Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár Kjartan Kjartansson skrifar 14. júlí 2020 13:48 Daniel Lewis Lee árið 1997. Ættingjar fólksins sem hann tók þátt í að drepa árið 1996 lögðust gegn því að hann yrði tekinn af lífi. AP/Dan Pierce/The Courier Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að hún gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. Daniel Lewis Lee var sakfelldur fyrir að myrða fjölskyldu í Arkansas árið 1996. Markmið hans hafi verið að koma á ríki hvítra þjóðernissinna á norðvestanverðri Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Áður en hann var tekinn af lífi í fangelsi í Indíana dag hélt hann fram sakleysi sínu. „Þið eruð að drepa saklausan mann,“ voru hinstu orð Lee, að sögn AP-fréttastofunnar. Ættingjar þeirra sem Lee var sakfelldur fyrir að hafa drepið höfðuðu mál til að koma í veg fyrir aftökuna. Þeir telja að Lee hefði átt að hljóta lífstíðarfangelsi. Þeir vildu jafnframt vera viðstaddir aftökuna til að afsanna að Lee væri tekinn af lífi í þökk þeirra. Ákvörðun alríkisstjórnarinnar að taka Lee af lífi nú í miðjum kórónuveirufaraldri torveldaði það. Andstæðingar dauðarefsinga í Bandaríkjunum saka alríkisstjórnina um að flýta aftökunni að ástæðulausu í pólitískum tilgangi. William Barr, dómsmálaráðherra, hefur sagt að ríkinu beri skylda til að framfylgja dauðadómum til þess að ættingjar og samfélög fái málalyktir. Höfuðpaurinn fékk lífstíðarfangelsi Aftakan á Lee var sú fyrsta á vegum alríkisstjórnarinnar frá árinu 2003. Fátítt er að alríkisstjórnin taki fanga af lífi. Það hefur aðeins gerst þrisvar frá því að dauðarefsingar voru teknar upp aftur árið 1988. Engu að síður hafa alríkisdómstólar haldið áfram að dæma sakborninga til dauða. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lagði tímabundið bann við framkvæmd dauðarefsinga eftir að aftaka með banvænni lyfjablöndu í Oklahoma fór úrskeiðis árið 2014. Barr dómsmálaráðherra sagði athugun á aftökum með lyfjum lokið í fyrra og gaf grænt ljós á að þær gætu hafist aftur. Lee var tekinn af lífi með lyfjum í dag. Chevie Kehoe, höfuðpaurinn í ráðabruggi sem leiddi til morðanna sem hann var sakfelldur fyrir, hlaut lífstíðardóm í fangelsi. Kehoe fékk Lee til liðs við málstað sinn um svonefnt Aríaalþýðulýðveldi árið 1995. Kehoe og Lee voru handteknir árið 1997 fyrir morð á William Muller, vopnasala, konunni hans Nancy og átta ára gamalli dóttur þeirra, Söruh Powell, í bænum Tilly í Arkansas. Þeir voru einnig ákærðir fyrir að hafa stolið skotvopnum og fjármunum af heimili fjölskyldunnar sem var hluti af áformum þeirra um að stofna rasískt þjóðríki. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að hún gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. Daniel Lewis Lee var sakfelldur fyrir að myrða fjölskyldu í Arkansas árið 1996. Markmið hans hafi verið að koma á ríki hvítra þjóðernissinna á norðvestanverðri Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Áður en hann var tekinn af lífi í fangelsi í Indíana dag hélt hann fram sakleysi sínu. „Þið eruð að drepa saklausan mann,“ voru hinstu orð Lee, að sögn AP-fréttastofunnar. Ættingjar þeirra sem Lee var sakfelldur fyrir að hafa drepið höfðuðu mál til að koma í veg fyrir aftökuna. Þeir telja að Lee hefði átt að hljóta lífstíðarfangelsi. Þeir vildu jafnframt vera viðstaddir aftökuna til að afsanna að Lee væri tekinn af lífi í þökk þeirra. Ákvörðun alríkisstjórnarinnar að taka Lee af lífi nú í miðjum kórónuveirufaraldri torveldaði það. Andstæðingar dauðarefsinga í Bandaríkjunum saka alríkisstjórnina um að flýta aftökunni að ástæðulausu í pólitískum tilgangi. William Barr, dómsmálaráðherra, hefur sagt að ríkinu beri skylda til að framfylgja dauðadómum til þess að ættingjar og samfélög fái málalyktir. Höfuðpaurinn fékk lífstíðarfangelsi Aftakan á Lee var sú fyrsta á vegum alríkisstjórnarinnar frá árinu 2003. Fátítt er að alríkisstjórnin taki fanga af lífi. Það hefur aðeins gerst þrisvar frá því að dauðarefsingar voru teknar upp aftur árið 1988. Engu að síður hafa alríkisdómstólar haldið áfram að dæma sakborninga til dauða. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lagði tímabundið bann við framkvæmd dauðarefsinga eftir að aftaka með banvænni lyfjablöndu í Oklahoma fór úrskeiðis árið 2014. Barr dómsmálaráðherra sagði athugun á aftökum með lyfjum lokið í fyrra og gaf grænt ljós á að þær gætu hafist aftur. Lee var tekinn af lífi með lyfjum í dag. Chevie Kehoe, höfuðpaurinn í ráðabruggi sem leiddi til morðanna sem hann var sakfelldur fyrir, hlaut lífstíðardóm í fangelsi. Kehoe fékk Lee til liðs við málstað sinn um svonefnt Aríaalþýðulýðveldi árið 1995. Kehoe og Lee voru handteknir árið 1997 fyrir morð á William Muller, vopnasala, konunni hans Nancy og átta ára gamalli dóttur þeirra, Söruh Powell, í bænum Tilly í Arkansas. Þeir voru einnig ákærðir fyrir að hafa stolið skotvopnum og fjármunum af heimili fjölskyldunnar sem var hluti af áformum þeirra um að stofna rasískt þjóðríki.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira