Vilja reisa framtíðarhúsnæði LHÍ í Vatnsmýri Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2020 18:20 Nemendur LHÍ sem stunduðu nám í húsnæði skólans við Sölvhólsgötu efndu til mótmæla fyrir nokkrum árum vegna slæms aðbúnaðar og myglusvepps í húsinu. Vísir/vilhelm Vatnsmýri er ákjósanlegasta staðsetningin fyrir framtíðarhúsnæði Listaháskóla Íslands samkvæmt frumathugun Framkvæmdasýslu ríkisins. Niðurstöður úr henni voru kynntar á mánudag. Listaháskólinn hefur glímt við húsnæðisvanda um árabil en starfsemi hans er dreifð um fjögur hús í tveimur póstnúmerum. Ráðist var í frumathugun á húsnæðismálum skólans að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, kynnti niðurstöðurnar fyrir fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, rektor og starfsfólki LHÍ, Hollnemafélagi skólans og borgarstjóra á fundi í húsnæði skólans í Laugarnesi á mánudag. Þar kom fram að Vatnsmýri væri ákjósanlegasta staðsetningin fyrir sameinað framtíðarhúsnæði Listaháskólans. Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu að niðurstaðan marki ákveðin tímamót í mikilvægu verkefni. Tilgreint sé í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að unnið verði að lausn á húsnæðismálum LHÍ nú á kjörtímabilinu og að uppbygging skólans í Vatnsmýri hafi marga kosti. Í tilkynningu segir að þegar sé búið að tryggja fjármagn í samkeppni og útboð en að ekki verði hægt að hefjast handa við frekari uppbyggingu fyrr en búið er að tryggja fjármögnun verkefnisins. Fram kom á fundinum á mánudag að málið hefði verið tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem seinkað hefur verið vegna Covid-19, eigi að vera tilbúin í byrjun október. Þá er frumathugunin nú til umfjöllunar í mennta- og menningarmálaráðuneyti og verður síðan tekin fyrir og rædd á vettvangi samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir. Menning Skóla - og menntamál Skipulag Reykjavík Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Vatnsmýri er ákjósanlegasta staðsetningin fyrir framtíðarhúsnæði Listaháskóla Íslands samkvæmt frumathugun Framkvæmdasýslu ríkisins. Niðurstöður úr henni voru kynntar á mánudag. Listaháskólinn hefur glímt við húsnæðisvanda um árabil en starfsemi hans er dreifð um fjögur hús í tveimur póstnúmerum. Ráðist var í frumathugun á húsnæðismálum skólans að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, kynnti niðurstöðurnar fyrir fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, rektor og starfsfólki LHÍ, Hollnemafélagi skólans og borgarstjóra á fundi í húsnæði skólans í Laugarnesi á mánudag. Þar kom fram að Vatnsmýri væri ákjósanlegasta staðsetningin fyrir sameinað framtíðarhúsnæði Listaháskólans. Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu að niðurstaðan marki ákveðin tímamót í mikilvægu verkefni. Tilgreint sé í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að unnið verði að lausn á húsnæðismálum LHÍ nú á kjörtímabilinu og að uppbygging skólans í Vatnsmýri hafi marga kosti. Í tilkynningu segir að þegar sé búið að tryggja fjármagn í samkeppni og útboð en að ekki verði hægt að hefjast handa við frekari uppbyggingu fyrr en búið er að tryggja fjármögnun verkefnisins. Fram kom á fundinum á mánudag að málið hefði verið tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem seinkað hefur verið vegna Covid-19, eigi að vera tilbúin í byrjun október. Þá er frumathugunin nú til umfjöllunar í mennta- og menningarmálaráðuneyti og verður síðan tekin fyrir og rædd á vettvangi samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir.
Menning Skóla - og menntamál Skipulag Reykjavík Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira