Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2020 13:55 Bandaríkjastjórn hefur varað við því að kínverska tæknifyrirtækið Huawei komist í lykilstöðu í 5G-væðingu fjarskiptakerfa og telja það geta ógnað þjóðaröryggi vestrænna ríkja. Huawei og kínversk stjórnvöld hafna því. Vísir/EPA Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. Breskum fjarskiptafyrirtækjum verður bannað að kaupa nýjan Huawei-búnað frá áramótum og þá þurfa þau að losa sig við eldri tæki fyrir árið 2027. Ríkisstjórn Boris Johnson tilkynnti þetta en hún hafði legið undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjastjórn að hleypa Huawei ekki að markaðinum við 5G-væðingu fjarskiptanets Bretlands. Bandaríkjastjórn sakar Huawei um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda og að tækjabúnaður fyrirtækisins ógni þjóðaröryggi vestrænna ríkja. Fyrirtækið hafnar þeim ásökunum. Í yfirlýsingu vegna ákvörðunar Breta segjast stjórnvöld í Beijing „harðlega andsnúin“ banninu. „Bretland hefur notað rakalausa ógn sem afsökun til að vinna með Bandaríkjunum að því að brjóta viðeigandi skuldbindingar sem Bretland hefur gengist undir,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Fullyrti hún að ákvarðanir Breta ættu eftir að kosta sitt án þess að skýra betur hvað í þeirri hótun fælist. Huiyao Wang, ráðgjafi kínverskra stjórnvalda, sagði breska ríkisútvarpinu BBC að bannið gæti haft áhrif á fjárfestingar Kínverja í Bretlandi. „Þetta á líklega eftir að hafa mjög neikvæðar afleiðingar,“ sagði hann. Kína Bretland Huawei Tengdar fréttir Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30 Bretar banna vörur Huawei frá áramótum Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. 14. júlí 2020 13:13 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. Breskum fjarskiptafyrirtækjum verður bannað að kaupa nýjan Huawei-búnað frá áramótum og þá þurfa þau að losa sig við eldri tæki fyrir árið 2027. Ríkisstjórn Boris Johnson tilkynnti þetta en hún hafði legið undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjastjórn að hleypa Huawei ekki að markaðinum við 5G-væðingu fjarskiptanets Bretlands. Bandaríkjastjórn sakar Huawei um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda og að tækjabúnaður fyrirtækisins ógni þjóðaröryggi vestrænna ríkja. Fyrirtækið hafnar þeim ásökunum. Í yfirlýsingu vegna ákvörðunar Breta segjast stjórnvöld í Beijing „harðlega andsnúin“ banninu. „Bretland hefur notað rakalausa ógn sem afsökun til að vinna með Bandaríkjunum að því að brjóta viðeigandi skuldbindingar sem Bretland hefur gengist undir,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Fullyrti hún að ákvarðanir Breta ættu eftir að kosta sitt án þess að skýra betur hvað í þeirri hótun fælist. Huiyao Wang, ráðgjafi kínverskra stjórnvalda, sagði breska ríkisútvarpinu BBC að bannið gæti haft áhrif á fjárfestingar Kínverja í Bretlandi. „Þetta á líklega eftir að hafa mjög neikvæðar afleiðingar,“ sagði hann.
Kína Bretland Huawei Tengdar fréttir Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30 Bretar banna vörur Huawei frá áramótum Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. 14. júlí 2020 13:13 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30
Bretar banna vörur Huawei frá áramótum Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. 14. júlí 2020 13:13
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent