Mueller segir Stone enn vera dæmdan mann og það réttilega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2020 08:32 Mueller er ekki vanur að tjá sig um efni rannsóknarinnar. Nú gat hann þó ekki látið hjá líða að svara ásökunum um óheiðarleika. Alex Wong/Getty Robert Mueller, sem gegndi embætti sérstaks saksóknara í rannsókn á tengslum framboðs Donalds Trump og Rússa (Rússarannsókninni), hefur nú tjáð sig opinberlega og varið ákæru sína á hendur Roger Stone, fyrrum ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta. Forsetinn mildaði á dögum 40 mánaða fangelsisrefsingu yfir Stone, sem þarf þess vegna ekki að fara í steininn. Í skoðanagrein á Washington Post segir Mueller að Stone sé enn dæmdur maður, og það réttilega. Þá segist hann hafa talið það skyldu sína að bregðast við ásökunum um að rannsókn hans hafi verið ólögleg, að eitthvað vafasamt hafi vakað fyrir honum og að Stone sé fórnarlamb í málinu. Allt þetta segir Mueller vera rangt. „Rússarannsóknin var gríðarlega mikilvæg. Stone var ákærður og dæmdur fyrir lögbrot á alríkisstigi, sem hann framdi. Hann er áfram dæmdur glæpamaður, og það réttilega,“ skrifar Mueller. Hann segir það hafa verið flókið verkefni að finna sönnunargögn í rannsókninni. Það hafi tekið tvö ár og gríðarlega vinnu, en rannsóknin hafði það í för með sér að þó nokkur fjöldi fólks var ákærður og dæmdur. Gjörðir Stone hafi orðið þess valdandi að erfiðara hafi orðið að komast að sannleikanum og draga seka til ábyrgðar. „Við tókum allar ákvarðanir í máli Stone, líkt og í öðrum málum, á grundvelli staðreynda og laga og í samræmi við þær reglur sem lögin setja. Þær konur og þeir karlar sem framkvæmdu þessar rannsóknir unnu þær af mestu heilindum. Ásakanir um annað eru rangar,“ skrifar Mueller í niðurlagi greinarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Mueller tjáir sig opinberlega um Rússarannsóknina frá því hann kom fyrir Bandaríkjaþing í júlí 2019. Ákvörðun forsetans víða fordæmd Margir hafa tjáð sig um ákvörðun forsetans um að milda refsingu Roger Stone, sem dæmdur var í 40 mánaða fangelsi fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra og hindra framgang réttvísinnar. Ákvörðun forsetans hefur reynst umdeild. Þannig hefur fjöldi Demókrata lýst yfir óánægju sinni með gjörðir forsetans. Talsmaður fyrrum varaforsetans Joe Biden, sem líklegastur er til þess að mæta Trump fyrir hönd Demókrata í forsetakjörinu í nóvember næstkomandi, hefur til að mynda sakað Trump um að misbeita valdi sínu og kasta rýrð á bandarísk gildi. Þá hefur þingkonan Elizabeth Warren, sem bauð sig fram í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar en hlaut ekki brautargengi, sagt Trump vera spilltasta forseta í sögu Bandaríkjanna. Það þykir þó líklega sæta meiri tíðindum þegar Repúblikanar tala opinberlega gegn forsetanum. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður og forsetaframbjóðandi Repúblikana árið 2012, segir í tísti að ákvörðun forsetans sé fordæmalaus, söguleg spilling. Unprecedented, historic corruption: an American president commutes the sentence of a person convicted by a jury of lying to shield that very president.— Mitt Romney (@MittRomney) July 11, 2020 „Bandaríkjaforseti mildar refsingu manneskju sem dæmd hefur verið fyrir að ljúga til að vernda þennan eina og sama forseta.“ Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum telja að Romney verði líklega sá eini meðal þingmanna repúblikana sem viðri skoðun af þessum meiði. Fæstir þeirra hafa tjáð sig nokkuð um málið. Nornaveiðar Trump sjálfur hefur tjáð sig um málið. Í gær birti hann færslu á Twitter, þar sem hann segir Roger Stone hafa orðið skotmark „ólöglegra nornaveiða sem hefðu aldrei átt að fara fram.“ Roger Stone was targeted by an illegal Witch Hunt that never should have taken place. It is the other side that are criminals, including Biden and Obama, who spied on my campaign - AND GOT CAUGHT!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 11, 2020 Áður hafði Hvíta húsið gefið út yfirlýsingu þar sem Stone var einnig sagður fórnarlamb í málinu. Nánar til tekið „fórnarlamb Rússagabbsins sem vinstrið og bandamenn þess í fjölmiðlum hafa í áraraðir tranað fram til þess að grafa undan forsetanum.“ Þá segir að saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, undir forystu sérstaka saksóknarans Roberts Mueller hafi ákært Stone vegna þess hve pirraðir þeir voru að geta ekki sannað að framboð Trump hafi fengið aðstoð frá Rússum við að komast á forsetastól. Stone er þó sjötti starfsmaður Trump eða framboðs hans sem hefur verið dæmdur vegna einhvers sem í ljós hefur komið við Rússarannsóknina svokölluðu. Þá er einnig gefið í skyn, í tilkynningu Hvíta hússins, að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hafi veitt CNN-fréttastofunni fyrir fram upplýsingar um áhlaup sem hún gerði á heimili Stone, þar sem tökulið frá fréttastofunni var viðstatt handtöku hans. Roger Stone er 67 ára.Win McNamee/Getty Laug að þingnefnd Stone var dæmdur fyrir að hafa logið að þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um tilraunir sínar til þess að komast í samband við Wikileaks, vefsíðuna sem birti tölvupósta sem höfðu neikvæð áhrif á framboð Hillary Clinton, en hún var mótframbjóðandi Trump árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússneskir hakkarar hafi staðið á bak við stuldinn á póstunum. Stone viðurkenndi, á meðan á kosningabaráttu Trump stóð árið 2016, að hann hefði verið í sambandi við Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Hann gaf einnig í skyn að hann vissi að vefsíðan myndi birta yfir 19 þúsund tölvupósta, sem stolið hafði verið af vefþjóni landsnefndar Demókrataflokksins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Robert Mueller, sem gegndi embætti sérstaks saksóknara í rannsókn á tengslum framboðs Donalds Trump og Rússa (Rússarannsókninni), hefur nú tjáð sig opinberlega og varið ákæru sína á hendur Roger Stone, fyrrum ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta. Forsetinn mildaði á dögum 40 mánaða fangelsisrefsingu yfir Stone, sem þarf þess vegna ekki að fara í steininn. Í skoðanagrein á Washington Post segir Mueller að Stone sé enn dæmdur maður, og það réttilega. Þá segist hann hafa talið það skyldu sína að bregðast við ásökunum um að rannsókn hans hafi verið ólögleg, að eitthvað vafasamt hafi vakað fyrir honum og að Stone sé fórnarlamb í málinu. Allt þetta segir Mueller vera rangt. „Rússarannsóknin var gríðarlega mikilvæg. Stone var ákærður og dæmdur fyrir lögbrot á alríkisstigi, sem hann framdi. Hann er áfram dæmdur glæpamaður, og það réttilega,“ skrifar Mueller. Hann segir það hafa verið flókið verkefni að finna sönnunargögn í rannsókninni. Það hafi tekið tvö ár og gríðarlega vinnu, en rannsóknin hafði það í för með sér að þó nokkur fjöldi fólks var ákærður og dæmdur. Gjörðir Stone hafi orðið þess valdandi að erfiðara hafi orðið að komast að sannleikanum og draga seka til ábyrgðar. „Við tókum allar ákvarðanir í máli Stone, líkt og í öðrum málum, á grundvelli staðreynda og laga og í samræmi við þær reglur sem lögin setja. Þær konur og þeir karlar sem framkvæmdu þessar rannsóknir unnu þær af mestu heilindum. Ásakanir um annað eru rangar,“ skrifar Mueller í niðurlagi greinarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Mueller tjáir sig opinberlega um Rússarannsóknina frá því hann kom fyrir Bandaríkjaþing í júlí 2019. Ákvörðun forsetans víða fordæmd Margir hafa tjáð sig um ákvörðun forsetans um að milda refsingu Roger Stone, sem dæmdur var í 40 mánaða fangelsi fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra og hindra framgang réttvísinnar. Ákvörðun forsetans hefur reynst umdeild. Þannig hefur fjöldi Demókrata lýst yfir óánægju sinni með gjörðir forsetans. Talsmaður fyrrum varaforsetans Joe Biden, sem líklegastur er til þess að mæta Trump fyrir hönd Demókrata í forsetakjörinu í nóvember næstkomandi, hefur til að mynda sakað Trump um að misbeita valdi sínu og kasta rýrð á bandarísk gildi. Þá hefur þingkonan Elizabeth Warren, sem bauð sig fram í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar en hlaut ekki brautargengi, sagt Trump vera spilltasta forseta í sögu Bandaríkjanna. Það þykir þó líklega sæta meiri tíðindum þegar Repúblikanar tala opinberlega gegn forsetanum. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður og forsetaframbjóðandi Repúblikana árið 2012, segir í tísti að ákvörðun forsetans sé fordæmalaus, söguleg spilling. Unprecedented, historic corruption: an American president commutes the sentence of a person convicted by a jury of lying to shield that very president.— Mitt Romney (@MittRomney) July 11, 2020 „Bandaríkjaforseti mildar refsingu manneskju sem dæmd hefur verið fyrir að ljúga til að vernda þennan eina og sama forseta.“ Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum telja að Romney verði líklega sá eini meðal þingmanna repúblikana sem viðri skoðun af þessum meiði. Fæstir þeirra hafa tjáð sig nokkuð um málið. Nornaveiðar Trump sjálfur hefur tjáð sig um málið. Í gær birti hann færslu á Twitter, þar sem hann segir Roger Stone hafa orðið skotmark „ólöglegra nornaveiða sem hefðu aldrei átt að fara fram.“ Roger Stone was targeted by an illegal Witch Hunt that never should have taken place. It is the other side that are criminals, including Biden and Obama, who spied on my campaign - AND GOT CAUGHT!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 11, 2020 Áður hafði Hvíta húsið gefið út yfirlýsingu þar sem Stone var einnig sagður fórnarlamb í málinu. Nánar til tekið „fórnarlamb Rússagabbsins sem vinstrið og bandamenn þess í fjölmiðlum hafa í áraraðir tranað fram til þess að grafa undan forsetanum.“ Þá segir að saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, undir forystu sérstaka saksóknarans Roberts Mueller hafi ákært Stone vegna þess hve pirraðir þeir voru að geta ekki sannað að framboð Trump hafi fengið aðstoð frá Rússum við að komast á forsetastól. Stone er þó sjötti starfsmaður Trump eða framboðs hans sem hefur verið dæmdur vegna einhvers sem í ljós hefur komið við Rússarannsóknina svokölluðu. Þá er einnig gefið í skyn, í tilkynningu Hvíta hússins, að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hafi veitt CNN-fréttastofunni fyrir fram upplýsingar um áhlaup sem hún gerði á heimili Stone, þar sem tökulið frá fréttastofunni var viðstatt handtöku hans. Roger Stone er 67 ára.Win McNamee/Getty Laug að þingnefnd Stone var dæmdur fyrir að hafa logið að þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um tilraunir sínar til þess að komast í samband við Wikileaks, vefsíðuna sem birti tölvupósta sem höfðu neikvæð áhrif á framboð Hillary Clinton, en hún var mótframbjóðandi Trump árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússneskir hakkarar hafi staðið á bak við stuldinn á póstunum. Stone viðurkenndi, á meðan á kosningabaráttu Trump stóð árið 2016, að hann hefði verið í sambandi við Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Hann gaf einnig í skyn að hann vissi að vefsíðan myndi birta yfir 19 þúsund tölvupósta, sem stolið hafði verið af vefþjóni landsnefndar Demókrataflokksins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira