Bandarískt bóluefni tilbúið fyrir lokaprófanir Andri Eysteinsson skrifar 14. júlí 2020 21:59 Fyrstu niðurstöður skiluðu því sem vísindamenn höfðu vonast eftir. AP/Ted Warren Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni. „Sama hvernig þú klæðir þetta, þá eru þetta góðar fregnir,“ sagði dr. Anthony Fauci í samtali við AP. Samstarfsmenn Fauci hafa unnið að þróun bóluefnisins ásamt lyfjafyrirtækinu Moderna og mun mikilvægasta skrefið í þróuninni hefjast 27. Júlí næstkomandi þegar efnið verður prófað í hópi 30.000 einstaklinga. Vísindamenn greindu frá niðurstöðum sem fengust með prófun efnisins á 45 einstaklingum í dag og voru þær á þá leið sem vonast hafði verið eftir. „Tilraunadýrin“ mynduðu mótefni í blóði við veirunni eftir að hafa fengið bóluefnið og segir í frétt AP að myndum mótefna hafi verið svipuð og hjá þeim sem hafa læknast af veirunni. „Þetta er mikilvægt skref sem við höfum tekið í átt að því að athuga hvort efnið veiti vernd gegn kórónuveirusmiti,“ sagði Dr. Lisa Jackson sem fór fyrir rannsókninni. Stefnt er að því að niðurstöður á prófuninni liggi fyrir í lok árs. Bóluefnið sem um ræðir samanstendur af tveimur sprautum og greindust engar hliðarverkanir í prófuninni. Einhverjir fundu fyrir einkennum flensu sem er algengt við bólusetningu. Niðurstöðurnar sem kynntar voru í dag samanstóðu þó eingöngu af ungu fólki en niðurstöður rannsóknar á eldra fólki hafa ekki verið kynntar. Dr. Fauci sagði að í lokaprófuninni verði meiri fjölbreytni í rannsókninni. „Fólk telur að þetta sé kapphlaup sem muni skila einum sigurvegara. Ég held með öllum,“ sagði Fauci. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira
Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni. „Sama hvernig þú klæðir þetta, þá eru þetta góðar fregnir,“ sagði dr. Anthony Fauci í samtali við AP. Samstarfsmenn Fauci hafa unnið að þróun bóluefnisins ásamt lyfjafyrirtækinu Moderna og mun mikilvægasta skrefið í þróuninni hefjast 27. Júlí næstkomandi þegar efnið verður prófað í hópi 30.000 einstaklinga. Vísindamenn greindu frá niðurstöðum sem fengust með prófun efnisins á 45 einstaklingum í dag og voru þær á þá leið sem vonast hafði verið eftir. „Tilraunadýrin“ mynduðu mótefni í blóði við veirunni eftir að hafa fengið bóluefnið og segir í frétt AP að myndum mótefna hafi verið svipuð og hjá þeim sem hafa læknast af veirunni. „Þetta er mikilvægt skref sem við höfum tekið í átt að því að athuga hvort efnið veiti vernd gegn kórónuveirusmiti,“ sagði Dr. Lisa Jackson sem fór fyrir rannsókninni. Stefnt er að því að niðurstöður á prófuninni liggi fyrir í lok árs. Bóluefnið sem um ræðir samanstendur af tveimur sprautum og greindust engar hliðarverkanir í prófuninni. Einhverjir fundu fyrir einkennum flensu sem er algengt við bólusetningu. Niðurstöðurnar sem kynntar voru í dag samanstóðu þó eingöngu af ungu fólki en niðurstöður rannsóknar á eldra fólki hafa ekki verið kynntar. Dr. Fauci sagði að í lokaprófuninni verði meiri fjölbreytni í rannsókninni. „Fólk telur að þetta sé kapphlaup sem muni skila einum sigurvegara. Ég held með öllum,“ sagði Fauci.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira