjálfvirkt umsóknarferli í gang og samstundist birtist tengill til að sækja skírteinið í símann. Síðan hefur verið hæg í dag sökum þess hve mikil umferð er inn á hana. „Fólk þarf auðvitað að passa sig að vera ekki að senda skjámynd af skírteininu sínu í heild. Því á því er bæði kóði og númer sem eru auðvitað persónuskilríki þannig það þarf að gæta að því,“ sagði Áslaug Arna. Stafræna ökuskírteinið er jafn gilt skilríki og þetta útprentaða.stöð 2 Áslaug segist ekki hrædd um að stafrænt skírteini bjóði upp á möguleika til misnotkunar. „Það er kóði sem þarf að skanna til að sjá hvort þetta sé virkt í þínum réttum síma og annað. Síðan er það hreyfanlegt og erfitt að falsa það þar sem það er líka tvöfalt öryggi inni á síðunni þar sem þú þarft að skrá þig inn tvisvar með rafrænum skilríkjum þegar þú ert að sækja kortið,“ sagði Áslaug Arna. Ísland er annað ríkið í Evrópu til að taka stafrænu skírteinin í notkun og fetum við þar með í spor Norðmanna. „Evrópusambandsríkin og Evrópusambandið er ekki tilbúið að viðurkenna rafræn skírteini eins og er,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Frá blaðamannafundi í morgun.ELÍSABET INGA Stafræna ökuskírteinið gildir því einungis hér á landi. „Þetta er ábyggilega þrýstingur á önnur ríki að fara sömu leið,“ sagði Sigurður Ingi. Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega svo ekki sé hægt að misnota skírteinið missi fólk ökuréttindi. „Á hverjum degi er það í réttum lit. Það er bleikt ef þú ert með gild ökurétindi en ef þú hefðir misst prófið í gær væri það orðið grátt í dag,“ sagði Áslaug Arna. „Þetta hjálpar örugglega mörgum því margir gleyma ökuskírteininu en sjaldnast símanum,“ sagði Sigurður Ingi. Sextán þúsund hafa sótt stafræn ökuskírteini það sem af er degi að sögn Vigdísar Jóhannsdóttur markaðsstjóra Stafræns Íslands.
Tækni Samgöngur Tengdar fréttir Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06 Stafræn ökuskírteini kynnt í dag Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag vegna útgáfu rafrænna ökuskírteina. 1. júlí 2020 06:25 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Sjá meira
Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06
Stafræn ökuskírteini kynnt í dag Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag vegna útgáfu rafrænna ökuskírteina. 1. júlí 2020 06:25