Fá átta milljónir vegna mistaka hjá Umboðsmanni skuldara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2020 21:34 Umboðsmaður skuldara. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið þarf að greiða hjónum 8,2 milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka sem gerð voru hjá Umboðsmanni skuldara þegar starfsmaður stofnunarinnar leiðbeindi þeim ranglega við meðferð greiðsluaðlögunarmáls hjónanna í september 2016. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Forsaga málsins er sú að árið 2014 fengu hjóninsamþykktan samning um greiðsluaðlögun. Samkvæmt samningnum áttu þau að greiða af þeim veðkröfum sem stóðu innan matsverðs fasteignar þeirra á greiðsluaðlögunartímabilinu, en innan matsverðsins rúmuðust veðkröfur Íbúðalánasjóðs á 1. til 5. veðrétti og lítill hluti veðkröfu sjóðsins á 6. veðrétti. Veðkröfur sem voru utan matsverðs eignarinnar á tímabili greiðsluaðlögunar voru annars vegar eftirstöðvar veðkröfu Íbúðalánasjóðs á 6. veðrétti og svo veðkrafa Lánasjóðs íslenskra námsmanna á 7. veðrétti. Í samningnum var því næst kveðið á um að í lok greiðsluaðlögunartímabils, sem stóð í 24 mánuði myndu allar samningskröfur verða felldar niður í heild sinni. Misræmi í gögnum frá Íbúðarlánasjóði Þegar tímabilinu lauk staðfesti Íslandsbanki, sem sá um að miðla greiðslum samkvæmt samningnum, að allar greiðslur samningsins væru greiddar. Lögðu þá hjónin fram beiðni um veðréttindi yrðu afmáð af fasteign þeirra. Málið fór í vinnslu hjá Umboðsmanni skuldara sem kallaði eftir gögnum frá Íbúðarlánasjóði. Í þeim gögnum var hins vegar misræmi í upplýsingum um áhvílandi lán hjónanna við lok samningsins. Í tölvupóstinum sjálfum var staða tiltekins láns sögð 1.522.832 krónur en í viðhenginu var staða lánsins skráð 9.696.269 krónur. Þetta varð til þess að starfsmaður Umboðsmanns skuldara hélt að fasteign hjónanna væri ekki yfirveðsett og sendi þeim tölvubréf 12. september 2016, þar sem þeim var tilkynnt að áhvílandi veðskuldir væru lægri en meðaltal verðmats fasteignarinnar. Bað starfsmaðurinn hjónin um að undirrita afturköllunarbeiðni sem þau og gerðu. Póstur frá LÍN kom á óvart Hinn 28. ágúst 2017 barst eiginmanninum áminning þess efnis að skuld hans við Lánasjóð íslenskra námsmanna væri til innheimtu. Segir í stefnu að þetta hafi komið honum í opna skjöldu, en stefnendur höfðu, í samræmi við greiðsluaðlögunarsamning sinn, ekki greitt af kröfu sjóðsins og kveðjast hafa staðið í þeirri trú að krafan hefði fallið niður við lok hans. Í framhaldi af þessu hafði stefnandinn samband við starfsmann Umboðsmanns skuldara og kom þá í ljós að mistök höfðu átt sér stað við meðferð máls stefnenda. Vildu hjónin meina að hefðu veðréttindin veri afmáð af fasteign þeirra hefði 5,9 milljónir átt að falla niður miðað við greiðsluaðlögunarsamninginn. Þessi upphæð stóð í 8,2 milljónum þegar ríkinu var stefnt í nóvember 2018. Höfðu raunhæfa möguleika á því að fá umsóknina sem var afturkölluð samþykkta Í dómi héraðsdóms segir að leggja verði til grundvallar að starfsmanni embættis Umboðsmanns skuldara hafi orðið á mistök við meðferð greiðsluaðlögunarmáls stefnenda í september 2016, annars vegar við meðferð á upplýsingum um eftirstöðvar láns frá Íbúðalánasjóði, en hins vegar þegar starfsmaðurinn leiðbeindi stefnendum með afdráttarlausum orðalagi að afturkalla beiðni sína til sýslumanns um að veðréttindi yrðu afmáð af fasteign þeirra samkvæmt 12. gr. laga nr. 50/2009 um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaverðkrafna á íbúðarhúsnæði. Þá segir einnig að útreikningar á tekjum stefnenda og öll atvik málsins bendi til þess að þau hafi átt fyllilega raunhæfa möguleika á því að umsókn þeirra um afmáningu áhvílandi veðskulda yrði samþykkt ef ekki hefðu komið til áðurlýst mistök starfsmanns Umboðsmanns skuldara, og að ríkið verði að bera hallann af þeim vafa sem uppi hafi verið um hver endanleg niðurstaða í því máli hefði orðið. Þarf íslenska ríkið því að greiða hjónunum 8,2 milljónir auk dráttarvaxta. Ríkissjóðir greinir einnig málskostnað hjónanna, 3,7 milljónir. Neytendur Dómsmál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Íslenska ríkið þarf að greiða hjónum 8,2 milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka sem gerð voru hjá Umboðsmanni skuldara þegar starfsmaður stofnunarinnar leiðbeindi þeim ranglega við meðferð greiðsluaðlögunarmáls hjónanna í september 2016. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Forsaga málsins er sú að árið 2014 fengu hjóninsamþykktan samning um greiðsluaðlögun. Samkvæmt samningnum áttu þau að greiða af þeim veðkröfum sem stóðu innan matsverðs fasteignar þeirra á greiðsluaðlögunartímabilinu, en innan matsverðsins rúmuðust veðkröfur Íbúðalánasjóðs á 1. til 5. veðrétti og lítill hluti veðkröfu sjóðsins á 6. veðrétti. Veðkröfur sem voru utan matsverðs eignarinnar á tímabili greiðsluaðlögunar voru annars vegar eftirstöðvar veðkröfu Íbúðalánasjóðs á 6. veðrétti og svo veðkrafa Lánasjóðs íslenskra námsmanna á 7. veðrétti. Í samningnum var því næst kveðið á um að í lok greiðsluaðlögunartímabils, sem stóð í 24 mánuði myndu allar samningskröfur verða felldar niður í heild sinni. Misræmi í gögnum frá Íbúðarlánasjóði Þegar tímabilinu lauk staðfesti Íslandsbanki, sem sá um að miðla greiðslum samkvæmt samningnum, að allar greiðslur samningsins væru greiddar. Lögðu þá hjónin fram beiðni um veðréttindi yrðu afmáð af fasteign þeirra. Málið fór í vinnslu hjá Umboðsmanni skuldara sem kallaði eftir gögnum frá Íbúðarlánasjóði. Í þeim gögnum var hins vegar misræmi í upplýsingum um áhvílandi lán hjónanna við lok samningsins. Í tölvupóstinum sjálfum var staða tiltekins láns sögð 1.522.832 krónur en í viðhenginu var staða lánsins skráð 9.696.269 krónur. Þetta varð til þess að starfsmaður Umboðsmanns skuldara hélt að fasteign hjónanna væri ekki yfirveðsett og sendi þeim tölvubréf 12. september 2016, þar sem þeim var tilkynnt að áhvílandi veðskuldir væru lægri en meðaltal verðmats fasteignarinnar. Bað starfsmaðurinn hjónin um að undirrita afturköllunarbeiðni sem þau og gerðu. Póstur frá LÍN kom á óvart Hinn 28. ágúst 2017 barst eiginmanninum áminning þess efnis að skuld hans við Lánasjóð íslenskra námsmanna væri til innheimtu. Segir í stefnu að þetta hafi komið honum í opna skjöldu, en stefnendur höfðu, í samræmi við greiðsluaðlögunarsamning sinn, ekki greitt af kröfu sjóðsins og kveðjast hafa staðið í þeirri trú að krafan hefði fallið niður við lok hans. Í framhaldi af þessu hafði stefnandinn samband við starfsmann Umboðsmanns skuldara og kom þá í ljós að mistök höfðu átt sér stað við meðferð máls stefnenda. Vildu hjónin meina að hefðu veðréttindin veri afmáð af fasteign þeirra hefði 5,9 milljónir átt að falla niður miðað við greiðsluaðlögunarsamninginn. Þessi upphæð stóð í 8,2 milljónum þegar ríkinu var stefnt í nóvember 2018. Höfðu raunhæfa möguleika á því að fá umsóknina sem var afturkölluð samþykkta Í dómi héraðsdóms segir að leggja verði til grundvallar að starfsmanni embættis Umboðsmanns skuldara hafi orðið á mistök við meðferð greiðsluaðlögunarmáls stefnenda í september 2016, annars vegar við meðferð á upplýsingum um eftirstöðvar láns frá Íbúðalánasjóði, en hins vegar þegar starfsmaðurinn leiðbeindi stefnendum með afdráttarlausum orðalagi að afturkalla beiðni sína til sýslumanns um að veðréttindi yrðu afmáð af fasteign þeirra samkvæmt 12. gr. laga nr. 50/2009 um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaverðkrafna á íbúðarhúsnæði. Þá segir einnig að útreikningar á tekjum stefnenda og öll atvik málsins bendi til þess að þau hafi átt fyllilega raunhæfa möguleika á því að umsókn þeirra um afmáningu áhvílandi veðskulda yrði samþykkt ef ekki hefðu komið til áðurlýst mistök starfsmanns Umboðsmanns skuldara, og að ríkið verði að bera hallann af þeim vafa sem uppi hafi verið um hver endanleg niðurstaða í því máli hefði orðið. Þarf íslenska ríkið því að greiða hjónunum 8,2 milljónir auk dráttarvaxta. Ríkissjóðir greinir einnig málskostnað hjónanna, 3,7 milljónir.
Neytendur Dómsmál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira