Apple þarf ekki að greiða milljarða í skatta á Írlandi Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2020 09:38 Skattaskuldin sem framkvæmdastjórn skikkaði Apple til að greiða var liður í tilraunum þess til að koma í veg fyrir skattaundanskot stórra alþjóðlegra fyrirtækja. Vísir/EPA Almenni dómstóll Evrópusambandsins ógilti í dag ákvörðun framkvæmdastjórnar sambandsins sem skikkaði tæknifyrirtækið Apple til að greiða þrettán milljarða evra, jafnvirði um 2.080 milljarða íslenskra króna, í skattaskuld á Írlandi. Ákvörðunin var liður í tilraunum sambandsins til þess að vinda ofan af samningum við alþjóðleg fyrirtæki gerðu við sum Evrópulönd um að greiða litla sem enga skatta. Dómararnir í málinu töldu ekki sýnt fram á að Apple hefði fengið samkeppnislegt forskot með samkomulagi sínu við írsk stjórnvöld samkvæmt evrópskum samkeppnislögum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Apple áfrýjaði ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá árinu 2016. Breska ríkisútvarpið BBC segir að niðurstaða næstæðsta dómstóls Evrópu sé áfall fyrir Evrópusambandið og tilraunir þess til að stemma stigu við skattaundanskotum. Apple Evrópusambandið Írland Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Almenni dómstóll Evrópusambandsins ógilti í dag ákvörðun framkvæmdastjórnar sambandsins sem skikkaði tæknifyrirtækið Apple til að greiða þrettán milljarða evra, jafnvirði um 2.080 milljarða íslenskra króna, í skattaskuld á Írlandi. Ákvörðunin var liður í tilraunum sambandsins til þess að vinda ofan af samningum við alþjóðleg fyrirtæki gerðu við sum Evrópulönd um að greiða litla sem enga skatta. Dómararnir í málinu töldu ekki sýnt fram á að Apple hefði fengið samkeppnislegt forskot með samkomulagi sínu við írsk stjórnvöld samkvæmt evrópskum samkeppnislögum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Apple áfrýjaði ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá árinu 2016. Breska ríkisútvarpið BBC segir að niðurstaða næstæðsta dómstóls Evrópu sé áfall fyrir Evrópusambandið og tilraunir þess til að stemma stigu við skattaundanskotum.
Apple Evrópusambandið Írland Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira