„Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Atli Ísleifsson skrifar 7. júlí 2020 10:14 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa verið Íslendingum gríðarlega mikilvægt að eiga Íslenska erfðagreiningu að í allri þessari baráttu. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun funda með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. Katrín ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði að farið yrði yfir málin í dag og hvernig framhaldið verði. „Ég held að það sem við Kári séum sammála um er að það er mikilvægt að byggja upp okkar viðnámsþrótt gagnvart faröldrum. Það snýst bæði um að geta tekist á við þessi verkefni á neyðartímum eins og við höfum verið að ganga í gegnum en líka að efla rannsóknir og þekkingu á þessu sviði.“ Þannig að þið ætlið ekki að ganga á eftir Kára meira? „Ja, skilurðu, maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni myndi ég nú segja. Eigum við ekki bara að sjá hvernig þetta gengur hjá okkur öllum. Er þetta ekki bara sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja heill samfélagsins? Stóra verkefnið er að passa upp heilbrigði þjóðarinnar og samfélagsins alls,“ sagði Katrín. Mikilvægt að eiga fyrirtækið að Katrín segir að sóttvarnalæknir og hans lið hafi verið á kafi síðan í gær þar sem það hafi verið væntingar um að hægt yrði að leita til Íslenskrar erfðagreiningar hvað varðar tæki og húsnæði út júli. Sömuleiðis að leita í þeirra reynslu og þekkingarbrunn eins og hafi komið fram í máli hennar í gær. „Það hefur verið okkur gríðarlega mikilvægt að eiga þetta fyrirtæki að í allri þessari baráttu. Ég vonast að sjálfsögðu til þess að við getum áfram leitað til þeirra og þeirra þekkingu. Nú er bara að halda áfram og það liggur alveg fyrir að við þurfum að vinna þetta hraðar en menn höfðu áður séð fyrir.“ En 15. september? Af hverju allan þennan tíma þegar Kári bendir á að það hafi einungis tekið fimm daga að koma upp rannsóknarstofu? „Við erum kannski að tala um svolítið ólíka hluti. Eitt er það að taka við skimuninni, það er sjálfstætt verkefni. En þegar við erum að tala um fullburða stofnun faraldsfræða, eins og rætt var um í þessu bréfi, þá er það eitthvað sem ég held að menn átti sig á að taki lengri tíma en fimm daga. Þannig að mér finnst þetta eiginlega vera tvennt. Annars vegar að hafa yfirumsjón með þessari skimun og sinna þeim rannsóknarhluta sem því tengist, en síðan ef við erum að tala, eins og ég hef nú skilið þetta, til lengri tíma, með fullburða stofnun á sviði faraldsfræða sem getur í raun annars vegar annast rannsóknir, alltaf, og síðan tekist á við svona verkefni þegar þörf er á að halda.“ Hlusta má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum að neðan. Íslensk erfðagreining Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun funda með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. Katrín ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði að farið yrði yfir málin í dag og hvernig framhaldið verði. „Ég held að það sem við Kári séum sammála um er að það er mikilvægt að byggja upp okkar viðnámsþrótt gagnvart faröldrum. Það snýst bæði um að geta tekist á við þessi verkefni á neyðartímum eins og við höfum verið að ganga í gegnum en líka að efla rannsóknir og þekkingu á þessu sviði.“ Þannig að þið ætlið ekki að ganga á eftir Kára meira? „Ja, skilurðu, maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni myndi ég nú segja. Eigum við ekki bara að sjá hvernig þetta gengur hjá okkur öllum. Er þetta ekki bara sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja heill samfélagsins? Stóra verkefnið er að passa upp heilbrigði þjóðarinnar og samfélagsins alls,“ sagði Katrín. Mikilvægt að eiga fyrirtækið að Katrín segir að sóttvarnalæknir og hans lið hafi verið á kafi síðan í gær þar sem það hafi verið væntingar um að hægt yrði að leita til Íslenskrar erfðagreiningar hvað varðar tæki og húsnæði út júli. Sömuleiðis að leita í þeirra reynslu og þekkingarbrunn eins og hafi komið fram í máli hennar í gær. „Það hefur verið okkur gríðarlega mikilvægt að eiga þetta fyrirtæki að í allri þessari baráttu. Ég vonast að sjálfsögðu til þess að við getum áfram leitað til þeirra og þeirra þekkingu. Nú er bara að halda áfram og það liggur alveg fyrir að við þurfum að vinna þetta hraðar en menn höfðu áður séð fyrir.“ En 15. september? Af hverju allan þennan tíma þegar Kári bendir á að það hafi einungis tekið fimm daga að koma upp rannsóknarstofu? „Við erum kannski að tala um svolítið ólíka hluti. Eitt er það að taka við skimuninni, það er sjálfstætt verkefni. En þegar við erum að tala um fullburða stofnun faraldsfræða, eins og rætt var um í þessu bréfi, þá er það eitthvað sem ég held að menn átti sig á að taki lengri tíma en fimm daga. Þannig að mér finnst þetta eiginlega vera tvennt. Annars vegar að hafa yfirumsjón með þessari skimun og sinna þeim rannsóknarhluta sem því tengist, en síðan ef við erum að tala, eins og ég hef nú skilið þetta, til lengri tíma, með fullburða stofnun á sviði faraldsfræða sem getur í raun annars vegar annast rannsóknir, alltaf, og síðan tekist á við svona verkefni þegar þörf er á að halda.“ Hlusta má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum að neðan.
Íslensk erfðagreining Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira