Enn svekktari eftir fundinn en fyrir hann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2020 13:15 Fangelsið á Akureyri er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Vísir/Vilhelm/Samsett Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn á Akureyri, segist svekkt eftir fund sinn með dómsmálaráðherra, fangelsismálastjóra, nýjum lögreglustjóra Norðurlands eystra, bæjarstjóra og bæjarstjórn Akureyrarbæjar vegna fyrirhugaðrar lokunar fangelsisins á Akureyri. Hún telur að ekki muni nást sátt um málið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem hún birti fyrir stuttu. Þar segir hún að stundum geti farið af stað heiftúðlegar umræður í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, sem einkennist af hálfkveðnum vísum og röngum upplýsingum. Þó sé oft hægt að bæta úr því, skýra myndina og auka skilning með því að setjast niður og tala saman. „Sú varð því miður ekki raunin í morgun. Ég varð enn svekktari eftir fundinn en fyrir hann, ferlið er í raun ekkert annað en óboðlegt. Ekkert samráð var haft við lögregluembættið hér né bæjarstjórn, gögnin takmörkuð og framtíðarsýnin ekki sannfærandi. Svo virðist sem fangelsismálin hafi verið skoðuð einangrað án þess að horfa til samlegðaráhrifa við starf lögreglunnar hér og hvað þá að tillit væri tekið til byggðasjónarmiða,“ skrifar Hilda Jana. Segir hún það gamla sögu og nýja að óvinsælar ákvarðanir séu teknar í júlí, þegar sem flestir eru í sumarfríi og vilji frekar hlusta á fossanið og fuglasöng en pirra sig á pólitík. „Það er ekki nóg með að ákvörðunin sé kynnt í byrjun júlí og eigi taka gildi í lok júlí, heldur var á þeim tíma var ekki búið að ráða nýjan lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, hún tók til starfa í gær!“ Hilda tekur þó fram að þó hún lýsi sig ósátta við þetta tiltekna mál, sé hún ánægð með fyrirætlanir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um að beita sér fyrir því að boðunarlistar í fangelsum verði styttir. Eins kveðst hún ánægð að ráðherrann hafi komið á fundinn og hlustað á það sem aðilar höfðu fram að færa. „Ég bind enn vonir við að dómsmálaráðherra hætti við þessa ákvörðun eða a.m.k fresti henni og nýti tímann til að fara faglega og heilstætt yfir málið. Ég tel nokkuð ljóst að engin sátt verði um þessi málalok,“ skrifar Hilda Jana að lokum. Akureyri Stjórnsýsla Fangelsismál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn á Akureyri, segist svekkt eftir fund sinn með dómsmálaráðherra, fangelsismálastjóra, nýjum lögreglustjóra Norðurlands eystra, bæjarstjóra og bæjarstjórn Akureyrarbæjar vegna fyrirhugaðrar lokunar fangelsisins á Akureyri. Hún telur að ekki muni nást sátt um málið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem hún birti fyrir stuttu. Þar segir hún að stundum geti farið af stað heiftúðlegar umræður í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, sem einkennist af hálfkveðnum vísum og röngum upplýsingum. Þó sé oft hægt að bæta úr því, skýra myndina og auka skilning með því að setjast niður og tala saman. „Sú varð því miður ekki raunin í morgun. Ég varð enn svekktari eftir fundinn en fyrir hann, ferlið er í raun ekkert annað en óboðlegt. Ekkert samráð var haft við lögregluembættið hér né bæjarstjórn, gögnin takmörkuð og framtíðarsýnin ekki sannfærandi. Svo virðist sem fangelsismálin hafi verið skoðuð einangrað án þess að horfa til samlegðaráhrifa við starf lögreglunnar hér og hvað þá að tillit væri tekið til byggðasjónarmiða,“ skrifar Hilda Jana. Segir hún það gamla sögu og nýja að óvinsælar ákvarðanir séu teknar í júlí, þegar sem flestir eru í sumarfríi og vilji frekar hlusta á fossanið og fuglasöng en pirra sig á pólitík. „Það er ekki nóg með að ákvörðunin sé kynnt í byrjun júlí og eigi taka gildi í lok júlí, heldur var á þeim tíma var ekki búið að ráða nýjan lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, hún tók til starfa í gær!“ Hilda tekur þó fram að þó hún lýsi sig ósátta við þetta tiltekna mál, sé hún ánægð með fyrirætlanir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um að beita sér fyrir því að boðunarlistar í fangelsum verði styttir. Eins kveðst hún ánægð að ráðherrann hafi komið á fundinn og hlustað á það sem aðilar höfðu fram að færa. „Ég bind enn vonir við að dómsmálaráðherra hætti við þessa ákvörðun eða a.m.k fresti henni og nýti tímann til að fara faglega og heilstætt yfir málið. Ég tel nokkuð ljóst að engin sátt verði um þessi málalok,“ skrifar Hilda Jana að lokum.
Akureyri Stjórnsýsla Fangelsismál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira