Búkmyndavélar sýna Floyd grátbiðja lögregluþjónana um að sleppa takinu Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 08:24 Myndbandsupptökur úr búkmyndavélum lögregluþjónanna sem tóku þátt í útkallinu þar sem George Floyd lést sýna hann grátbiðja þá um að leyfa sér að liggja á jörðinni frekar en að þeir myndu halda honum niðri. Hann hafi ítrekað bent þeim á að hann gæti ekki andað. Fjórir lögregluþjónar tóku þátt í útkallinu og hafa þeir allir verið reknir og ákærðir vegna málsins. Derek Chauvin, sá sem varð valdur að dauða Floyd, hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu en hinir þrír fyrir aðkomu sína að dauða hans. Þetta er í fyrsta sinn sem blaðamenn fá að sjá upptökurnar, en áður höfðu dómsskjölin aðeins verið gerð opinber. Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá innihaldi þeirra, en á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. Upptökurnar hefjast á því að útkall berst vegna manns sem hafði notað falsaðan seðil til að kaupa sér sígarettupakka. Lögregluþjónarnir fara á vettvang og að bílnum sem Floyd sat í. Eftir að hafa bankað á rúðuna beinir einn lögregluþjónninn byssu að honum og skipar honum að setja hendur upp í loft. Á vef BBC segir að myndbandsupptökurnar sýni Floyd í uppnámi vegna málsins. Áður en hann var dreginn út úr bílnum hafi hann brotnað niður, en lögregluþjónarnir tóku hann niður og reyndu að handjárna hann. Morðið á Floyd leiddi til mótmæla um allan heim, enda þótti það skýrt dæmi um kerfisbundinn vestanhafs og fjölmörg dæmi um ofbeldi gegn svörtu fólki. Slagorðið „I can‘t breathe“ (Ég get ekki andað) mátti sjá á skiltum mótmælenda um allan heim, sem voru á meðal síðustu orða Floyd fyrir andlátið. Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Mótmælandi sem ekið var á í Seattle látinn Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. 5. júlí 2020 19:43 „I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7. júní 2020 19:00 Þúsundir minnast George Floyd Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. 8. júní 2020 20:50 George Floyd borinn til grafar í Houston Útför Bandaríkjamannsins George Floyd fer fram í heimabæ Floyd í Houston í Texas í dag þar sem hann verður jarðaður við hlið móður sinnar. 9. júní 2020 15:49 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Myndbandsupptökur úr búkmyndavélum lögregluþjónanna sem tóku þátt í útkallinu þar sem George Floyd lést sýna hann grátbiðja þá um að leyfa sér að liggja á jörðinni frekar en að þeir myndu halda honum niðri. Hann hafi ítrekað bent þeim á að hann gæti ekki andað. Fjórir lögregluþjónar tóku þátt í útkallinu og hafa þeir allir verið reknir og ákærðir vegna málsins. Derek Chauvin, sá sem varð valdur að dauða Floyd, hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu en hinir þrír fyrir aðkomu sína að dauða hans. Þetta er í fyrsta sinn sem blaðamenn fá að sjá upptökurnar, en áður höfðu dómsskjölin aðeins verið gerð opinber. Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá innihaldi þeirra, en á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. Upptökurnar hefjast á því að útkall berst vegna manns sem hafði notað falsaðan seðil til að kaupa sér sígarettupakka. Lögregluþjónarnir fara á vettvang og að bílnum sem Floyd sat í. Eftir að hafa bankað á rúðuna beinir einn lögregluþjónninn byssu að honum og skipar honum að setja hendur upp í loft. Á vef BBC segir að myndbandsupptökurnar sýni Floyd í uppnámi vegna málsins. Áður en hann var dreginn út úr bílnum hafi hann brotnað niður, en lögregluþjónarnir tóku hann niður og reyndu að handjárna hann. Morðið á Floyd leiddi til mótmæla um allan heim, enda þótti það skýrt dæmi um kerfisbundinn vestanhafs og fjölmörg dæmi um ofbeldi gegn svörtu fólki. Slagorðið „I can‘t breathe“ (Ég get ekki andað) mátti sjá á skiltum mótmælenda um allan heim, sem voru á meðal síðustu orða Floyd fyrir andlátið.
Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Mótmælandi sem ekið var á í Seattle látinn Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. 5. júlí 2020 19:43 „I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7. júní 2020 19:00 Þúsundir minnast George Floyd Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. 8. júní 2020 20:50 George Floyd borinn til grafar í Houston Útför Bandaríkjamannsins George Floyd fer fram í heimabæ Floyd í Houston í Texas í dag þar sem hann verður jarðaður við hlið móður sinnar. 9. júní 2020 15:49 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Mótmælandi sem ekið var á í Seattle látinn Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. 5. júlí 2020 19:43
„I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7. júní 2020 19:00
Þúsundir minnast George Floyd Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. 8. júní 2020 20:50
George Floyd borinn til grafar í Houston Útför Bandaríkjamannsins George Floyd fer fram í heimabæ Floyd í Houston í Texas í dag þar sem hann verður jarðaður við hlið móður sinnar. 9. júní 2020 15:49