Fjölskyldan fer í sóttkví í húsbíl á Vestfjörðum Andri Eysteinsson skrifar 10. júlí 2020 10:12 Þorvaldur Flemming Jensen Þorvaldur Flemming Jensen er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga, sem búa erlendis en hyggjast koma til landsins í frí. Þorvaldur viðurkennir að hann hafi verið tvístígandi og segir fyrirkomulag með fjögurra daga sóttkví íslenskra ríkisborgara enn þá vera óljóst. „Það eru ekki komnar leiðbeiningar svo þetta kom svolítið flatt upp á okkur. Ég er svolítið spenntur að sjá hvernig þetta fer með þessa skimun á íslenskum ríkisborgurum sem eru að koma til Íslands og hvernig þeir eiga að haga sér,“ sagði Þorvaldur í samtali við Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni. Þorvaldur ætlaði upphaflega að koma til landsins ásamt fjölskyldunni sinni og verja hér á landi einni viku. Fjögurra daga sóttkví er þó talsverður hluti af því fríi sem fjölskyldan hafði hug á. Því hefur ferðaáætlunum verið breytt. Þorvaldur sagðist hafa leigt sér húsbíl og ætlaði sér að halda á Vestfirði. Þorvaldur nefndi þar Hornstrandir en ætla má að hann hafi átt við Strandir enda ekki fært bílum á Hornstrandir. „Fyrst í húsbílnum einangraður með fjölskyldunni og svo ætla ég að reyna að finna mér bústað einhvers staðar á Suðurlandi.“ Þorvaldur sendi svo út hjálparkall í gegnum útvarpið og óskaði eftir sumarbústað til leigu. Þorvaldur sagði andrúmsloftið í Danmörku vera svipað og hér á landi. Danir séu byrjaðir að ferðast og þá að mestu innanlands. Nokkrir séu þó farnir að fara út fyrir landsteinana. „ Þetta eru þessar styttri ferðir og staðir sem að fólk þekkir en það er langmest í Danmörku,“ sagði Þorvaldur Flemming í samtali við Bítið á Bylgjunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þorvaldur Flemming Jensen er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga, sem búa erlendis en hyggjast koma til landsins í frí. Þorvaldur viðurkennir að hann hafi verið tvístígandi og segir fyrirkomulag með fjögurra daga sóttkví íslenskra ríkisborgara enn þá vera óljóst. „Það eru ekki komnar leiðbeiningar svo þetta kom svolítið flatt upp á okkur. Ég er svolítið spenntur að sjá hvernig þetta fer með þessa skimun á íslenskum ríkisborgurum sem eru að koma til Íslands og hvernig þeir eiga að haga sér,“ sagði Þorvaldur í samtali við Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni. Þorvaldur ætlaði upphaflega að koma til landsins ásamt fjölskyldunni sinni og verja hér á landi einni viku. Fjögurra daga sóttkví er þó talsverður hluti af því fríi sem fjölskyldan hafði hug á. Því hefur ferðaáætlunum verið breytt. Þorvaldur sagðist hafa leigt sér húsbíl og ætlaði sér að halda á Vestfirði. Þorvaldur nefndi þar Hornstrandir en ætla má að hann hafi átt við Strandir enda ekki fært bílum á Hornstrandir. „Fyrst í húsbílnum einangraður með fjölskyldunni og svo ætla ég að reyna að finna mér bústað einhvers staðar á Suðurlandi.“ Þorvaldur sendi svo út hjálparkall í gegnum útvarpið og óskaði eftir sumarbústað til leigu. Þorvaldur sagði andrúmsloftið í Danmörku vera svipað og hér á landi. Danir séu byrjaðir að ferðast og þá að mestu innanlands. Nokkrir séu þó farnir að fara út fyrir landsteinana. „ Þetta eru þessar styttri ferðir og staðir sem að fólk þekkir en það er langmest í Danmörku,“ sagði Þorvaldur Flemming í samtali við Bítið á Bylgjunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira