Forstjóri Icelandair segir ekki lengra komist með flugfreyjum Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2020 20:00 Forstjóri Icelandair segir félagið ekki komast lengra í viðræðum við flugfreyjur sem kolfelldu nýgerðan kjarasamning. Formaður Flugfreyjufélagsins segir öllum fyrir bestu að Icelandair bakki með kröfur sínar en það ræðst á næstu vikum hvort félaginu takist að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu sinni. kjarasamningur, Icelandair, flugsamgöngur,Foto: HÞ Félagar í Flugfreyjufélagi Íslands kolfelldu nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair. En rúmlega 85 prósent félagsmanna greiddu atkvæði, 26,5 prósent sögðu já en nærri 73 prósent höfnuðu samningnum. Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélagsins segir samninginn hafa snúist um hagræðingarkröfur Icelandair gagnvart flugfreyjum. „Og miklar breytingar á núgildandi kjarasamningi. Það er nokkuð ljóst að félagsmenn telja of langt gengið í þeim efnum,“ segir Guðlaug. Staðan í kjaradeilunni hefur harnað því Bogi Níls Bogason forstjóri Icelandair segir að lengra verði ekki komist. Bogi Níls Bogason forstjóri Icelandair sér ekki tilgang í að mæta til frekari funda hjá ríkissáttasemjara þar sem félagið hafi nú þegar boðið það sem það geti í samningaviðræðum við flugfreyjur.Stöð 2/Sigurjón „Ég reikna með að ríkissáttasemjari boði fund. En ég veit ekki hvaða tilgangi það þjónar því við komumst því miður ekki lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða. Við þurfum að tryggja samkepnishæfni félagsins sem við gerðum í þessum samningum sem skrifað var undir. Á sama tíma og við stóðum vörð um starfskjör flugþjóna og flugfreyja hjá okkur,“ segir Bogi. Guðlaug telur hins vegar öllum fyrir bestu að Icelandair bakki með sínar kröfur. En félagið hefur rætt um aðrar og óskilgreindar leiðir náist ekki að semja við flugfreyjufélagið. Óttast þú að gripið verði til slíkra ráða? Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ekki trúa öðru en Icelandair fari að leikreglum á íslenskum vinnumarkaði og gangi frá samningum við flugfreyjur.Stöð 2/Sigurjón „Ég neita að trúa því að að jafnstórt félag og Icelandair á íslenskum vinnumarkaði fari að brjóta reglur á vinnumarkaði. Ég ætla að trúa því að hér förum við eftir settum reglum,“ segir Guðlaug. Getið þið skipt um flugfreyjurnar með því að taka þær hjá starfsmannaleigum í útlöndum eða eitthvað slíkt? „Það hefur alls ekki verið stefnan okkar. Við erum að vinna á íslenskum vinnumarkaði og stefnum að því að vera í íslensku vinnuumhverfi áfram,” segir Bogi. En það eru ekki bara kjarasamningar við flugfreyjur sem stendur út af borðinu hjá Icelandair. Því enn á félagið eftir að semja við Boeing verksmiðjurnar vegna Max flugvélanna og afla gríðarlega mikils hlutafjár. „Við ætlum að fara í það í ágústmánuði og klára þessa verkþætti sem við erum í núna í júlí. Semja við lánadrottna, Boeing, flugstéttirnar; og það verður að ganga eftir núna í júlímánuði. Ef ekki þá er staðan orðin önnur og við þurfum einhvern veginn að endurmeta hana,“ segir Bogi Níls Bogason. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52 Flugfreyjur ganga til atkvæðagreiðslu á næstu dögum Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair hefst á næstu dögum en kosning hefur tafist vegna undirbúnings kjörskrár. 30. júní 2020 14:00 Fresta hlutafjárútboði fram í ágúst Icelandair segist hafa náð góðum árangri í viðræðum við marga af helstu hagaðilum félagsins, en samkomulag við þá er forsenda þess að félagið geti hafið hlutafjárútboð. 29. júní 2020 09:09 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir félagið ekki komast lengra í viðræðum við flugfreyjur sem kolfelldu nýgerðan kjarasamning. Formaður Flugfreyjufélagsins segir öllum fyrir bestu að Icelandair bakki með kröfur sínar en það ræðst á næstu vikum hvort félaginu takist að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu sinni. kjarasamningur, Icelandair, flugsamgöngur,Foto: HÞ Félagar í Flugfreyjufélagi Íslands kolfelldu nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair. En rúmlega 85 prósent félagsmanna greiddu atkvæði, 26,5 prósent sögðu já en nærri 73 prósent höfnuðu samningnum. Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélagsins segir samninginn hafa snúist um hagræðingarkröfur Icelandair gagnvart flugfreyjum. „Og miklar breytingar á núgildandi kjarasamningi. Það er nokkuð ljóst að félagsmenn telja of langt gengið í þeim efnum,“ segir Guðlaug. Staðan í kjaradeilunni hefur harnað því Bogi Níls Bogason forstjóri Icelandair segir að lengra verði ekki komist. Bogi Níls Bogason forstjóri Icelandair sér ekki tilgang í að mæta til frekari funda hjá ríkissáttasemjara þar sem félagið hafi nú þegar boðið það sem það geti í samningaviðræðum við flugfreyjur.Stöð 2/Sigurjón „Ég reikna með að ríkissáttasemjari boði fund. En ég veit ekki hvaða tilgangi það þjónar því við komumst því miður ekki lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða. Við þurfum að tryggja samkepnishæfni félagsins sem við gerðum í þessum samningum sem skrifað var undir. Á sama tíma og við stóðum vörð um starfskjör flugþjóna og flugfreyja hjá okkur,“ segir Bogi. Guðlaug telur hins vegar öllum fyrir bestu að Icelandair bakki með sínar kröfur. En félagið hefur rætt um aðrar og óskilgreindar leiðir náist ekki að semja við flugfreyjufélagið. Óttast þú að gripið verði til slíkra ráða? Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ekki trúa öðru en Icelandair fari að leikreglum á íslenskum vinnumarkaði og gangi frá samningum við flugfreyjur.Stöð 2/Sigurjón „Ég neita að trúa því að að jafnstórt félag og Icelandair á íslenskum vinnumarkaði fari að brjóta reglur á vinnumarkaði. Ég ætla að trúa því að hér förum við eftir settum reglum,“ segir Guðlaug. Getið þið skipt um flugfreyjurnar með því að taka þær hjá starfsmannaleigum í útlöndum eða eitthvað slíkt? „Það hefur alls ekki verið stefnan okkar. Við erum að vinna á íslenskum vinnumarkaði og stefnum að því að vera í íslensku vinnuumhverfi áfram,” segir Bogi. En það eru ekki bara kjarasamningar við flugfreyjur sem stendur út af borðinu hjá Icelandair. Því enn á félagið eftir að semja við Boeing verksmiðjurnar vegna Max flugvélanna og afla gríðarlega mikils hlutafjár. „Við ætlum að fara í það í ágústmánuði og klára þessa verkþætti sem við erum í núna í júlí. Semja við lánadrottna, Boeing, flugstéttirnar; og það verður að ganga eftir núna í júlímánuði. Ef ekki þá er staðan orðin önnur og við þurfum einhvern veginn að endurmeta hana,“ segir Bogi Níls Bogason.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52 Flugfreyjur ganga til atkvæðagreiðslu á næstu dögum Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair hefst á næstu dögum en kosning hefur tafist vegna undirbúnings kjörskrár. 30. júní 2020 14:00 Fresta hlutafjárútboði fram í ágúst Icelandair segist hafa náð góðum árangri í viðræðum við marga af helstu hagaðilum félagsins, en samkomulag við þá er forsenda þess að félagið geti hafið hlutafjárútboð. 29. júní 2020 09:09 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36
Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52
Flugfreyjur ganga til atkvæðagreiðslu á næstu dögum Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair hefst á næstu dögum en kosning hefur tafist vegna undirbúnings kjörskrár. 30. júní 2020 14:00
Fresta hlutafjárútboði fram í ágúst Icelandair segist hafa náð góðum árangri í viðræðum við marga af helstu hagaðilum félagsins, en samkomulag við þá er forsenda þess að félagið geti hafið hlutafjárútboð. 29. júní 2020 09:09