Trump heldur því fram að 99 prósent kórónuveirusmita séu „algjörlega skaðlaus“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júlí 2020 09:16 Donald Trump og eiginkona hans Melania við Hvíta húsið í gær. AP Photo/Patrick Semansky Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram að 99 prósent kórónuveirusmita í Bandaríkjunum væru skaðlaus, í ávarpi þar sem hann fagnaði þjóðhátíðaradegi Bandaríkjanna í gær, 4. júlí. Þrátt fyrir að embættismenn víða um Bandaríkin hafi hvatt til þess að halda þjóðhátíðardagsfögnuði í lágmarki vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum stöðvaði það ekki forsetann í að halda mikla veislu við Hvíta húsið. Á myndum má sjá að fáir gengu með grímur en Trump gerði lítið úr þeirri ógn sem stafar af kórónuveirunni, en mikið úr viðbrögðum ríkistjórnar sinni við henni. „Nú erum við búin að prófa 40 milljónir manna, og með því að gera það sjáum við tilfellin, 99 prósent þeirra eru algjörlega skaðlaus,“ sagði Trump og bætti við að þetta væru niðurstöður sem ekkert annað ríki gæti státað sig af, án þess að færa sannanir fyrir því. „Það prófar enginn til jafns við okkur, ekki hvað varðar tölur og ekki hvað varðar gæði,“ hélt hann áfram Helstu fjölmiðlar taka fram að Trump hafi ekki fært nein rök fyrir því að 99 prósent tilfella kórónuveirusmita séu skaðlaus. Þannig bendir CNN á að smitvarnarstofnun Bandaríkjanna reikni með að um 35 prósent þeirra sem smitist séu einkennalausir, en að allir sem fái veiruna geti smitað út frá sér. Þá hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að jafn vel þótt að dánartíðni þeirra sem smitist sé líklega minni en eitt prósent er talið að um tuttugu prósent þeirra sem smitist verði það veikir að þeir þurfi á aukinni aðstoð að halda, svo sem í formi sjúkrahúsþjónustu. Alls hafa um 2,8 milljónir smitast í Bandaríkjunum og um 130 þúsund látist vegna faraldursins. Donald Trump og eiginkona hans Melania fylgjast með.AP Photo/Patrick Semansky) Kórónuveirufaraldurinn er í töluverðum uppgangi í Bandaríkjunum og hafa ný smit á hverjum degi verið á bilinu 40 þúsund til 55 þúsund. Smit eru á uppleið í 39 ríkjum af 50 eftir að slakað var á smitvörnum víða um Bandaríkin. Trump fór víða í ræðunni og endurómaði skilaboð úr ræðu sinni fyrir framan Mt. Rushmore minnismerkið fyrir helgi, þar sem hann hét því að berjast gegn öfgafullum „vinstri-fasistum“ sem hann sagði vera að reyna að rífa í sundur Bandaríkin. Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram að 99 prósent kórónuveirusmita í Bandaríkjunum væru skaðlaus, í ávarpi þar sem hann fagnaði þjóðhátíðaradegi Bandaríkjanna í gær, 4. júlí. Þrátt fyrir að embættismenn víða um Bandaríkin hafi hvatt til þess að halda þjóðhátíðardagsfögnuði í lágmarki vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum stöðvaði það ekki forsetann í að halda mikla veislu við Hvíta húsið. Á myndum má sjá að fáir gengu með grímur en Trump gerði lítið úr þeirri ógn sem stafar af kórónuveirunni, en mikið úr viðbrögðum ríkistjórnar sinni við henni. „Nú erum við búin að prófa 40 milljónir manna, og með því að gera það sjáum við tilfellin, 99 prósent þeirra eru algjörlega skaðlaus,“ sagði Trump og bætti við að þetta væru niðurstöður sem ekkert annað ríki gæti státað sig af, án þess að færa sannanir fyrir því. „Það prófar enginn til jafns við okkur, ekki hvað varðar tölur og ekki hvað varðar gæði,“ hélt hann áfram Helstu fjölmiðlar taka fram að Trump hafi ekki fært nein rök fyrir því að 99 prósent tilfella kórónuveirusmita séu skaðlaus. Þannig bendir CNN á að smitvarnarstofnun Bandaríkjanna reikni með að um 35 prósent þeirra sem smitist séu einkennalausir, en að allir sem fái veiruna geti smitað út frá sér. Þá hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að jafn vel þótt að dánartíðni þeirra sem smitist sé líklega minni en eitt prósent er talið að um tuttugu prósent þeirra sem smitist verði það veikir að þeir þurfi á aukinni aðstoð að halda, svo sem í formi sjúkrahúsþjónustu. Alls hafa um 2,8 milljónir smitast í Bandaríkjunum og um 130 þúsund látist vegna faraldursins. Donald Trump og eiginkona hans Melania fylgjast með.AP Photo/Patrick Semansky) Kórónuveirufaraldurinn er í töluverðum uppgangi í Bandaríkjunum og hafa ný smit á hverjum degi verið á bilinu 40 þúsund til 55 þúsund. Smit eru á uppleið í 39 ríkjum af 50 eftir að slakað var á smitvörnum víða um Bandaríkin. Trump fór víða í ræðunni og endurómaði skilaboð úr ræðu sinni fyrir framan Mt. Rushmore minnismerkið fyrir helgi, þar sem hann hét því að berjast gegn öfgafullum „vinstri-fasistum“ sem hann sagði vera að reyna að rífa í sundur Bandaríkin. Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27
Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02