„Ekki einungis fíklar sem neyta fíkniefna“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2020 14:30 Helgi Gunnlaugsson er sérfræðingur í afbrotafræðum. VÍSIR/VILHELM Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir afglæpavæðingu fíkniefna en Helgi segir að sú staðreynd að ekki einungis fíklar neyti fíkniefna sé mögulega ákveðin fyrirstaða fyrir því að ganga alla leið í afglæpavæðingunni. „Það sem ég held að gæti verið ákveðin fyrirstaða fyrir því að menn gangi alla leið er að við virðumst núna vera sammála því að gera eitthvað fyrir fíkla. Það eru eiginlega allir sammála því að það eigi ekki að refsa fíklum fyrir sjúkdóm sinn en það eru ekki bara fíklar sem nota fíkniefni. Það er mikil afþreyingarneysla á fíkniefnum í okkar samfélagi og ég hef það á tilfinningunni að það séu margir á Alþingi, pólitísku baklandi og jafnvel út um allt land sem vilja ekki að einhverju leyti gera það refsilaust fyrir unga fólkið okkar að neyta fíkniefna. Að menn eigi erfitt með að kyngja því að fara að líta framhjá því. Ég veit það frá kollegum mínum á Norðurlöndunum að þetta er ákveðin fyrirstaða þar fyrir því að ganga skrefið alla leið, að þá sé bara í lagi að neyta fíkniefna eins og hvert annað vímuefni,“ sagði Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði. Helgi vísar í viðhorfsmælingar og segir að samkvæmt þeim hafi Íslendingar töluverðar áhyggjur af fíkniefnavandanum. „Meirihluti þjóðarinnar hefur verið fylgjandi þessari löggjöf eins og hún er hjá okkur í dag, en það sem ég hef séð á síðustu árum er að það er vaxandi stuðningur við nýjar leiðir eins og t.d. varðandi það að afnema refsingar fyrir vörslu og nýjasta mælingin, sem er frá því í fyrra, sýnir að það er þriðjungur þjóðarinnar sem vill sjá þessar breytingar. Ef við skoðum hverjir það eru þá eru það fyrst og fremst unga fólkið, meirihluti ungs fólks undir þrítugu vill ganga þetta skref sem þetta frumvarp gengur út á. Þannig að það er gerjun í þessum málaflokki og það er umræða og vaxandi stuðningur við að leita nýrra leiða,“ sagði Helgi. Sprengisandur Fíkn Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Áslaug Arna segir frumvarp Pírata um „afglæpavæðingu“ ekki nothæft Dómsmálaráðherra segir frumvörp ekki ályktun félagasamtaka. 2. júlí 2020 13:14 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir afglæpavæðingu fíkniefna en Helgi segir að sú staðreynd að ekki einungis fíklar neyti fíkniefna sé mögulega ákveðin fyrirstaða fyrir því að ganga alla leið í afglæpavæðingunni. „Það sem ég held að gæti verið ákveðin fyrirstaða fyrir því að menn gangi alla leið er að við virðumst núna vera sammála því að gera eitthvað fyrir fíkla. Það eru eiginlega allir sammála því að það eigi ekki að refsa fíklum fyrir sjúkdóm sinn en það eru ekki bara fíklar sem nota fíkniefni. Það er mikil afþreyingarneysla á fíkniefnum í okkar samfélagi og ég hef það á tilfinningunni að það séu margir á Alþingi, pólitísku baklandi og jafnvel út um allt land sem vilja ekki að einhverju leyti gera það refsilaust fyrir unga fólkið okkar að neyta fíkniefna. Að menn eigi erfitt með að kyngja því að fara að líta framhjá því. Ég veit það frá kollegum mínum á Norðurlöndunum að þetta er ákveðin fyrirstaða þar fyrir því að ganga skrefið alla leið, að þá sé bara í lagi að neyta fíkniefna eins og hvert annað vímuefni,“ sagði Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði. Helgi vísar í viðhorfsmælingar og segir að samkvæmt þeim hafi Íslendingar töluverðar áhyggjur af fíkniefnavandanum. „Meirihluti þjóðarinnar hefur verið fylgjandi þessari löggjöf eins og hún er hjá okkur í dag, en það sem ég hef séð á síðustu árum er að það er vaxandi stuðningur við nýjar leiðir eins og t.d. varðandi það að afnema refsingar fyrir vörslu og nýjasta mælingin, sem er frá því í fyrra, sýnir að það er þriðjungur þjóðarinnar sem vill sjá þessar breytingar. Ef við skoðum hverjir það eru þá eru það fyrst og fremst unga fólkið, meirihluti ungs fólks undir þrítugu vill ganga þetta skref sem þetta frumvarp gengur út á. Þannig að það er gerjun í þessum málaflokki og það er umræða og vaxandi stuðningur við að leita nýrra leiða,“ sagði Helgi.
Sprengisandur Fíkn Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Áslaug Arna segir frumvarp Pírata um „afglæpavæðingu“ ekki nothæft Dómsmálaráðherra segir frumvörp ekki ályktun félagasamtaka. 2. júlí 2020 13:14 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00
Áslaug Arna segir frumvarp Pírata um „afglæpavæðingu“ ekki nothæft Dómsmálaráðherra segir frumvörp ekki ályktun félagasamtaka. 2. júlí 2020 13:14