Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2020 19:20 Formaður Flugfreyjufélagsins segir það öllum til heilla ef Icelandair bakkaði með sínar ítrustu hagræðingarkröfur gagnvart flugfreyjum og gengið verði frá nýjum samningi sem vonandi verði þá samþykktur. Boðað hefur verið til samningafundar á morgun. Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélagsins segir hagræðingarkröfu Icelandair snerta tugi atriða. Í megindráttum sé verið að krefjast aukins vinnuframlags fyrir sömu laun, skerðinga á hvíldartíma og breytinga á vaktafyrirkomulagi. Er eitthvað eitt eða tvennt sem þú skynjar að hafi farið verst ofan í þitt félagsfólk? Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélagsins segir samninginn sem var felldur ekki hafa snúist um kröfur flugfreyja heldur kröfur Icelandair.Stöð 2/Sigurjón „Ég ætla nú ekki að fara í einstök atriði. Eins og ég sagði þá eru þetta miklar breytingar á núverandi kjarasamningi. Við þurfum bara að leggjast yfir málið og skoða okkar meginn,“ segir Guðlaug. Síðasti kjarasamningur Flugfreyja rann úr gildi hinn 1. janúar í fyrra. En kreppa Icelandair vegna Max flugvélanna truflaði gerð nýrra samninga og svo bættist ástandið vegna kórónuveirunnar ofan á það. Bogi Níls Bogason forstjóri Icelandair segir stefnt að niðurstöðu í viðræðum við Boeing í þessum mánuði. Mynduð þið jafnvel vilja losna algerlega undan þessum samningum? Framtíð Icelandair ræðst af því hvernig félaginu gengur að afla allt að 30 milljarða í auknu hlutafé í byrjun næsta mánaðar.Stöð 2/Sigurjón „Ekki endilega. Við teljum að þessar flugvélar þegar þær fara að fljúga aftur henti okkar leiðarkerfi mjög vel. En auðvitað verða þær að fljúga til þess,“ segir Bogi. Tekjur Icelandair hafa hrunið eins og annarra flugfélaga undanfarna mánuði. Bogi segir að við þessar aðstæður geti félagið ekki boðið betur en gert hafi verið í samningunum sem flugfreyjur felldu með miklum meirihluta í gær. Er þetta orðin mjög snúin staða? „Kröfurnar voru ekki okkar. Kröfurnar um hagræðingu voru þeirra. Ég myndi halda að það væri öllum til heilla að félagið bakki með sínar kröfur og við getum þá skrifað undir nýjan samning sem yrði vonandi samþykktur,“ segir formaður Flugfreyjufélagsins. Framtíð Icelandair ræðst af því hvort takist að safna allt að þrjátíu milljörðum króna í nýju hlutafé í byrjun næsta mánaðar. En afstaða fjárfesta ræðst síðan mikið af kjarasamningum félagsins til næstu ára. „Það liggur alveg fyrir að öll flugfélög í kringum okkur þurfa að leita á náðir ríkisstjórna til að komast í gegnum þennan skafl sem þessi faraldur er fyrir flugfélög. Við höfum þurft að gera það líka. Það er skilyrði fyrir þessu vilyrði fyrir lánalínum frá ríkinu að okkur takist að safna hlutafé. Þannig að ef það gengur ekki eftir er það plan ekki að ganga upp. En ég er mjög bjartsýnn samt á að það takist að safna þessu hlutafé í ágústmánuði,“ segir Bogi. Boðað hefur verið til fundar í deilu Icelandair og flugfreyja hjá ríkissáttasemjara á morgun. Icelandair Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Icelandair flytur strandaglópa milli Bandaríkjanna og Armeníu Samningar hafa náðst um að Icelandair sinni leiguflugi á milli borganna Los Angeles í Bandaríkjunum og Jerevan, höfuðborg Armeníu. 9. júlí 2020 12:56 Forstjóri Icelandair segir ekki lengra komist með flugfreyjum Deila Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands er kominn í enn harðari hnút eftir að flugfreyjur felldu nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. 8. júlí 2020 20:00 Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Formaður Flugfreyjufélagsins segir það öllum til heilla ef Icelandair bakkaði með sínar ítrustu hagræðingarkröfur gagnvart flugfreyjum og gengið verði frá nýjum samningi sem vonandi verði þá samþykktur. Boðað hefur verið til samningafundar á morgun. Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélagsins segir hagræðingarkröfu Icelandair snerta tugi atriða. Í megindráttum sé verið að krefjast aukins vinnuframlags fyrir sömu laun, skerðinga á hvíldartíma og breytinga á vaktafyrirkomulagi. Er eitthvað eitt eða tvennt sem þú skynjar að hafi farið verst ofan í þitt félagsfólk? Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélagsins segir samninginn sem var felldur ekki hafa snúist um kröfur flugfreyja heldur kröfur Icelandair.Stöð 2/Sigurjón „Ég ætla nú ekki að fara í einstök atriði. Eins og ég sagði þá eru þetta miklar breytingar á núverandi kjarasamningi. Við þurfum bara að leggjast yfir málið og skoða okkar meginn,“ segir Guðlaug. Síðasti kjarasamningur Flugfreyja rann úr gildi hinn 1. janúar í fyrra. En kreppa Icelandair vegna Max flugvélanna truflaði gerð nýrra samninga og svo bættist ástandið vegna kórónuveirunnar ofan á það. Bogi Níls Bogason forstjóri Icelandair segir stefnt að niðurstöðu í viðræðum við Boeing í þessum mánuði. Mynduð þið jafnvel vilja losna algerlega undan þessum samningum? Framtíð Icelandair ræðst af því hvernig félaginu gengur að afla allt að 30 milljarða í auknu hlutafé í byrjun næsta mánaðar.Stöð 2/Sigurjón „Ekki endilega. Við teljum að þessar flugvélar þegar þær fara að fljúga aftur henti okkar leiðarkerfi mjög vel. En auðvitað verða þær að fljúga til þess,“ segir Bogi. Tekjur Icelandair hafa hrunið eins og annarra flugfélaga undanfarna mánuði. Bogi segir að við þessar aðstæður geti félagið ekki boðið betur en gert hafi verið í samningunum sem flugfreyjur felldu með miklum meirihluta í gær. Er þetta orðin mjög snúin staða? „Kröfurnar voru ekki okkar. Kröfurnar um hagræðingu voru þeirra. Ég myndi halda að það væri öllum til heilla að félagið bakki með sínar kröfur og við getum þá skrifað undir nýjan samning sem yrði vonandi samþykktur,“ segir formaður Flugfreyjufélagsins. Framtíð Icelandair ræðst af því hvort takist að safna allt að þrjátíu milljörðum króna í nýju hlutafé í byrjun næsta mánaðar. En afstaða fjárfesta ræðst síðan mikið af kjarasamningum félagsins til næstu ára. „Það liggur alveg fyrir að öll flugfélög í kringum okkur þurfa að leita á náðir ríkisstjórna til að komast í gegnum þennan skafl sem þessi faraldur er fyrir flugfélög. Við höfum þurft að gera það líka. Það er skilyrði fyrir þessu vilyrði fyrir lánalínum frá ríkinu að okkur takist að safna hlutafé. Þannig að ef það gengur ekki eftir er það plan ekki að ganga upp. En ég er mjög bjartsýnn samt á að það takist að safna þessu hlutafé í ágústmánuði,“ segir Bogi. Boðað hefur verið til fundar í deilu Icelandair og flugfreyja hjá ríkissáttasemjara á morgun.
Icelandair Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Icelandair flytur strandaglópa milli Bandaríkjanna og Armeníu Samningar hafa náðst um að Icelandair sinni leiguflugi á milli borganna Los Angeles í Bandaríkjunum og Jerevan, höfuðborg Armeníu. 9. júlí 2020 12:56 Forstjóri Icelandair segir ekki lengra komist með flugfreyjum Deila Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands er kominn í enn harðari hnút eftir að flugfreyjur felldu nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. 8. júlí 2020 20:00 Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Icelandair flytur strandaglópa milli Bandaríkjanna og Armeníu Samningar hafa náðst um að Icelandair sinni leiguflugi á milli borganna Los Angeles í Bandaríkjunum og Jerevan, höfuðborg Armeníu. 9. júlí 2020 12:56
Forstjóri Icelandair segir ekki lengra komist með flugfreyjum Deila Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands er kominn í enn harðari hnút eftir að flugfreyjur felldu nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. 8. júlí 2020 20:00
Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36